Björn Leví bíður svars við fjölda fyrirspurna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. júní 2019 06:45 Fjöldi þingmanna bíður enn svara við fyrirspurnum nú þegar þingi fer að ljúka. Fréttablaðið/Anton Brink Á annað hundrað fyrirspurnum alþingismanna til ráðherra er enn ósvarað nú þegar þingið er á lokametrunum. Fyrirspurnum sem beint er til ráðherra með beiðni um skriflegt svar ber að svara innan tíu virkra daga. Margar fyrirspurnanna sem enn er ósvarað eru frá fyrstu vikum ársins og nokkrar frá því fyrir áramót. Fyrirspurnir sem ekki hefur verið svarað falla niður við þinglok og þingmenn þurfa að leggja þær aftur fram í upphafi nýs þings vilji þeir enn fá svör við spurningum sínum. Fyrirspurnaþunginn er mjög mismikill eftir ráðuneytum. Fjármála- og efnahagsráðherra á flestum fyrirspurnum enn ósvarað, alls 29. Sú elsta er frá því í september á síðasta ári frá Óla Birni Kárasyni um breytingar á sköttum og gjöldum. Tuttugu fyrirspurnir bíða menntamálaráðherra. Tvær eru frá því í fyrra. Sú eldri einnig frá Óla Birni Kárasyni um ríkisútvarpið og þjónustusamninga. Hún var lögð fram í september. Hjá dómsmálaráðherra bíða 19 fyrirspurnir svara. Þær elstu frá því í mars. Meðal þeirra er fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs og fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt. Fjórtán fyrirspurnir liggja ósvaraðar hjá heilbrigðisráðherra. Þar eru hins vegar ekki eins gamlar syndir og víða annars staðar. Elstu fyrirspurnirnar eru dagsettar í apríl. Elstu fyrirspurnirnar sem bíða á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru frá því í mars á þessu ári. Þær eru frá Ingu Sæland og varða allar fiskeldi; um rekstrarleyfi, sjókvíaeldi og laxalús. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Stjórnsýsla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Á annað hundrað fyrirspurnum alþingismanna til ráðherra er enn ósvarað nú þegar þingið er á lokametrunum. Fyrirspurnum sem beint er til ráðherra með beiðni um skriflegt svar ber að svara innan tíu virkra daga. Margar fyrirspurnanna sem enn er ósvarað eru frá fyrstu vikum ársins og nokkrar frá því fyrir áramót. Fyrirspurnir sem ekki hefur verið svarað falla niður við þinglok og þingmenn þurfa að leggja þær aftur fram í upphafi nýs þings vilji þeir enn fá svör við spurningum sínum. Fyrirspurnaþunginn er mjög mismikill eftir ráðuneytum. Fjármála- og efnahagsráðherra á flestum fyrirspurnum enn ósvarað, alls 29. Sú elsta er frá því í september á síðasta ári frá Óla Birni Kárasyni um breytingar á sköttum og gjöldum. Tuttugu fyrirspurnir bíða menntamálaráðherra. Tvær eru frá því í fyrra. Sú eldri einnig frá Óla Birni Kárasyni um ríkisútvarpið og þjónustusamninga. Hún var lögð fram í september. Hjá dómsmálaráðherra bíða 19 fyrirspurnir svara. Þær elstu frá því í mars. Meðal þeirra er fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs og fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt. Fjórtán fyrirspurnir liggja ósvaraðar hjá heilbrigðisráðherra. Þar eru hins vegar ekki eins gamlar syndir og víða annars staðar. Elstu fyrirspurnirnar eru dagsettar í apríl. Elstu fyrirspurnirnar sem bíða á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru frá því í mars á þessu ári. Þær eru frá Ingu Sæland og varða allar fiskeldi; um rekstrarleyfi, sjókvíaeldi og laxalús.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Stjórnsýsla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira