Logi ósáttur við frammistöðuna í Grikklandi: „Hryllingur að horfa á þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2019 22:15 Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk gegn Grikkjum. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta var stálheppið að fá stig gegn Grikklandi á útivelli í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland var 26-28 undir þegar lokamínútan gekk í garð en bjargaði stigi með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Lokatölur 28-28. Íslenska liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-15, en frammistaða þess í seinni hálfleik var afar slök. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Logi Geirsson lét gamminn geysa á RÚV eftir leikinn í dag. „Manni er bara nóg boðið. Þetta var bara of mikið af rugli. Þetta er ekki boðleg frammistaða. Hver er andlegur styrkur liðsins í þessari stöðu? Ég veit við erum með marga leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref en stýringin á liðinu og allt var hreinasta hörmung,“ sagði Logi. „Vörnin virkaði ekki. Við vorum ekki með neina ferska fætur. Janus Daði [Smárason] sem var mikilvægasti leikmaður þegar Álaborg varð danskur meistari um síðustu helgi spilaði ekkert. Hann er ótrúlega sterkur á fótunum og hefði tætt þessa gæja í sig. Það var svo margt sem var að. Þetta var hörmuleg frammistaða.“ Logi sagði að úrræðaleysi íslenska liðsins í leiknum í dag hafi verið algjört. „Það var ekkert plan B. Það var bara plan A. Það var hryllingur að horfa á þetta. Aron [Pálmarsson] hefði mátt vera miklu betri. Ég hefði viljað fá miklu meira frá honum þótt hann hafi aðeins vaknað undir lokin. Vörnin var léleg, við náðum engum hraðaupphlaupum og engri seinni bylgju. Þetta var rosalega vont. Þetta er ekkert firmamót í Sandgerði. Þetta er landsliðið,“ sagði Logi. Ísland mætir Tyrklandi í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppninnar á sunnudaginn. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Grikkland - Ísland 28-28 | Björguðu jafntefli gegn Grikkjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði jafntefli við Grikki ytra í undankeppni EM 2020. Ísland mun nú leika úrslitaleik um beint sæti á EM gegn Tyrkjum á sunnudag. 12. júní 2019 18:45 Lettar komnir á EM í fyrsta sinn Fimm lið tryggðu sér sæti á EM 2020 í handbolta karla í dag. 12. júní 2019 19:45 Norður-Makedónía komin á EM eftir nauman sigur í Tyrklandi Kiril Lazarov og félagar eru komnir á EM 2020 í handbolta. 12. júní 2019 17:50 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta var stálheppið að fá stig gegn Grikklandi á útivelli í undankeppni EM 2020 í dag. Ísland var 26-28 undir þegar lokamínútan gekk í garð en bjargaði stigi með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Lokatölur 28-28. Íslenska liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-15, en frammistaða þess í seinni hálfleik var afar slök. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Logi Geirsson lét gamminn geysa á RÚV eftir leikinn í dag. „Manni er bara nóg boðið. Þetta var bara of mikið af rugli. Þetta er ekki boðleg frammistaða. Hver er andlegur styrkur liðsins í þessari stöðu? Ég veit við erum með marga leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref en stýringin á liðinu og allt var hreinasta hörmung,“ sagði Logi. „Vörnin virkaði ekki. Við vorum ekki með neina ferska fætur. Janus Daði [Smárason] sem var mikilvægasti leikmaður þegar Álaborg varð danskur meistari um síðustu helgi spilaði ekkert. Hann er ótrúlega sterkur á fótunum og hefði tætt þessa gæja í sig. Það var svo margt sem var að. Þetta var hörmuleg frammistaða.“ Logi sagði að úrræðaleysi íslenska liðsins í leiknum í dag hafi verið algjört. „Það var ekkert plan B. Það var bara plan A. Það var hryllingur að horfa á þetta. Aron [Pálmarsson] hefði mátt vera miklu betri. Ég hefði viljað fá miklu meira frá honum þótt hann hafi aðeins vaknað undir lokin. Vörnin var léleg, við náðum engum hraðaupphlaupum og engri seinni bylgju. Þetta var rosalega vont. Þetta er ekkert firmamót í Sandgerði. Þetta er landsliðið,“ sagði Logi. Ísland mætir Tyrklandi í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppninnar á sunnudaginn.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Grikkland - Ísland 28-28 | Björguðu jafntefli gegn Grikkjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði jafntefli við Grikki ytra í undankeppni EM 2020. Ísland mun nú leika úrslitaleik um beint sæti á EM gegn Tyrkjum á sunnudag. 12. júní 2019 18:45 Lettar komnir á EM í fyrsta sinn Fimm lið tryggðu sér sæti á EM 2020 í handbolta karla í dag. 12. júní 2019 19:45 Norður-Makedónía komin á EM eftir nauman sigur í Tyrklandi Kiril Lazarov og félagar eru komnir á EM 2020 í handbolta. 12. júní 2019 17:50 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Sjá meira
Umfjöllun: Grikkland - Ísland 28-28 | Björguðu jafntefli gegn Grikkjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði jafntefli við Grikki ytra í undankeppni EM 2020. Ísland mun nú leika úrslitaleik um beint sæti á EM gegn Tyrkjum á sunnudag. 12. júní 2019 18:45
Lettar komnir á EM í fyrsta sinn Fimm lið tryggðu sér sæti á EM 2020 í handbolta karla í dag. 12. júní 2019 19:45
Norður-Makedónía komin á EM eftir nauman sigur í Tyrklandi Kiril Lazarov og félagar eru komnir á EM 2020 í handbolta. 12. júní 2019 17:50
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti