Mino Raiola, umboðsmaðurinn umdeildi, segir að það sé ekki rétt að umbjóðandi hans, Matthijs de Ligt, sé búinn að semja við frönsku meistarana í PSG.
De Ligt er ein heitasta varan á leikmannamarkaðnum í sumar en talið er að Juventus, Manchester United, Liverpool, PSG og Barcelona séu á meðal þeirra liða sem berjist um hann.
Franskir miðlar greindu frá því í gær að De Ligt væri nærri því að ganga í raðir PSG en einn blaðamaðurinn birti mynd af sér og Raiola.
Umboðsmaðurinn Raiola, sem er eftir allt saman ekki á leið í bann, segir að þessar sögusagnir séu algjör þvæla.
„Þetta er klassískt dæmi um falsfréttir,“ sagði Mino í samtali við ANSA miðilinn. „Franski blaðamaðurinn bað mig um mynd en ég vissi ekki hver hann var. Ég hef aldrei talað við hann.“
Bull að PSG hafi unnið baráttuna um De Ligt
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn