Jens kynntist því í fyrsta sinn í dag að vera eini karlmaðurinn á NATO-fundi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2019 22:12 Jens Stoltenberg og Katrín Jakobsdóttir segja frá fundinum á efri hæð Ráðherrabústaðarins þar sem Jens var eini karlmaðurinn. Stöð 2/Einar Árnason. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til Íslands í morgun í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Öryggismál á norðurslóðum, netógnir og framlag Íslendinga til NATO-samstarfsins voru meðal umræðuefna en Katrín sagði þó eldfimasta málið hafa verið hverrar þjóðar Leifur Eiríksson væri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Jens Stoltenberg byrjaði á því að heimsækja öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli þar sem hann skoðaði bandaríska P-8 Poseidon eftirlitsflugvél en hélt síðan til fundar í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Mikil öryggisgæsla fylgir komu framkvæmdastjóra NATO, raunar svo mikil að öryggisverðir lentu í erfiðleikum með að opna dyrnar á bíl Stoltenbergs. Eftir vandræðalega bið gat Jens loksins stigið út til að heilsa upp á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem gerði grín að uppákomunni. „Þeir verða að hleypa þér út,“ sagði Guðlaugur Þór.Guðlaugur Þór Þórðarson og Jens Stoltenberg fyrir framan utanríkisráðuneytið í morgun.Mynd/NATO.Að loknum klukkustundar hádegisverðarfundi með utanríkisráðherra hélt Stoltenberg í Ráðherrabústaðinn við Tjörnina til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Katrín sagði þau deila áhyggjum af pólitískri spennu vegna norðurslóða og vegna útbreiðslu kjarnavopna í heiminum. Þau ræddu einnig um netógnir. Þá lýsti Jens ánægju með margvíslegt framlag Íslands til NATO-samstarfsins. „Skilaboð mín í dag eru þau að við búum í óútreiknanlegri heimi, á óvissum og ófyrirsjánlegum tímum. Við þurfum sterkar fjölþjóðlegar stofnanir eins og NATO og Ísland leggur sitt af mörkum til að styrkja bandalagið okkar, svo kærar þakkir fyrir það,“ sagði Stoltenberg. „Svo töluðum við um þjóðerni Leifs Eiríkssonar. Við sköpuðum öryggisaðstæður hérna uppi á annarri hæð. Ég held að þetta hafi verið hættulegasta efnið sem við ræddum,“ sagði Katrín í léttum dúr. Og meðan færi gafst á ljósmyndun lýsti Jens óvenjulegri reynslu af efri hæðinni í Ráðherrabústaðnum. „Fundurinn uppi á annarri hæð var fyrsti NATO-fundurinn með þjóðarleiðtoga og öðrum forystumönnum ríkis sem ég hef tekið þátt í þar sem ég var eini karlmaðurinn í herberginu,“ sagði hann. „Hann var eini karlinn í herberginu. Það var nýlunda,“ bætti Katrín við. Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri NATO fundar á Íslandi með forsætisráðherra sem er andstæðingur NATO-aðildar. Hann taldi það þó ekki hafa truflað. „Þetta er ekkert vandamál, þetta endurspeglar að það eru mismunandi flokkar í lýðræðisríkjum, eins og við sjáum á Íslandi og í öðrum NATO-ríkjum,“ sagði Jens Stoltenberg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til Íslands í morgun í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Öryggismál á norðurslóðum, netógnir og framlag Íslendinga til NATO-samstarfsins voru meðal umræðuefna en Katrín sagði þó eldfimasta málið hafa verið hverrar þjóðar Leifur Eiríksson væri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Jens Stoltenberg byrjaði á því að heimsækja öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli þar sem hann skoðaði bandaríska P-8 Poseidon eftirlitsflugvél en hélt síðan til fundar í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Mikil öryggisgæsla fylgir komu framkvæmdastjóra NATO, raunar svo mikil að öryggisverðir lentu í erfiðleikum með að opna dyrnar á bíl Stoltenbergs. Eftir vandræðalega bið gat Jens loksins stigið út til að heilsa upp á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem gerði grín að uppákomunni. „Þeir verða að hleypa þér út,“ sagði Guðlaugur Þór.Guðlaugur Þór Þórðarson og Jens Stoltenberg fyrir framan utanríkisráðuneytið í morgun.Mynd/NATO.Að loknum klukkustundar hádegisverðarfundi með utanríkisráðherra hélt Stoltenberg í Ráðherrabústaðinn við Tjörnina til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Katrín sagði þau deila áhyggjum af pólitískri spennu vegna norðurslóða og vegna útbreiðslu kjarnavopna í heiminum. Þau ræddu einnig um netógnir. Þá lýsti Jens ánægju með margvíslegt framlag Íslands til NATO-samstarfsins. „Skilaboð mín í dag eru þau að við búum í óútreiknanlegri heimi, á óvissum og ófyrirsjánlegum tímum. Við þurfum sterkar fjölþjóðlegar stofnanir eins og NATO og Ísland leggur sitt af mörkum til að styrkja bandalagið okkar, svo kærar þakkir fyrir það,“ sagði Stoltenberg. „Svo töluðum við um þjóðerni Leifs Eiríkssonar. Við sköpuðum öryggisaðstæður hérna uppi á annarri hæð. Ég held að þetta hafi verið hættulegasta efnið sem við ræddum,“ sagði Katrín í léttum dúr. Og meðan færi gafst á ljósmyndun lýsti Jens óvenjulegri reynslu af efri hæðinni í Ráðherrabústaðnum. „Fundurinn uppi á annarri hæð var fyrsti NATO-fundurinn með þjóðarleiðtoga og öðrum forystumönnum ríkis sem ég hef tekið þátt í þar sem ég var eini karlmaðurinn í herberginu,“ sagði hann. „Hann var eini karlinn í herberginu. Það var nýlunda,“ bætti Katrín við. Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri NATO fundar á Íslandi með forsætisráðherra sem er andstæðingur NATO-aðildar. Hann taldi það þó ekki hafa truflað. „Þetta er ekkert vandamál, þetta endurspeglar að það eru mismunandi flokkar í lýðræðisríkjum, eins og við sjáum á Íslandi og í öðrum NATO-ríkjum,“ sagði Jens Stoltenberg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00
Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00