Heitir hálfri milljón í fundarlaun fyrir GPS-diska Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2019 15:43 Svona líta diskarnir út. Jóhannes hefur heitið hálfri milljón í fundarlaun og skorar á alla sem upplýsingar hafa um málið að koma ábendingum þar um til lögreglunnar. „Jæja, þjófar!!!“ Svo hefst ávarp Jóhannesar Geirs Sigurjónssonar verktaka í Grímsnesinu í tilkynningu sem hann setur inn í Facebookhópinn Brask og brall. Jóhannes Geir lenti í því að stolið var af jarðýtu hans tveimur GPS diskum. Hann heitir 500 þúsund krónum þeim sem veitt geta upplýsingar um málið sem gæti orðið til að leysa það.Lögreglan gerir lítið í málinu Ýmsum gæti þótt þetta rausnarleg fundarlaun en Jóhannes Geir segir, í samtali við Vísi, diskana talsvert verðmætari. Samanlagt slagar virði þeirra hátt í átta milljónir. Þeir eru til að sýna hæðarpunkta svo gera megi vegina beina. „Þessu var stolið síðustu nótt. Var fast á jarðýtunni og öllum vinnuvélunum,“ segir Jóhannes Geir sem var við vegagerð í Grafningnum. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu en segir hana ekki aðhafast neitt í málinu. Þegar Vísir reyndi að hringja í lögregluna á Suðurlandi vildi ekki betur til en þar var bókstaflega enginn til að svara símhringingum.Hér er jarðýtan en þaðan var stolið verðmætum GPS diskum sem mæla til dæmis hæðarpunkta svo hafa megi vegi beina og slétta.„Þetta stoppar verk sem kostar fleiri fleiri milljónir fyrir þjóðina,“ segir Jóhannes Geir gramur og vandar hvorki lögreglu né tryggingarfélaginu kveðjurnar. Segir alveg sama hvernig tryggingar eru keyptar, tryggingarfélagið neitir allra bragða til að koma sér hjá því að greiða skaðann. Koparvír stolið úr þremur krönum Jóhannes Geir segist hafa heyrt af því að fleiri GPS diskum hafi verið stolið frá verktakafyrirtækjum í höfuðborginni. Hann er sannfærður um að um skipulagða glæpi sé að ræða og diskunum verðmætu sé komið úr landi; enginn verktaki á Íslandi er líklegur til að kaupa þýfi af þessu tagi. Vísir sendi spurningu til eins stórs verktaka, Ístaks og spurði hvort það hafi borið á þjófnuðum af þessu tagi hjá þeim. Að sögn Karls Andreassen framkvæmdastjóra hefur ekki komið til þess, enn sem komið er. En, hann tekur undir með Jóhannesi Geir: „Það er ýmislegt sem bendir til að erlendir aðilar komi hingað af og til og geri út á svona stuldi. Við höfum lent í að allur kobarvír úr 3 krönum hjá okkur var klipptur í burtu á geymslusvæði. Kranarnir voru lítils virði eftir þann stuld.“ Lögreglumál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
„Jæja, þjófar!!!“ Svo hefst ávarp Jóhannesar Geirs Sigurjónssonar verktaka í Grímsnesinu í tilkynningu sem hann setur inn í Facebookhópinn Brask og brall. Jóhannes Geir lenti í því að stolið var af jarðýtu hans tveimur GPS diskum. Hann heitir 500 þúsund krónum þeim sem veitt geta upplýsingar um málið sem gæti orðið til að leysa það.Lögreglan gerir lítið í málinu Ýmsum gæti þótt þetta rausnarleg fundarlaun en Jóhannes Geir segir, í samtali við Vísi, diskana talsvert verðmætari. Samanlagt slagar virði þeirra hátt í átta milljónir. Þeir eru til að sýna hæðarpunkta svo gera megi vegina beina. „Þessu var stolið síðustu nótt. Var fast á jarðýtunni og öllum vinnuvélunum,“ segir Jóhannes Geir sem var við vegagerð í Grafningnum. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu en segir hana ekki aðhafast neitt í málinu. Þegar Vísir reyndi að hringja í lögregluna á Suðurlandi vildi ekki betur til en þar var bókstaflega enginn til að svara símhringingum.Hér er jarðýtan en þaðan var stolið verðmætum GPS diskum sem mæla til dæmis hæðarpunkta svo hafa megi vegi beina og slétta.„Þetta stoppar verk sem kostar fleiri fleiri milljónir fyrir þjóðina,“ segir Jóhannes Geir gramur og vandar hvorki lögreglu né tryggingarfélaginu kveðjurnar. Segir alveg sama hvernig tryggingar eru keyptar, tryggingarfélagið neitir allra bragða til að koma sér hjá því að greiða skaðann. Koparvír stolið úr þremur krönum Jóhannes Geir segist hafa heyrt af því að fleiri GPS diskum hafi verið stolið frá verktakafyrirtækjum í höfuðborginni. Hann er sannfærður um að um skipulagða glæpi sé að ræða og diskunum verðmætu sé komið úr landi; enginn verktaki á Íslandi er líklegur til að kaupa þýfi af þessu tagi. Vísir sendi spurningu til eins stórs verktaka, Ístaks og spurði hvort það hafi borið á þjófnuðum af þessu tagi hjá þeim. Að sögn Karls Andreassen framkvæmdastjóra hefur ekki komið til þess, enn sem komið er. En, hann tekur undir með Jóhannesi Geir: „Það er ýmislegt sem bendir til að erlendir aðilar komi hingað af og til og geri út á svona stuldi. Við höfum lent í að allur kobarvír úr 3 krönum hjá okkur var klipptur í burtu á geymslusvæði. Kranarnir voru lítils virði eftir þann stuld.“
Lögreglumál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira