Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 20:44 Trump forseti veifaði blaði sem átti að vera til sönnunar þess að fleiri ákvæði séu í samningi hans við Mexíkó en greint hefur verið frá opinberlega. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir enn að leynileg ákvæði sé að finna í samkomulagi um innflytjendamál við mexíkósk stjórnvöld þrátt fyrir að þau hafi neitað því. Forsetinn sagði blað sem hann veifaði fyrir framan fréttamenn við Hvíta húsið lýsa þeim ákvæðum í dag. Tilkynnt var um samkomulag í innflytjendamálum á milli Bandaríkjanna og Mexíkó um hvítasunnuhelgina. Trump dró þá til baka hótun sína um að leggja refsitolla á mexíkóskar vörur ef mexíkósk stjórnvöld gerðu ekki meira til að stöðva straum fólks í gegnum landið til Bandaríkjanna. Tollarnir áttu að taka gildi í dag. Bandarískir fjölmiðlar sögðu þó fljótt frá því að fátt nýtt væri að finna í samkomulaginu. Aðgerðirnar sem mexíkóska ríkisstjórnin lofaði að ráðast í hefði hún fyrst heitið fyrir nokkrum mánuðum. Trump tók þá upp á því að fullyrða að í samkomulaginu væru leynileg ákvæði um frekari aðgerðir til að fækka fólki sem kemur að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en einnig um að Mexíkóar ætluðu að kaupa meira af bandarískum landbúnaðarvörum. Hann hefur ekki sagt nánar hvers eðlis þau ákvæði eiga að vera og mexíkósk stjórnvöld hafa neitað tilvist þeirra. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að samkomulag um landbúnaðarviðskipti sé einfaldlega ekki til. Á lóð Hvíta hússins í dag veifaði Trump svo blaði fyrir framan fréttamenn sem hann sagði sanna mál hans. Forsetinn sýndi þeim þó ekki blaðið eða gaf frekari upplýsingar um hvað á því stæði. Sagði hann aðeins að hann ætlaði að láta Mexíkóum eftir að tilkynna um ákvæðin en að þau tækju gildi að hans ákvörðun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ljósmyndarar fjölmiðla náðu myndum af blaðinu og gátu fréttamenn þeirra lesið hluta þess sem á blaðinu stóð. Þar er meðal annars vísað til þess að mexíkósk stjórnvöld fari yfir mögulega lagabreytingar til að koma samkomulaginu í framkvæmd. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur. 5. júní 2019 11:46 Segist hafa náð samkomulagi við Mexíkóstjórn Því verði hægt að aflýsa fyrirhuguðum tollahækkunum. 8. júní 2019 09:47 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir enn að leynileg ákvæði sé að finna í samkomulagi um innflytjendamál við mexíkósk stjórnvöld þrátt fyrir að þau hafi neitað því. Forsetinn sagði blað sem hann veifaði fyrir framan fréttamenn við Hvíta húsið lýsa þeim ákvæðum í dag. Tilkynnt var um samkomulag í innflytjendamálum á milli Bandaríkjanna og Mexíkó um hvítasunnuhelgina. Trump dró þá til baka hótun sína um að leggja refsitolla á mexíkóskar vörur ef mexíkósk stjórnvöld gerðu ekki meira til að stöðva straum fólks í gegnum landið til Bandaríkjanna. Tollarnir áttu að taka gildi í dag. Bandarískir fjölmiðlar sögðu þó fljótt frá því að fátt nýtt væri að finna í samkomulaginu. Aðgerðirnar sem mexíkóska ríkisstjórnin lofaði að ráðast í hefði hún fyrst heitið fyrir nokkrum mánuðum. Trump tók þá upp á því að fullyrða að í samkomulaginu væru leynileg ákvæði um frekari aðgerðir til að fækka fólki sem kemur að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en einnig um að Mexíkóar ætluðu að kaupa meira af bandarískum landbúnaðarvörum. Hann hefur ekki sagt nánar hvers eðlis þau ákvæði eiga að vera og mexíkósk stjórnvöld hafa neitað tilvist þeirra. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að samkomulag um landbúnaðarviðskipti sé einfaldlega ekki til. Á lóð Hvíta hússins í dag veifaði Trump svo blaði fyrir framan fréttamenn sem hann sagði sanna mál hans. Forsetinn sýndi þeim þó ekki blaðið eða gaf frekari upplýsingar um hvað á því stæði. Sagði hann aðeins að hann ætlaði að láta Mexíkóum eftir að tilkynna um ákvæðin en að þau tækju gildi að hans ákvörðun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ljósmyndarar fjölmiðla náðu myndum af blaðinu og gátu fréttamenn þeirra lesið hluta þess sem á blaðinu stóð. Þar er meðal annars vísað til þess að mexíkósk stjórnvöld fari yfir mögulega lagabreytingar til að koma samkomulaginu í framkvæmd.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur. 5. júní 2019 11:46 Segist hafa náð samkomulagi við Mexíkóstjórn Því verði hægt að aflýsa fyrirhuguðum tollahækkunum. 8. júní 2019 09:47 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur. 5. júní 2019 11:46
Segist hafa náð samkomulagi við Mexíkóstjórn Því verði hægt að aflýsa fyrirhuguðum tollahækkunum. 8. júní 2019 09:47