Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2019 15:45 Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn. Mynd/Lögreglan í Noregi Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi.Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum þremur hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Saksóknarinn Tor Børge Nordmo hóf réttarhöldin með því að fara yfir þau sönnunargögn sem liggja fyrir í málinu. Vísaði hann meðal annars til gagna sem sýna að Ludvigsen tók frá herbergi 611 á hóteli í Osló. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél í grennd við hótelið sýni svo Ludvigsen í fylgd eins þeirra þriggja hælisleitenda sem hann er sakaður um að hafa brotið á.Þá sagði Nordmo að ákæruvaldið myndi leiða fram fjölmörg vitni sem myndu segja hversu oft Ludvigsen hafi heimsótt miðstöð hælisleitenda í Troms, auk þess sem að minnsta kosti eitt fórnarlamba í málinu hefði óskað eftir því að dvelja hjá Ludvigsen í fjölmörg skipti. Þá bendi ýmis rafræn gögn til sektar ráðherrans fyrrverandi, auk annarra gagna.Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs.EPA/STIAN LYSBERG SOLUMSagði lögregluna vera sína bestu vini Eitt fórnarlambana grét í réttarsalnum er það sagði frá því hvernig Ludvigsen hafi brotið á sér. Þeir hafi hist þegar Ludvigsen heimsótti miðstöð hælisleitanda í Troms. Sagðist fórnarlambið hafa fundið fyrir miklum áhuga frá Ludvigsen sem síðar lét hann meðal annars fá síma. Nokkru síðar bauð Ludvigsen hælisleitandanum í bústaðaferð og þangað áttu þeir eftir að fara oft. Er Ludvigsen meðal annars sakaður um að hafa þvingað hælisleitendann til að hafa við sig samfarir í bústaðnum. „Ég hafði aldrei áður séð nakinn mann, ég hafði engan áhuga á þvi að gera eitthvað með öðrum manni. Það er dauðasynd samkvæmt mínum trúarbrögðum. Eftir hvert skipti sem ég hitti hann sagði ég að ég myndi aldrei hitta hann aftur. Þá sagði hann að hann myndi tryggja það að ég gæti aldrei búið í Noregi, ef ég segði einhverjum. Þannig að ég þorði ekki að gera neitt,“ sagði hælisleitandinn í réttarsalnum í dag. Þá hafi Ludvigsen lagt fyrir skýr fyrirmæli um að hælisleitandinn ætti að eyða öllum skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. „Hann athugaði þetta þegar við hittumst. Hann sagðist ekki vera hrædddur við lögregluna, þeir væru hans bestu vinir. Hann sagðist samt vera hræddur við eiginkonu sína.“ Dómsmálið heldur áfram á næstu dögun en Ludvigsen mun bera vitni á fimmtudaginn. Noregur Tengdar fréttir Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi.Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum þremur hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Saksóknarinn Tor Børge Nordmo hóf réttarhöldin með því að fara yfir þau sönnunargögn sem liggja fyrir í málinu. Vísaði hann meðal annars til gagna sem sýna að Ludvigsen tók frá herbergi 611 á hóteli í Osló. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél í grennd við hótelið sýni svo Ludvigsen í fylgd eins þeirra þriggja hælisleitenda sem hann er sakaður um að hafa brotið á.Þá sagði Nordmo að ákæruvaldið myndi leiða fram fjölmörg vitni sem myndu segja hversu oft Ludvigsen hafi heimsótt miðstöð hælisleitenda í Troms, auk þess sem að minnsta kosti eitt fórnarlamba í málinu hefði óskað eftir því að dvelja hjá Ludvigsen í fjölmörg skipti. Þá bendi ýmis rafræn gögn til sektar ráðherrans fyrrverandi, auk annarra gagna.Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs.EPA/STIAN LYSBERG SOLUMSagði lögregluna vera sína bestu vini Eitt fórnarlambana grét í réttarsalnum er það sagði frá því hvernig Ludvigsen hafi brotið á sér. Þeir hafi hist þegar Ludvigsen heimsótti miðstöð hælisleitanda í Troms. Sagðist fórnarlambið hafa fundið fyrir miklum áhuga frá Ludvigsen sem síðar lét hann meðal annars fá síma. Nokkru síðar bauð Ludvigsen hælisleitandanum í bústaðaferð og þangað áttu þeir eftir að fara oft. Er Ludvigsen meðal annars sakaður um að hafa þvingað hælisleitendann til að hafa við sig samfarir í bústaðnum. „Ég hafði aldrei áður séð nakinn mann, ég hafði engan áhuga á þvi að gera eitthvað með öðrum manni. Það er dauðasynd samkvæmt mínum trúarbrögðum. Eftir hvert skipti sem ég hitti hann sagði ég að ég myndi aldrei hitta hann aftur. Þá sagði hann að hann myndi tryggja það að ég gæti aldrei búið í Noregi, ef ég segði einhverjum. Þannig að ég þorði ekki að gera neitt,“ sagði hælisleitandinn í réttarsalnum í dag. Þá hafi Ludvigsen lagt fyrir skýr fyrirmæli um að hælisleitandinn ætti að eyða öllum skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. „Hann athugaði þetta þegar við hittumst. Hann sagðist ekki vera hrædddur við lögregluna, þeir væru hans bestu vinir. Hann sagðist samt vera hræddur við eiginkonu sína.“ Dómsmálið heldur áfram á næstu dögun en Ludvigsen mun bera vitni á fimmtudaginn.
Noregur Tengdar fréttir Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28