Bubbi mun rifja upp plöturnar Ari Brynjólfsson skrifar 14. júní 2019 06:30 Bubbi Morthens er einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Nýr hlaðvarpsþáttur í umsjón tónlistarmannsins Bubba Morthens hefur göngu sína á Hlaðvarpi Fréttablaðsins um miðja næstu viku. Í þáttunum, sem verða aðgengilegir á frettabladid.is, mun Bubbi rekja tilurð eigin platna. Í fyrsta þættinum rifjar hann upp gerð Ísbjarnarblúss, fyrstu breiðskífu sinnar, sem kom út árið 1980. Gestir þáttarins verða Sigurður Árnason, upptökumaður plötunnar, og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. „Ég mun tala um hvernig upptökurnar komu mér fyrir sjónir, hverjir voru að spila og svona. Svo kalla ég inn gesti sem hafa kannski ekki verið í kastljósinu áður,“ segir Bubbi. Það er af nógu að segja frá um gerð plötunnar. Hún var tekin upp í Tóntækni, þar sem Sigurður réð ríkjum. Í sama húsi var prentsmiðja. „Við þurftum að taka mikið upp á nóttunni, þá voru vélarnar ekki í gangi. Svo var gríðarlega mikið í grænum pokum,“ segir Bubbi og hlær. „Það hverfðist allt með og þannig var Ísbjarnarblús tekinn upp í einum stórum rykk.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nýr hlaðvarpsþáttur í umsjón tónlistarmannsins Bubba Morthens hefur göngu sína á Hlaðvarpi Fréttablaðsins um miðja næstu viku. Í þáttunum, sem verða aðgengilegir á frettabladid.is, mun Bubbi rekja tilurð eigin platna. Í fyrsta þættinum rifjar hann upp gerð Ísbjarnarblúss, fyrstu breiðskífu sinnar, sem kom út árið 1980. Gestir þáttarins verða Sigurður Árnason, upptökumaður plötunnar, og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. „Ég mun tala um hvernig upptökurnar komu mér fyrir sjónir, hverjir voru að spila og svona. Svo kalla ég inn gesti sem hafa kannski ekki verið í kastljósinu áður,“ segir Bubbi. Það er af nógu að segja frá um gerð plötunnar. Hún var tekin upp í Tóntækni, þar sem Sigurður réð ríkjum. Í sama húsi var prentsmiðja. „Við þurftum að taka mikið upp á nóttunni, þá voru vélarnar ekki í gangi. Svo var gríðarlega mikið í grænum pokum,“ segir Bubbi og hlær. „Það hverfðist allt með og þannig var Ísbjarnarblús tekinn upp í einum stórum rykk.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira