Veik fyrir hvítum klæðum Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2019 16:15 Jenný Sulollari er heilluð af kvenlegum fatnaði og klæðist hér ljósbleikum samfestingi með hvíta slá yfir axlirnar frá Comma Fréttablaðið/Ernir Jenný Sulollari er 25 ára nemi í viðskiptafræði við HÍ. Hún elskar útiveru og fjallgöngur og hefur yndi af því að fara í jóga. Með fram náminu starfar Jenný hjá JCC sem er bakvinnslufyrirtæki fyrir fjármálafyrirtækin.Ertu áhugasöm um tískuna? Já, ég spái alveg mikið í tískuna. Ég fylgist gjarnan með því sem er að gerast í tískuheiminum og hvaða tískubylgjur og trend eru í gangi.Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Hann er frekar klassískur og þægilegur. Ég elska að vera í fallegum kjólum og á gott kjólasafn en það getur orðið svolítið strembið að vera í þeim á Íslandi þar sem veðrið leyfir það sjaldnast.Jenný á stórt kjólasafn en segir íslenskt veðurfar ekki bjóða upp á marga kjóladaga. Hún er sumarið holdi klætt í þessum blómlega kjól sem hún keypti í BandaríkjunumFréttablaðið/ErnirHver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Ég er sjúk í hvítan fatnað og á það til að kaupa margar sambærilegar hvítar flíkur.Notar þú fylgihluti og skart? Nei, ég nota lítið af fylgihlutum en á mér uppáhaldshálsmen sem ég nota oft. Það er vatnsberamerkið sem lýsir mér vel og er mér kær gjöf frá kærastanum.Hvar kaupir þú fötin þín? Ég kaupi flest mín föt í Comma í Smáralind og svo á ég það til að versla á netinu. Nýjasta flíkin sem ég keypti er ljósbleikur og sumarlegur samfestingur frá Comma og hvít slá sem er í algjöru uppáhaldi.Hver er tískufyrirmyndin? Ég á enga sérstaka tískufyrirmynd en mér þykir mjög skemmtilegt að sjá fólk sem líður vel í því sem það klæðist og ber það vel. Hvað viltu að stíllinn segi um þig? Að ég sé snyrtileg, kvenleg og fáguð.Í hvað ferðu þegar þú vilt stela senunni? Eitthvað sem mér líður vel í og helst í ljósum litum.Hver er uppáhaldsflíkin í skápnum? Sumarlegur kjóll með doppum sem ég keypti fyrir tveimur árum í Comma.Hver gaf þér besta ráðið þegar kemur að tísku? Besta tískuráðið fékk ég frá ömmu minni og það er að vera samkvæm sjálfri mér og klæða mig eftir því sem mér líður best í.Hér nýtur Jenný sumarsins í litríkum buxum og jakka úr Comma.Fréttablaðið/ErnirHvað er það dýrasta sem þú hefur nokkru sinni keypt þér á kroppinn? Það dýrasta sem ég hef keypt mér er ljósbleikur síðkjóll sem ég var í þegar ég keppti í Miss Universe Iceland árið 2017.Hvað er fram undan hjá þér í sumar? Að njóta íslenska sumarsins og náttúrunnar. Í því felst undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþon, fjallgöngur, útivera og útilegur og svo er ég að reyna fá kærastann minn sem er golfkennari til að kenna mér meira í golfi. Það er einnig í kortunum að fara til Ítalíu í sumarlok. Þá mundi ég byrja í Mílanó og enda á Amalfi en þaðan er stutt yfir á heimaslóðir til að heimsækja ömmu mína sem býr í Albaníu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Jenný Sulollari er 25 ára nemi í viðskiptafræði við HÍ. Hún elskar útiveru og fjallgöngur og hefur yndi af því að fara í jóga. Með fram náminu starfar Jenný hjá JCC sem er bakvinnslufyrirtæki fyrir fjármálafyrirtækin.Ertu áhugasöm um tískuna? Já, ég spái alveg mikið í tískuna. Ég fylgist gjarnan með því sem er að gerast í tískuheiminum og hvaða tískubylgjur og trend eru í gangi.Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Hann er frekar klassískur og þægilegur. Ég elska að vera í fallegum kjólum og á gott kjólasafn en það getur orðið svolítið strembið að vera í þeim á Íslandi þar sem veðrið leyfir það sjaldnast.Jenný á stórt kjólasafn en segir íslenskt veðurfar ekki bjóða upp á marga kjóladaga. Hún er sumarið holdi klætt í þessum blómlega kjól sem hún keypti í BandaríkjunumFréttablaðið/ErnirHver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Ég er sjúk í hvítan fatnað og á það til að kaupa margar sambærilegar hvítar flíkur.Notar þú fylgihluti og skart? Nei, ég nota lítið af fylgihlutum en á mér uppáhaldshálsmen sem ég nota oft. Það er vatnsberamerkið sem lýsir mér vel og er mér kær gjöf frá kærastanum.Hvar kaupir þú fötin þín? Ég kaupi flest mín föt í Comma í Smáralind og svo á ég það til að versla á netinu. Nýjasta flíkin sem ég keypti er ljósbleikur og sumarlegur samfestingur frá Comma og hvít slá sem er í algjöru uppáhaldi.Hver er tískufyrirmyndin? Ég á enga sérstaka tískufyrirmynd en mér þykir mjög skemmtilegt að sjá fólk sem líður vel í því sem það klæðist og ber það vel. Hvað viltu að stíllinn segi um þig? Að ég sé snyrtileg, kvenleg og fáguð.Í hvað ferðu þegar þú vilt stela senunni? Eitthvað sem mér líður vel í og helst í ljósum litum.Hver er uppáhaldsflíkin í skápnum? Sumarlegur kjóll með doppum sem ég keypti fyrir tveimur árum í Comma.Hver gaf þér besta ráðið þegar kemur að tísku? Besta tískuráðið fékk ég frá ömmu minni og það er að vera samkvæm sjálfri mér og klæða mig eftir því sem mér líður best í.Hér nýtur Jenný sumarsins í litríkum buxum og jakka úr Comma.Fréttablaðið/ErnirHvað er það dýrasta sem þú hefur nokkru sinni keypt þér á kroppinn? Það dýrasta sem ég hef keypt mér er ljósbleikur síðkjóll sem ég var í þegar ég keppti í Miss Universe Iceland árið 2017.Hvað er fram undan hjá þér í sumar? Að njóta íslenska sumarsins og náttúrunnar. Í því felst undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþon, fjallgöngur, útivera og útilegur og svo er ég að reyna fá kærastann minn sem er golfkennari til að kenna mér meira í golfi. Það er einnig í kortunum að fara til Ítalíu í sumarlok. Þá mundi ég byrja í Mílanó og enda á Amalfi en þaðan er stutt yfir á heimaslóðir til að heimsækja ömmu mína sem býr í Albaníu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira