Innlent

Jens Stoltenberg mættur til Íslands

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Jens Stoltenberg fékk góðar viðtökur í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók á móti honum.
Jens Stoltenberg fékk góðar viðtökur í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók á móti honum. Nato
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er kominn til landsins. Stoltenberg kemur í boði Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra.

Vél hans lenti á tíunda tímanum í Keflavík og hann var svo mættur til fundar við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um klukkan 11:30. 

Stoltenberg fundar í framhaldinu með forsætisráðherra og Þjóðaröryggisráði. Þá flytur hann erindi á opnum málfundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Varðbergs og utanríkisráðuneytisins í Norræna húsinu og skoðar öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.

Sólin skein þegar Stoltenberg mætti til landsins í morgun.Nato



Fleiri fréttir

Sjá meira


×