Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 20:44 Trump forseti veifaði blaði sem átti að vera til sönnunar þess að fleiri ákvæði séu í samningi hans við Mexíkó en greint hefur verið frá opinberlega. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir enn að leynileg ákvæði sé að finna í samkomulagi um innflytjendamál við mexíkósk stjórnvöld þrátt fyrir að þau hafi neitað því. Forsetinn sagði blað sem hann veifaði fyrir framan fréttamenn við Hvíta húsið lýsa þeim ákvæðum í dag. Tilkynnt var um samkomulag í innflytjendamálum á milli Bandaríkjanna og Mexíkó um hvítasunnuhelgina. Trump dró þá til baka hótun sína um að leggja refsitolla á mexíkóskar vörur ef mexíkósk stjórnvöld gerðu ekki meira til að stöðva straum fólks í gegnum landið til Bandaríkjanna. Tollarnir áttu að taka gildi í dag. Bandarískir fjölmiðlar sögðu þó fljótt frá því að fátt nýtt væri að finna í samkomulaginu. Aðgerðirnar sem mexíkóska ríkisstjórnin lofaði að ráðast í hefði hún fyrst heitið fyrir nokkrum mánuðum. Trump tók þá upp á því að fullyrða að í samkomulaginu væru leynileg ákvæði um frekari aðgerðir til að fækka fólki sem kemur að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en einnig um að Mexíkóar ætluðu að kaupa meira af bandarískum landbúnaðarvörum. Hann hefur ekki sagt nánar hvers eðlis þau ákvæði eiga að vera og mexíkósk stjórnvöld hafa neitað tilvist þeirra. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að samkomulag um landbúnaðarviðskipti sé einfaldlega ekki til. Á lóð Hvíta hússins í dag veifaði Trump svo blaði fyrir framan fréttamenn sem hann sagði sanna mál hans. Forsetinn sýndi þeim þó ekki blaðið eða gaf frekari upplýsingar um hvað á því stæði. Sagði hann aðeins að hann ætlaði að láta Mexíkóum eftir að tilkynna um ákvæðin en að þau tækju gildi að hans ákvörðun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ljósmyndarar fjölmiðla náðu myndum af blaðinu og gátu fréttamenn þeirra lesið hluta þess sem á blaðinu stóð. Þar er meðal annars vísað til þess að mexíkósk stjórnvöld fari yfir mögulega lagabreytingar til að koma samkomulaginu í framkvæmd. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur. 5. júní 2019 11:46 Segist hafa náð samkomulagi við Mexíkóstjórn Því verði hægt að aflýsa fyrirhuguðum tollahækkunum. 8. júní 2019 09:47 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir enn að leynileg ákvæði sé að finna í samkomulagi um innflytjendamál við mexíkósk stjórnvöld þrátt fyrir að þau hafi neitað því. Forsetinn sagði blað sem hann veifaði fyrir framan fréttamenn við Hvíta húsið lýsa þeim ákvæðum í dag. Tilkynnt var um samkomulag í innflytjendamálum á milli Bandaríkjanna og Mexíkó um hvítasunnuhelgina. Trump dró þá til baka hótun sína um að leggja refsitolla á mexíkóskar vörur ef mexíkósk stjórnvöld gerðu ekki meira til að stöðva straum fólks í gegnum landið til Bandaríkjanna. Tollarnir áttu að taka gildi í dag. Bandarískir fjölmiðlar sögðu þó fljótt frá því að fátt nýtt væri að finna í samkomulaginu. Aðgerðirnar sem mexíkóska ríkisstjórnin lofaði að ráðast í hefði hún fyrst heitið fyrir nokkrum mánuðum. Trump tók þá upp á því að fullyrða að í samkomulaginu væru leynileg ákvæði um frekari aðgerðir til að fækka fólki sem kemur að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en einnig um að Mexíkóar ætluðu að kaupa meira af bandarískum landbúnaðarvörum. Hann hefur ekki sagt nánar hvers eðlis þau ákvæði eiga að vera og mexíkósk stjórnvöld hafa neitað tilvist þeirra. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að samkomulag um landbúnaðarviðskipti sé einfaldlega ekki til. Á lóð Hvíta hússins í dag veifaði Trump svo blaði fyrir framan fréttamenn sem hann sagði sanna mál hans. Forsetinn sýndi þeim þó ekki blaðið eða gaf frekari upplýsingar um hvað á því stæði. Sagði hann aðeins að hann ætlaði að láta Mexíkóum eftir að tilkynna um ákvæðin en að þau tækju gildi að hans ákvörðun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ljósmyndarar fjölmiðla náðu myndum af blaðinu og gátu fréttamenn þeirra lesið hluta þess sem á blaðinu stóð. Þar er meðal annars vísað til þess að mexíkósk stjórnvöld fari yfir mögulega lagabreytingar til að koma samkomulaginu í framkvæmd.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur. 5. júní 2019 11:46 Segist hafa náð samkomulagi við Mexíkóstjórn Því verði hægt að aflýsa fyrirhuguðum tollahækkunum. 8. júní 2019 09:47 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur. 5. júní 2019 11:46
Segist hafa náð samkomulagi við Mexíkóstjórn Því verði hægt að aflýsa fyrirhuguðum tollahækkunum. 8. júní 2019 09:47