Margir leituðu inn á nýja Ísbarinn í miðbænum í góða veðrinu Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 22:00 Hin kanadíska Christine Rae er framkvæmdastjóri staðarins. vísir/vilhelm „Það eru margir sem hafa leitað inn á Ísbarinn og kælt sig niður í góða veðrinu í dag,“ segir Christine Rae, framkvæmdastjóri Magic Ice Bar, svokallaðs „ísbars“ sem opnaði í húsnæði við Laugaveg fyrr í dag. Undirbúningur opnunarinnar hefur staðið í marga mánuði. Rae segir stemmninguna hafa verið góða í allan dag þar sem fjöldi fólks hafi heimsótt barinn sem er til húsa í kjallara á Laugavegi 4. Auk veiganna verður hægt að njóta höggmynda úr ís á staðnum. Það eru norsk hjón sem eru bakhjarlar nýja Ísbarsins – þeim sjöunda sinnar tegundar sem þau opna. Fjórir staðanna eru í Noregi, einn í Kaupmannahöfn og einn var starfræktur í Karíbahafi en þurfti að loka eftir að fellibylur gekk þar yfir.Hægt verður að njóta höggmynda á staðnum.Vísir/VilhelmDrykkur og jakki innifalinn Rae, sem er frá Kanada, segir að gestir muni þurfa að greiða 3.900 krónur til að sækja staðinn, en innifalið er íslenskur kokteill með íslenskum vodka, auk láns á kuldajakka og hönskum með sérstöku gripi fyrir kokteilglösin. Hún segir að staðurinn sé ætlaður bæði fyrir heimamenn og ferðamenn. Kirsten-Marie Holmen, annar norsku fjárfestanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í september síðastliðinn að þau hjónin hafi varið miklum tíma og oft komið til Íslands í leit að hentugu húsnæði. „Þegar við sáum þessa byggingu í fyrrasumar hugsuðum við með okkur að rétta húsið væri fundið.“Vísir/VilhelmFramkvæmdir staðið lengi Síðustu ár hafa miklar framkvæmdir staðið á lóðinni sem Reykjavíkurborg keypti ásamt fasteignum fyrir 580 milljónir króna árið 2008. Kaup borgarinnar voru gerð í tengslum við yfirlýsingu Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna þegar nýr meirihluti var myndaður í borgarstjórn með Ólaf í hlutverki borgarstjóra. Voru kaupin liður í að viðhalda 19. aldar götumynd Laugavegarins. Áformin breyttust þó þegar borgin seldi lóðina – Laugaveg 4 og 6, auk Skólavörðustígs 1a – árið 2014 og gaf síðar út leyfi fyrir glerbyggingu milli gömlu húsanna á staðnum. Glerbyggingin reis árið 2017, en eftir framkvæmdir verður búið að tengja saman Laugaveg 4 og Skólavörðustíg 1a.Vísir/vilhelm Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
„Það eru margir sem hafa leitað inn á Ísbarinn og kælt sig niður í góða veðrinu í dag,“ segir Christine Rae, framkvæmdastjóri Magic Ice Bar, svokallaðs „ísbars“ sem opnaði í húsnæði við Laugaveg fyrr í dag. Undirbúningur opnunarinnar hefur staðið í marga mánuði. Rae segir stemmninguna hafa verið góða í allan dag þar sem fjöldi fólks hafi heimsótt barinn sem er til húsa í kjallara á Laugavegi 4. Auk veiganna verður hægt að njóta höggmynda úr ís á staðnum. Það eru norsk hjón sem eru bakhjarlar nýja Ísbarsins – þeim sjöunda sinnar tegundar sem þau opna. Fjórir staðanna eru í Noregi, einn í Kaupmannahöfn og einn var starfræktur í Karíbahafi en þurfti að loka eftir að fellibylur gekk þar yfir.Hægt verður að njóta höggmynda á staðnum.Vísir/VilhelmDrykkur og jakki innifalinn Rae, sem er frá Kanada, segir að gestir muni þurfa að greiða 3.900 krónur til að sækja staðinn, en innifalið er íslenskur kokteill með íslenskum vodka, auk láns á kuldajakka og hönskum með sérstöku gripi fyrir kokteilglösin. Hún segir að staðurinn sé ætlaður bæði fyrir heimamenn og ferðamenn. Kirsten-Marie Holmen, annar norsku fjárfestanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í september síðastliðinn að þau hjónin hafi varið miklum tíma og oft komið til Íslands í leit að hentugu húsnæði. „Þegar við sáum þessa byggingu í fyrrasumar hugsuðum við með okkur að rétta húsið væri fundið.“Vísir/VilhelmFramkvæmdir staðið lengi Síðustu ár hafa miklar framkvæmdir staðið á lóðinni sem Reykjavíkurborg keypti ásamt fasteignum fyrir 580 milljónir króna árið 2008. Kaup borgarinnar voru gerð í tengslum við yfirlýsingu Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna þegar nýr meirihluti var myndaður í borgarstjórn með Ólaf í hlutverki borgarstjóra. Voru kaupin liður í að viðhalda 19. aldar götumynd Laugavegarins. Áformin breyttust þó þegar borgin seldi lóðina – Laugaveg 4 og 6, auk Skólavörðustígs 1a – árið 2014 og gaf síðar út leyfi fyrir glerbyggingu milli gömlu húsanna á staðnum. Glerbyggingin reis árið 2017, en eftir framkvæmdir verður búið að tengja saman Laugaveg 4 og Skólavörðustíg 1a.Vísir/vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15