Dansað til styrktar Jónu sem slasaðist í alvarlegu bílslysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2019 11:32 Mæðgurnar Jóna og Ugla á ferðalagi í Afríku. Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan snemma í þessum mánuði. Dóttir Jónu var með henni í bílnum en hún slapp með skrámur. Kramhúsið og Kennarahúsið hafa nú skipulagt styrktarviðburð henni til heiðurs, auk þess sem systir Jónu og vinkonur hafa stofnað styrktarreikning til þess að fjármagna endurhæfingarferlið. Að sögn Ásu Ottesen, systur Jónu, fer ástand Jónu batnandi. Hún er komin úr öndunarvél og aðlagast því nú að vera án hennar. Hún er þó enn á gjörgæslu og verður þar áfram uns hún verður tilbúin að taka næstu skref í endurhæfingarferlinu. „Hún er mjög skýr og meðvituð um sig og okkur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri allt í rétta átt.“ Ása segir Uglu, dóttur Jónu sem var einnig í bílnum þegar slysið varð, hafa sloppið ómeidda. „Hún fékk smá sár á hælinn, en það þurfti ekki að sauma eða neitt. Hún slapp ótrúlega vel. Það sést ekkert á henni núna,“ segir Ása.Dansað til styrktar og heiðurs Jónu Styrktarviðburðurinn sem skipulagður er af Kramhúsinu og Kennarahúsinu, sem fram fer 16. júní næstkomandi, ber yfirskriftina „Kátt í Kramhúsinu“ og er dans- og fjölskylduhátíð þar sem fólk á öllum sviðum lífsins getur dansað eins og vindurinn og styrkt gott málefni í leiðinni. Hátíðin fer, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fram í Kramhúsinu við Skólavörðustíg. Vigdís Arna, verkefnastýra Kramhússins, segir nafn viðburðarins vera vísun í barnahátíðina „Kátt á Klambra,“ sem Jóna hefur undanfarin ár staðið fyrir. Hátíðin verði hins vegar ekki haldin í ár, en þess í stað nafni hennar haldið á lofti með þessum hætti.Jóna er stofnandi barnahátíðarinnar Kátt á Klambra.Dagskrá viðburðarins verður tvískipt. Frá 11-13 verður boðið upp á fjölskyldu og barnadagskrá í léttari kantinum. Fjölskylduafró, latín-dansar og fjölskyldu-jóga eða pílates verður þar allsráðandi. Klukkan 16-18 verður hins vegar skrúfað aðeins upp í hitanum og boðið upp á tíma í Broadway-dansi, dansi við tónlist frá tíunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, afródans og Beyonce-dansa þar sem mjaðmasveiflur og gellulæti verða í fyrirrúmi, eins og segir á vef viðburðarins. Vigdís telur líklegt að færri komist að en vilji og hvetur því fólk til þess að tryggja sér aðgang að viðburðinum í tæka tíð. Stakir tímar kosta á bilinu 2500 til 4000 krónur, en einnig er hægt að styrkja átakið um aðrar upphæðir án þess að skrá sig á námskeiðið á vef Kramhússins. Þar er einnig hægt að sjá dagskrá viðburðarins. Allt fé sem safnast í tengslum við viðburðinn rennur óskipt inn á styrktarreikning Jónu Elísabetar, þar sem allir sem taka þátt í verkefninu gefa vinnu sína í þágu fjáröflunar fyrir endurhæfingu Jónu. Þá er einnig tekið við frjálsum framlögum inn á styrktarreikninginn: 528-14-401998, kt. 701111-1410. Dans Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan snemma í þessum mánuði. Dóttir Jónu var með henni í bílnum en hún slapp með skrámur. Kramhúsið og Kennarahúsið hafa nú skipulagt styrktarviðburð henni til heiðurs, auk þess sem systir Jónu og vinkonur hafa stofnað styrktarreikning til þess að fjármagna endurhæfingarferlið. Að sögn Ásu Ottesen, systur Jónu, fer ástand Jónu batnandi. Hún er komin úr öndunarvél og aðlagast því nú að vera án hennar. Hún er þó enn á gjörgæslu og verður þar áfram uns hún verður tilbúin að taka næstu skref í endurhæfingarferlinu. „Hún er mjög skýr og meðvituð um sig og okkur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri allt í rétta átt.“ Ása segir Uglu, dóttur Jónu sem var einnig í bílnum þegar slysið varð, hafa sloppið ómeidda. „Hún fékk smá sár á hælinn, en það þurfti ekki að sauma eða neitt. Hún slapp ótrúlega vel. Það sést ekkert á henni núna,“ segir Ása.Dansað til styrktar og heiðurs Jónu Styrktarviðburðurinn sem skipulagður er af Kramhúsinu og Kennarahúsinu, sem fram fer 16. júní næstkomandi, ber yfirskriftina „Kátt í Kramhúsinu“ og er dans- og fjölskylduhátíð þar sem fólk á öllum sviðum lífsins getur dansað eins og vindurinn og styrkt gott málefni í leiðinni. Hátíðin fer, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fram í Kramhúsinu við Skólavörðustíg. Vigdís Arna, verkefnastýra Kramhússins, segir nafn viðburðarins vera vísun í barnahátíðina „Kátt á Klambra,“ sem Jóna hefur undanfarin ár staðið fyrir. Hátíðin verði hins vegar ekki haldin í ár, en þess í stað nafni hennar haldið á lofti með þessum hætti.Jóna er stofnandi barnahátíðarinnar Kátt á Klambra.Dagskrá viðburðarins verður tvískipt. Frá 11-13 verður boðið upp á fjölskyldu og barnadagskrá í léttari kantinum. Fjölskylduafró, latín-dansar og fjölskyldu-jóga eða pílates verður þar allsráðandi. Klukkan 16-18 verður hins vegar skrúfað aðeins upp í hitanum og boðið upp á tíma í Broadway-dansi, dansi við tónlist frá tíunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, afródans og Beyonce-dansa þar sem mjaðmasveiflur og gellulæti verða í fyrirrúmi, eins og segir á vef viðburðarins. Vigdís telur líklegt að færri komist að en vilji og hvetur því fólk til þess að tryggja sér aðgang að viðburðinum í tæka tíð. Stakir tímar kosta á bilinu 2500 til 4000 krónur, en einnig er hægt að styrkja átakið um aðrar upphæðir án þess að skrá sig á námskeiðið á vef Kramhússins. Þar er einnig hægt að sjá dagskrá viðburðarins. Allt fé sem safnast í tengslum við viðburðinn rennur óskipt inn á styrktarreikning Jónu Elísabetar, þar sem allir sem taka þátt í verkefninu gefa vinnu sína í þágu fjáröflunar fyrir endurhæfingu Jónu. Þá er einnig tekið við frjálsum framlögum inn á styrktarreikninginn: 528-14-401998, kt. 701111-1410.
Dans Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13