Ekki samið um þinglok í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2019 16:03 Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir á Alþingi en myndin er tekin á fundi í morgun þegar einnig var verið að greiða atkvæði. vísir/vilhelm Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. Þingfundi mun svo verða frestað fram yfir helgi. Allt stefndi í að samið yrði um þinglok í gær en samningaviðræðurnar sigldu í strand þegar Sjálfstæðismenn höfnuðu drögum að samkomulagi við Miðflokkinn. Ástæðan er vantraust Sjálfstæðismanna í garð Miðflokksins sem treysta því ekki að flokkurinn muni standa við samkomulag ef og þegar af því verður. Samkvæmt drögunum sem lágu fyrir í gær átti að fresta umræðum um þriðja orkupakkann til síðsumars og átti þá taka nokkra daga í málið. Kveðið var á um skipun fimm manna sérfræðingahóps í tengslum við afgreiðslu á þriðja orkupakkanum. Samkvæmt heimildum Vísis þótti Sjálfstæðismönnum ýmislegt of óljóst varðandi skipun hópsins, til dæmis það hvernig skipa ætti í hann, hvað viðfangsefni hans ætti að vera og hvað gera ætti við niðurstöðurnar. Vildi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins skýra betur orðalag í samkomulaginu og negla fastar niður það sem verið væri að semja um. Óformleg samtöl hafa verið í dag um hvernig ljúka megi þingi en þær engum árangri skilað. Þingi mun því ekki ljúka á morgun eins og stefnt hafði verið að í gær heldur mun þingið halda áfram fram í næstu viku. Alþingi Tengdar fréttir Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. Þingfundi mun svo verða frestað fram yfir helgi. Allt stefndi í að samið yrði um þinglok í gær en samningaviðræðurnar sigldu í strand þegar Sjálfstæðismenn höfnuðu drögum að samkomulagi við Miðflokkinn. Ástæðan er vantraust Sjálfstæðismanna í garð Miðflokksins sem treysta því ekki að flokkurinn muni standa við samkomulag ef og þegar af því verður. Samkvæmt drögunum sem lágu fyrir í gær átti að fresta umræðum um þriðja orkupakkann til síðsumars og átti þá taka nokkra daga í málið. Kveðið var á um skipun fimm manna sérfræðingahóps í tengslum við afgreiðslu á þriðja orkupakkanum. Samkvæmt heimildum Vísis þótti Sjálfstæðismönnum ýmislegt of óljóst varðandi skipun hópsins, til dæmis það hvernig skipa ætti í hann, hvað viðfangsefni hans ætti að vera og hvað gera ætti við niðurstöðurnar. Vildi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins skýra betur orðalag í samkomulaginu og negla fastar niður það sem verið væri að semja um. Óformleg samtöl hafa verið í dag um hvernig ljúka megi þingi en þær engum árangri skilað. Þingi mun því ekki ljúka á morgun eins og stefnt hafði verið að í gær heldur mun þingið halda áfram fram í næstu viku.
Alþingi Tengdar fréttir Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53
„Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04