Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Sighvatur Jónsson skrifar 14. júní 2019 18:30 Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. Eftir mikla þurrkatíð er hætta talin á gróðureldum í sumarhúsabyggðum á Vesturlandi. Brýnt er fyrir fólki að vara varlega með eld. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Ekki er útlit fyrir úrkomu á svæðinu næstu daga. Síðast rigndi þar í byrjun maí. Bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Það kom sér vel í dag þegar eldur kviknaði við svínabú á Hýrumel í Borgarfirði. Slökkviliðsmenn slökktu eldinn fljótt sem talinn er hafa kviknað í rafmagnstöflu.Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld viðbrögð vegna gróðurelda. Æfingin hefst klukkan 19.30 og nær hámarki í Skorradal um klukkustund síðar. Meðal annars verður prófað hvernig gengur að komast að vatni. Slökkvibíll komst ekki að sumarbústað í Skorradal sem kviknaði í um miðjan apríl vegna þess hversu þröngur vegurinn að bústaðnum er.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2Þyrla ekki við æfinguna Þyrla Landhelgisgæslunnar verður ekki notuð við æfinguna í Skorradal í kvöld vegna annarra verkefna. En komi upp gróðureldur er hún til taks ásamt svokallaðri slökkviskjólu. „Þyrlan Líf er klár til þess að fara með búnaðinn ef á þarf að halda. En þetta er sennilega seinasta árið sem þessi búnaður verður í notkun því að hann er kominn til ára sinna og þarfnast endurnýjunar,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ásgrímur segir að endurnýja þurfi búnaðinn fyrir næsta vor. Áætlað er að ný skjóla kosti um níu milljónir króna. Búnaðinn er eingöngu hægt að nota með þyrlunni Líf. Krókar verða settir á tvær nýjar þyrlur, Eir og Gró, svo allar þyrlurnar nýtist til að slökkva gróðurelda. „Það er hægt að fá fullkomnari búnað þar sem er einhvers konar sogbarki og dæla þannig að það er hægt að dæla upp í fötuna í stað þess að dýfa henni í, sem getur reynst vel þegar vatnið sem er sótt er í hana er í grunnu vatni,“ segir Ásgrímur. Almannavarnir Borgarbyggð Landhelgisgæslan Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. Eftir mikla þurrkatíð er hætta talin á gróðureldum í sumarhúsabyggðum á Vesturlandi. Brýnt er fyrir fólki að vara varlega með eld. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Ekki er útlit fyrir úrkomu á svæðinu næstu daga. Síðast rigndi þar í byrjun maí. Bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Það kom sér vel í dag þegar eldur kviknaði við svínabú á Hýrumel í Borgarfirði. Slökkviliðsmenn slökktu eldinn fljótt sem talinn er hafa kviknað í rafmagnstöflu.Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld viðbrögð vegna gróðurelda. Æfingin hefst klukkan 19.30 og nær hámarki í Skorradal um klukkustund síðar. Meðal annars verður prófað hvernig gengur að komast að vatni. Slökkvibíll komst ekki að sumarbústað í Skorradal sem kviknaði í um miðjan apríl vegna þess hversu þröngur vegurinn að bústaðnum er.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2Þyrla ekki við æfinguna Þyrla Landhelgisgæslunnar verður ekki notuð við æfinguna í Skorradal í kvöld vegna annarra verkefna. En komi upp gróðureldur er hún til taks ásamt svokallaðri slökkviskjólu. „Þyrlan Líf er klár til þess að fara með búnaðinn ef á þarf að halda. En þetta er sennilega seinasta árið sem þessi búnaður verður í notkun því að hann er kominn til ára sinna og þarfnast endurnýjunar,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ásgrímur segir að endurnýja þurfi búnaðinn fyrir næsta vor. Áætlað er að ný skjóla kosti um níu milljónir króna. Búnaðinn er eingöngu hægt að nota með þyrlunni Líf. Krókar verða settir á tvær nýjar þyrlur, Eir og Gró, svo allar þyrlurnar nýtist til að slökkva gróðurelda. „Það er hægt að fá fullkomnari búnað þar sem er einhvers konar sogbarki og dæla þannig að það er hægt að dæla upp í fötuna í stað þess að dýfa henni í, sem getur reynst vel þegar vatnið sem er sótt er í hana er í grunnu vatni,“ segir Ásgrímur.
Almannavarnir Borgarbyggð Landhelgisgæslan Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent