Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2019 10:53 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Alþingishúsinu í morgun. vísir/vilhelm Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. Þingflokkurinn gerði athugasemdir við orðalag í samkomulaginu, eða því sem einnig hefur verið kallað drög að samkomulagi samkvæmt heimildum Vísis, og vildi gera breytingar þannig að samkomulagið yrði skýrara og fastar neglt niður. Þar sem ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi við Miðflokkinn er því allt óljóst með þinglok. Í gær sömdu ríkisstjórnarflokkarnir og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sín á milli um hvernig ljúka skal þingi og átti að semja við Miðflokkinn sérstaklega. Síðdegis í gær var greint frá því að það samkomulag myndi fela í sér síðsumarþing þar sem orkupakkinn yrði ræddur sérstaklega. Þá átti einnig að semja um frumvarp sem snýr að innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess síðan að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá. Samkomulagið sem náðist í gærkvöldi sneri þó ekki í neinu leyti að því heldur að þriðja orkupakkanum og hráa kjötinu samkvæmt heimildum Vísis. Engu að síður hafa nýjar kröfur Miðflokksins í samningaviðræðum um þinglok gert það að verkum að vantraust ríkir í garð flokksins í röðum Sjálfstæðismanna og að þeir muni standa við samkomulag ef og þegar það liggur fyrir. Fundur hófst á Alþingi núna klukkan 10:30 og var þá frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð tekið af dagskrá í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarinnar við Pírata, Viðreisn, Samfylkinguna og Flokk fólksins. Þá funduðu þingflokksformenn klukkan 10:15 þar sem farið var yfir dagskrá þingfundar. Fastlega má búast við því að reynt verði aftur að semja um þinglok í dag en með samningum við stjórnarandstöðuna í gær, í sitthvoru lagi, var stefnt að því að ljúka þingi á morgun. Það verður að teljast ólíklegt eftir atburði gærkvöldsins.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. Þingflokkurinn gerði athugasemdir við orðalag í samkomulaginu, eða því sem einnig hefur verið kallað drög að samkomulagi samkvæmt heimildum Vísis, og vildi gera breytingar þannig að samkomulagið yrði skýrara og fastar neglt niður. Þar sem ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi við Miðflokkinn er því allt óljóst með þinglok. Í gær sömdu ríkisstjórnarflokkarnir og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sín á milli um hvernig ljúka skal þingi og átti að semja við Miðflokkinn sérstaklega. Síðdegis í gær var greint frá því að það samkomulag myndi fela í sér síðsumarþing þar sem orkupakkinn yrði ræddur sérstaklega. Þá átti einnig að semja um frumvarp sem snýr að innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess síðan að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá. Samkomulagið sem náðist í gærkvöldi sneri þó ekki í neinu leyti að því heldur að þriðja orkupakkanum og hráa kjötinu samkvæmt heimildum Vísis. Engu að síður hafa nýjar kröfur Miðflokksins í samningaviðræðum um þinglok gert það að verkum að vantraust ríkir í garð flokksins í röðum Sjálfstæðismanna og að þeir muni standa við samkomulag ef og þegar það liggur fyrir. Fundur hófst á Alþingi núna klukkan 10:30 og var þá frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð tekið af dagskrá í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarinnar við Pírata, Viðreisn, Samfylkinguna og Flokk fólksins. Þá funduðu þingflokksformenn klukkan 10:15 þar sem farið var yfir dagskrá þingfundar. Fastlega má búast við því að reynt verði aftur að semja um þinglok í dag en með samningum við stjórnarandstöðuna í gær, í sitthvoru lagi, var stefnt að því að ljúka þingi á morgun. Það verður að teljast ólíklegt eftir atburði gærkvöldsins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38
Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01
Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14