Bandarísk yfirvöld óskuðu eftir því að réttarbeiðni hér á landi yrði hraðað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2019 19:00 Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld að réttarfarsbeiðni um að fá íslenskan mann til skýrslutöku hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vegna sakamálarannsóknar á Julian Assagne þar ytra, yrði hraðað sem kostur væri. Dómsmálaráðherra var að eigin sögn ekki upplýst um komu fulltrúa bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar hingað til lands þrátt fyrir að réttarfarsbeiðnin sé undirrituð fyrir hennar hönd. Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld, í lok febrúar, að íslensk yfirvöld myndu afla sér upplýsinga um afstöðu Sigurðar Inga Þórðarsonar, til þess hvort hann væri reiðubúinn að svara spurningum þarlendra yfirvalda í skýrslutöku hjá hérlendum lögregluyfirvöldum með réttarstöðu vitnis um meðferð sakamála, í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á Julian Assagne, stofnanda Wikileaks. Fréttastofan hefur beiðni dómsmálaráðuneytisins og réttarfarsbeiðni Ríkissaksóknara undir höndum og jafnframt beiðni embættisins til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi samþykkti að mæta til skýrslutöku þegar fulltrúar bandarískra yfirvalda komu hingað til lands og fór síðar út til frekari viðræðna. Vísir/Stöð 2 Í beiðninni um réttaraðstoð er þess óskað að lögregla afhenti ekki nein gögn að baki beiðninni og upplýsti ríkissaksóknara um afstöðu Sigurðar með tölvupósti. Þá er það undirstrikað að afgreiðslu beiðninnar verði hraðað auk þess sem gæta þurfi fyllsta trúnaðar við meðferð hennar. Beiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherra, sem hefur sagst ekki hafa haft vitneskju um málið en í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Þórdís; „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra lýst furðu sinni á málinu. Birgitta Jónsdóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að svo virtist sem erlend yfirvöld geti komið nær hindrunarlaust hingað til lands og tekið íslenska ríkisborgara til skýrslutöku með aðstoð íslenskra yfirvalda. Hún sagði það mjög alvarlegt mál. Fréttastofan leitaði eftir viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra í dag, án árangurs, en hún er stödd erlendis. Réttarfarsbeiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherraVísir/Stöð 2 WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld að réttarfarsbeiðni um að fá íslenskan mann til skýrslutöku hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vegna sakamálarannsóknar á Julian Assagne þar ytra, yrði hraðað sem kostur væri. Dómsmálaráðherra var að eigin sögn ekki upplýst um komu fulltrúa bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar hingað til lands þrátt fyrir að réttarfarsbeiðnin sé undirrituð fyrir hennar hönd. Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld, í lok febrúar, að íslensk yfirvöld myndu afla sér upplýsinga um afstöðu Sigurðar Inga Þórðarsonar, til þess hvort hann væri reiðubúinn að svara spurningum þarlendra yfirvalda í skýrslutöku hjá hérlendum lögregluyfirvöldum með réttarstöðu vitnis um meðferð sakamála, í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á Julian Assagne, stofnanda Wikileaks. Fréttastofan hefur beiðni dómsmálaráðuneytisins og réttarfarsbeiðni Ríkissaksóknara undir höndum og jafnframt beiðni embættisins til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi samþykkti að mæta til skýrslutöku þegar fulltrúar bandarískra yfirvalda komu hingað til lands og fór síðar út til frekari viðræðna. Vísir/Stöð 2 Í beiðninni um réttaraðstoð er þess óskað að lögregla afhenti ekki nein gögn að baki beiðninni og upplýsti ríkissaksóknara um afstöðu Sigurðar með tölvupósti. Þá er það undirstrikað að afgreiðslu beiðninnar verði hraðað auk þess sem gæta þurfi fyllsta trúnaðar við meðferð hennar. Beiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherra, sem hefur sagst ekki hafa haft vitneskju um málið en í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Þórdís; „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra lýst furðu sinni á málinu. Birgitta Jónsdóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að svo virtist sem erlend yfirvöld geti komið nær hindrunarlaust hingað til lands og tekið íslenska ríkisborgara til skýrslutöku með aðstoð íslenskra yfirvalda. Hún sagði það mjög alvarlegt mál. Fréttastofan leitaði eftir viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra í dag, án árangurs, en hún er stödd erlendis. Réttarfarsbeiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherraVísir/Stöð 2
WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33
Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30
Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30
Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07