Umboðsmaðurinn umdeildi, Mino Raiola, má byrja að vinna aftur en hann þarf að vinna hratt því hann gæti farið aftur í bann frá fótboltanum í byrjun næsta mánaðar.
Ítalska knattspyrnusambandi var fyrst til þess að setja Raiola í bann en í síðasta mánuði var hann dæmdur í alheimsbann frá afskiptum af fótbolta af aganefnd FIFA. Bannið var til þriggja mánaða.
Þeirri ákvörðun skaut Raiola til íþróttadómstólsins í Sviss, CAS, sem hefur úrskurðað að hann megi vinna alls staðar nema á Ítalíu á meðan mál hans er tekið fyrir. Niðurstaða í hans máli mun svo liggja fyrir í byrjun júlí og þá skýrist hvort hann fari aftur í bann.
Raiola er þekktasti umboðsmaður heims enda verið með margar stórstjörnur á sínum snærum í gegnum árin. Hann er til að mynda umboðsmaður Paul Pogba, Zlatan Ibrahimovic og Matthijs de Ligt.
Banni umdeilda umboðsmannsins aflétt

Tengdar fréttir

Umboðsmaður Pogba í þriggja mánaða bann
Mino Raiola var settur í skammarkrókinn af ítalska knattspyrnusambandinu.