„Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júní 2019 18:30 Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Önnur umræða um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórn veiða á makríl stendur nú yfir á Alþingi. Sú leið að miða úthlutun kvóta við veiðireynslu bestu tíu ára af síðustu ellefu felur í sér mikla skerðingu á veiðiheimildum lítilla útgerðarfyrirtækja, sem hófu makrílveiðar á síðustu sex til sjö árum. Mun þetta í reynd færa miklar heimildir frá minnstu og viðkvæmustu útgerðum landsins til stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Verði frumvarpið að lögum munu uppsjávarskip í eigu stærri útgerðarfyrirtækja fá 15 prósent meira af úthlutuðum makrílkvóta. Frystiskip missa tíu prósent af sínum kvóta, ísfisktogarar í eigu meðalstórra útgerðarfyrirtækja missa 40 prósent af kvótanum sínum og krókaskip í eigu lítilla útgerða missa 45 prósent. Eitt það umdeildasta í frumvarpinu eru breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar sem fela í sér að makrílkvóti skiptist í tvo flokka, A- og B-flokk. Í B-flokki verða línu- og handfærabátar og verður þeim óheimilt að framselja kvótann en öll önnur skip sem eru með makrílkvóta í A-flokki þurfa ekki að þola slíkar skerðingar á heimildum sínum. Þau fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna hafa ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarpið að lögum en þau telja miklum vafa undirorpið að frumvarpið, eins og það lítur út núna eftir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis, standist jafnræðisreglu stjórnarskrár. Í álitsgerð sem lögmaðurinn Jóhannes Bjarni Björnsson vann fyrir félagið segir að það sé „afar ósennilegt að það standist kröfur stjórnarskrár um jafnræði við úthlutun aflaheimilda í makríl, að tilteknir bátar eða útgerðir fá aflaheimildir sem séu takmarkaðri en aðrar aflaheimildir sem úthlutað er á sama tíma.“ „Það er alveg greinilegt að í þessu frumvarpi er verið að hygla stórútgerðinni og við sjáum okkur ekki fært að reka þessar útgerðir miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir. Við sjáum ekkert annað í stöðunni en að fara í mál við ríkið og útgerðirnar hafa nú þegar lagt félaginu til fjármagn til að undirbúa þessi málaferli,“ segir Ásmundur Skeggjason, talsmaður Félags makrílveiðimanna. Ásmundur segir að rekstrarforsendur þessara smábátaútgerða séu í reynd brostnar. „Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar og leyfa honum að ráðstafa því sem eftir er þangað sem hann vill.“ Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Önnur umræða um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórn veiða á makríl stendur nú yfir á Alþingi. Sú leið að miða úthlutun kvóta við veiðireynslu bestu tíu ára af síðustu ellefu felur í sér mikla skerðingu á veiðiheimildum lítilla útgerðarfyrirtækja, sem hófu makrílveiðar á síðustu sex til sjö árum. Mun þetta í reynd færa miklar heimildir frá minnstu og viðkvæmustu útgerðum landsins til stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Verði frumvarpið að lögum munu uppsjávarskip í eigu stærri útgerðarfyrirtækja fá 15 prósent meira af úthlutuðum makrílkvóta. Frystiskip missa tíu prósent af sínum kvóta, ísfisktogarar í eigu meðalstórra útgerðarfyrirtækja missa 40 prósent af kvótanum sínum og krókaskip í eigu lítilla útgerða missa 45 prósent. Eitt það umdeildasta í frumvarpinu eru breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar sem fela í sér að makrílkvóti skiptist í tvo flokka, A- og B-flokk. Í B-flokki verða línu- og handfærabátar og verður þeim óheimilt að framselja kvótann en öll önnur skip sem eru með makrílkvóta í A-flokki þurfa ekki að þola slíkar skerðingar á heimildum sínum. Þau fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna hafa ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarpið að lögum en þau telja miklum vafa undirorpið að frumvarpið, eins og það lítur út núna eftir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis, standist jafnræðisreglu stjórnarskrár. Í álitsgerð sem lögmaðurinn Jóhannes Bjarni Björnsson vann fyrir félagið segir að það sé „afar ósennilegt að það standist kröfur stjórnarskrár um jafnræði við úthlutun aflaheimilda í makríl, að tilteknir bátar eða útgerðir fá aflaheimildir sem séu takmarkaðri en aðrar aflaheimildir sem úthlutað er á sama tíma.“ „Það er alveg greinilegt að í þessu frumvarpi er verið að hygla stórútgerðinni og við sjáum okkur ekki fært að reka þessar útgerðir miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir. Við sjáum ekkert annað í stöðunni en að fara í mál við ríkið og útgerðirnar hafa nú þegar lagt félaginu til fjármagn til að undirbúa þessi málaferli,“ segir Ásmundur Skeggjason, talsmaður Félags makrílveiðimanna. Ásmundur segir að rekstrarforsendur þessara smábátaútgerða séu í reynd brostnar. „Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar og leyfa honum að ráðstafa því sem eftir er þangað sem hann vill.“
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira