Landinn er sólginn í ís í sól og veðurblíðunni Pálmi Kormákur skrifar 14. júní 2019 10:15 Katla, Anna Svava og Laufey njóta sín í veðurblíðunni. Fréttablaðið/Stefán Íssalar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að bein tenging sé milli góða veðursins sem landsmenn hafa fengið að njóta það sem af er sumri og aukinnar íssölu. Eigandi ísbúðarinnar Valdísar segir þriðjungi meira að gera nú en á sama tíma í fyrra. Eigandi Emmessíss segir áberandi söluaukningu á milli ára; um sé að ræða 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og í ísbúðum. Anna Svava Knútsdóttir, uppistandari og annar eigandi Valdísar, bindur vonir við að sólin láti áfram sjá sig í sumar. „Það er þriðjungi meira að gera en á sama tíma á síðasta ári. Reksturinn er bara þannig að sólin segir til um söluna, manneskjan sem sér um vaktaplönin kíkir á veðurspána fyrir vakt og fær starfsfólk til vinnu miðað við hversu góð spáin er. Þar af leiðandi er fólk sem er venjulega í hlutastarfi hjá okkur næstum búið að vera í fullri vinnu upp á síðkastið sökum veðurs.“ Anna hefur litlar áhyggjur af ísáti og áhrif þess á holdafar fólks. Hún vitnar í þá þekktu staðreynd að maðurinn hafi tvo maga, einn fyrir ís og annan fyrir mat. „Að öllu gríni slepptu vil ég meina að ísinn hvetji fólk til útivistar og hreyfingar í veðurblíðunni og að það vegi upp á móti hvaða lýðheilsuáhyggjum sem menn kynnu að hafa.“ Katla Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar, segir að þó mikið sé að gera um þessar mundir sé samt ótrúlegt hvað ís selst vel í vondu veðri líka. „Fólk kaupir sér ís á veturna og borðar hann í bílnum eða heima hjá sér. Við erum örugglega frábrugðin öðrum þjóðum hvað þetta varðar, maður fer ekki og fær sér ís í Kaupmannahöfn ef það er ekki sól.“ Pálmi Jónsson, eigandi Emmessíss, undirstrikar mikilvægi sólarinnar og bendir einnig á aukna sölu ár frá ári. „Það er búið að ganga bara rosalega vel, það er augljóslega bein tenging milli veðurs og íssölu, það er áberandi söluaukning á milli ára og við erum að horfa á 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og ísbúðum. Það er augljóst að ís kemur öllum í gott skap.“ Neytendur Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Fleiri fréttir Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Sjá meira
Íssalar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að bein tenging sé milli góða veðursins sem landsmenn hafa fengið að njóta það sem af er sumri og aukinnar íssölu. Eigandi ísbúðarinnar Valdísar segir þriðjungi meira að gera nú en á sama tíma í fyrra. Eigandi Emmessíss segir áberandi söluaukningu á milli ára; um sé að ræða 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og í ísbúðum. Anna Svava Knútsdóttir, uppistandari og annar eigandi Valdísar, bindur vonir við að sólin láti áfram sjá sig í sumar. „Það er þriðjungi meira að gera en á sama tíma á síðasta ári. Reksturinn er bara þannig að sólin segir til um söluna, manneskjan sem sér um vaktaplönin kíkir á veðurspána fyrir vakt og fær starfsfólk til vinnu miðað við hversu góð spáin er. Þar af leiðandi er fólk sem er venjulega í hlutastarfi hjá okkur næstum búið að vera í fullri vinnu upp á síðkastið sökum veðurs.“ Anna hefur litlar áhyggjur af ísáti og áhrif þess á holdafar fólks. Hún vitnar í þá þekktu staðreynd að maðurinn hafi tvo maga, einn fyrir ís og annan fyrir mat. „Að öllu gríni slepptu vil ég meina að ísinn hvetji fólk til útivistar og hreyfingar í veðurblíðunni og að það vegi upp á móti hvaða lýðheilsuáhyggjum sem menn kynnu að hafa.“ Katla Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar, segir að þó mikið sé að gera um þessar mundir sé samt ótrúlegt hvað ís selst vel í vondu veðri líka. „Fólk kaupir sér ís á veturna og borðar hann í bílnum eða heima hjá sér. Við erum örugglega frábrugðin öðrum þjóðum hvað þetta varðar, maður fer ekki og fær sér ís í Kaupmannahöfn ef það er ekki sól.“ Pálmi Jónsson, eigandi Emmessíss, undirstrikar mikilvægi sólarinnar og bendir einnig á aukna sölu ár frá ári. „Það er búið að ganga bara rosalega vel, það er augljóslega bein tenging milli veðurs og íssölu, það er áberandi söluaukning á milli ára og við erum að horfa á 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og ísbúðum. Það er augljóst að ís kemur öllum í gott skap.“
Neytendur Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Fleiri fréttir Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Sjá meira