Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2019 18:53 Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. Viðbragðsáætlun vegna mögulegra skógarelda hefur verið virkjuð í fyrsta sinn í Skorradal. Það er gert sökum þess að óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna eldhættu eftir langvarandi þurrka á svæðinu. „Við í sumarbústaðafélögunum í Skorradal höfum verið með töluverðar áhyggjur af þessu. Yfirvöld vita alveg af því að svæðið er varhugavert í þessum aðstæðum. En við höfum ekki orðið vör við neina viðbragðsaðila taka út stöðuna. Hvar hættan sé mest og hvort það þyrfti mögulega að gera einhverjar ráðstafanir," segir Ólafur Tryggvason, varaformaður sumarbústaðarfélags í Skorradal. Líkt og víða annars staðar hefur ekki rignt dropa í Skorradal í langan tíma. Þar er hættan talin sérlega mikil þar sem gróðurinn er afar þéttur og skraufþurr. Sina liggur meðal annars yfir nýsprottnu grasinu. Veðurstofan spáir áframhaldandi hlýindum og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist í bráð. Varaslökkvistjóri í Borgarbyggð bendir á að talið sé að Mýraeldar, stærsti sinubruni Íslandssögunnar hafi kviknað út frá sígarettu. Afar lítið þurfi til að illa fari. „Það ætti náttúrulega að vera stranglega bannað, eins og staðan er núna, að kveikja elda, vera með einnota kolagrill eða vera með óvarinn eld," segir Þórður Sigurðsson, varaslökkvistjóri í Borgarbyggð.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi.Í ljósi þess að óvissuástandsins hefur bakvakt slökkviliðs verið komið á og til stendur að halda slökkviliðsæfingu í Skorradal á föstudagskvöld. Hann segir þó ljóst stærstu slökkibílarnir komist víða ekki að á svæðinu. „Sveitarfélagið Borgarbyggð sem við erum undir, við erum ekki með skipulagsvald í Skorradal, það er Skorradalshreppur sjálfur sem sér um það. Ég myndi nú kannski hafa þetta öðruvísi," segir Þórður. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tekur undir það. „Flóttaleiðir eru ótryggar, burðarþol vega er ófullnægjandi, snúningssvæði fyrir slökkvilið er ekki til staðar og vatnsöflun er ófullnægjandi," segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri. Hann segir hættuna hafa verið viðvarandi í áratugi. „Ég tala sem lögreglustjóri og fyrir hönd almannavarnarnefndar Vesturlands þegar ég segi að úrbóta sé þörf. Það dugar ekki bara að tala um hlutina. Þarna geta fleiri þúsund manns verið og hættan er augljós," segir hann. Hann telur að hreppurinn hafi ekki burði til að ráðast í viðeigandi úrbætur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvort þeir ráði við það sem þarf að gera. Þetta er ákall til stjórnvalda um að bregðast við," segir Úlfar. Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk í neyslu úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. Viðbragðsáætlun vegna mögulegra skógarelda hefur verið virkjuð í fyrsta sinn í Skorradal. Það er gert sökum þess að óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna eldhættu eftir langvarandi þurrka á svæðinu. „Við í sumarbústaðafélögunum í Skorradal höfum verið með töluverðar áhyggjur af þessu. Yfirvöld vita alveg af því að svæðið er varhugavert í þessum aðstæðum. En við höfum ekki orðið vör við neina viðbragðsaðila taka út stöðuna. Hvar hættan sé mest og hvort það þyrfti mögulega að gera einhverjar ráðstafanir," segir Ólafur Tryggvason, varaformaður sumarbústaðarfélags í Skorradal. Líkt og víða annars staðar hefur ekki rignt dropa í Skorradal í langan tíma. Þar er hættan talin sérlega mikil þar sem gróðurinn er afar þéttur og skraufþurr. Sina liggur meðal annars yfir nýsprottnu grasinu. Veðurstofan spáir áframhaldandi hlýindum og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist í bráð. Varaslökkvistjóri í Borgarbyggð bendir á að talið sé að Mýraeldar, stærsti sinubruni Íslandssögunnar hafi kviknað út frá sígarettu. Afar lítið þurfi til að illa fari. „Það ætti náttúrulega að vera stranglega bannað, eins og staðan er núna, að kveikja elda, vera með einnota kolagrill eða vera með óvarinn eld," segir Þórður Sigurðsson, varaslökkvistjóri í Borgarbyggð.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi.Í ljósi þess að óvissuástandsins hefur bakvakt slökkviliðs verið komið á og til stendur að halda slökkviliðsæfingu í Skorradal á föstudagskvöld. Hann segir þó ljóst stærstu slökkibílarnir komist víða ekki að á svæðinu. „Sveitarfélagið Borgarbyggð sem við erum undir, við erum ekki með skipulagsvald í Skorradal, það er Skorradalshreppur sjálfur sem sér um það. Ég myndi nú kannski hafa þetta öðruvísi," segir Þórður. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tekur undir það. „Flóttaleiðir eru ótryggar, burðarþol vega er ófullnægjandi, snúningssvæði fyrir slökkvilið er ekki til staðar og vatnsöflun er ófullnægjandi," segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri. Hann segir hættuna hafa verið viðvarandi í áratugi. „Ég tala sem lögreglustjóri og fyrir hönd almannavarnarnefndar Vesturlands þegar ég segi að úrbóta sé þörf. Það dugar ekki bara að tala um hlutina. Þarna geta fleiri þúsund manns verið og hættan er augljós," segir hann. Hann telur að hreppurinn hafi ekki burði til að ráðast í viðeigandi úrbætur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvort þeir ráði við það sem þarf að gera. Þetta er ákall til stjórnvalda um að bregðast við," segir Úlfar.
Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk í neyslu úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira