Nýr Íslandsmeistari í Esjugöngu fór tólf ferðir upp og niður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2019 12:42 Svanberg (t.h.) gekk tólf sinnum á Esjuna. Facebook Svanberg Halldórsson er nýr handhafi Íslandsmets í Esjugöngu en hann gekk í gær og í nótt alls tólf ferðir upp og niður fjallið, að Steini og til baka. Fyrra met var ellefu ferðir. Ferðirnar voru 83 kílómetrar samtals og tók það rétt tæpan sólarhring, 23 klukkustundir og 29 mínútur. Gekk Svanberg fyrir gott málefni, nánar tiltekið fyrir Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, og tók Svanberg við áheitum inn á söfnunarreikning samtakanna. Svanberg var duglegur að sýna frá ferlinu á Facebook síðu sinni og hélt öllum sem fylgjast vildi með honum vel upplýstum um stöðu mála með því að birta myndband í hvert skipti sem hann kláraði ferð upp eða niður. Svanberg segir frá því á Facebook-síðu sinni að fyrir tíu árum síðan hafi hann gengið maraþon á Esjunni, 42,2 kílómetra. Þá gekk Svanberg einnig til góðs. „Í tilefni 10 ára afmælis upprunalegu áskorunarinnar þá hef ég ákveðið að gera nýja tilraun við Íslandsmetið dagana 14-15. júní næstkomandi og ganga minnsta 12 ferðir upp og niður Esjuna í einum rykk. Ég áætla að gangan muni taka u.þ.b. 19 klukkustundir og því um töluvert umfangsmeiri áskorun að ræða en hérna um árið. Ég hef ekki hugmynd um hvort mér takist þetta; en ég skal svo sannarlega gera mitt allra besta, þar til ég klára áskorunina eða lappirnar hreinlega gefa sig,“ skrifar Svanberg á Facebook en sem betur fer héldu lappirnar og ljóst að nýtt Íslandsmet hefur verið slegið. Esjan Reykjavík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Svanberg Halldórsson er nýr handhafi Íslandsmets í Esjugöngu en hann gekk í gær og í nótt alls tólf ferðir upp og niður fjallið, að Steini og til baka. Fyrra met var ellefu ferðir. Ferðirnar voru 83 kílómetrar samtals og tók það rétt tæpan sólarhring, 23 klukkustundir og 29 mínútur. Gekk Svanberg fyrir gott málefni, nánar tiltekið fyrir Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, og tók Svanberg við áheitum inn á söfnunarreikning samtakanna. Svanberg var duglegur að sýna frá ferlinu á Facebook síðu sinni og hélt öllum sem fylgjast vildi með honum vel upplýstum um stöðu mála með því að birta myndband í hvert skipti sem hann kláraði ferð upp eða niður. Svanberg segir frá því á Facebook-síðu sinni að fyrir tíu árum síðan hafi hann gengið maraþon á Esjunni, 42,2 kílómetra. Þá gekk Svanberg einnig til góðs. „Í tilefni 10 ára afmælis upprunalegu áskorunarinnar þá hef ég ákveðið að gera nýja tilraun við Íslandsmetið dagana 14-15. júní næstkomandi og ganga minnsta 12 ferðir upp og niður Esjuna í einum rykk. Ég áætla að gangan muni taka u.þ.b. 19 klukkustundir og því um töluvert umfangsmeiri áskorun að ræða en hérna um árið. Ég hef ekki hugmynd um hvort mér takist þetta; en ég skal svo sannarlega gera mitt allra besta, þar til ég klára áskorunina eða lappirnar hreinlega gefa sig,“ skrifar Svanberg á Facebook en sem betur fer héldu lappirnar og ljóst að nýtt Íslandsmet hefur verið slegið.
Esjan Reykjavík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira