Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2019 18:41 Frá Alicante, þar sem Íslendingarnir smituðust í fríi í maí. Vísir/getty Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af sjaldgæfum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingar smitast af veirunni á Spáni og þykir heilbrigðisyfirvöldum þar í landi greiningin stórmerkileg, að sögn sóttvarnalæknis.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu íslenskra miðla í gærkvöldi og vísaði í spænska miðilinn El País. Í frétt El País segir að heilbrigðisyfirvöldum í Valensíahéraði á Spáni hafi borist tilkynning frá Landlæknisembættinu á Íslandi um að konurnar og drengurinn hafi greinst með Chikungunya-sótt eftir að hafa verið í fríi á Alicente í maí síðastliðnum. Chikungunya-veiran smitast aðeins með tveimur tegundum af moskítóflugum en ekki á milli manna. Veiran er nokkuð útbreidd í Afríku og Asíu en fágæt í Evrópu.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurEinkenni veirunnar eru m.a. hiti, vöðvaverkir og útbrot en Íslendingarnir voru öll með slík einkenni, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Þriðja systirin bíður greiningar og þá er verið að kanna hvort fleiri kunni að hafa smitast af veirunni í sömu ferð. Þórólfur vissi ekki um líðan systranna og drengsins en segir lækna þeirra fylgjast með þeim. Veiran sé almennt ekki hættuleg en þó geti sjúklingar fengið langvarandi liðvandamál. Þá er engin meðferð til við veirunni heldur er þess beðið að veikindin líði úr sjúklingunum. „En aðalmálið í þessu er að þetta hafi greinst og það sem er merkilegt er að þetta voru fyrstu tilfellin sem vitað var um að hafi smitast á Spáni,“ segir Þórólfur. Vissulega hafi einstaklingar greinst áður með veiruna þar í landi en þeir hafa hingað til smitast annars staðar, t.d. í Afríku. Þórólfur segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi verið í sambandi við heilbrigðisyfirvöld á Spáni. Þar á bæ þyki smit Íslendinganna stórfréttir. „Þeim finnst þetta stórmerkilegt að þetta hafi greinst, þau héldu að þetta gæti ekki smitast á Spáni.“ Heilbrigðismál Spánn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af sjaldgæfum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingar smitast af veirunni á Spáni og þykir heilbrigðisyfirvöldum þar í landi greiningin stórmerkileg, að sögn sóttvarnalæknis.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu íslenskra miðla í gærkvöldi og vísaði í spænska miðilinn El País. Í frétt El País segir að heilbrigðisyfirvöldum í Valensíahéraði á Spáni hafi borist tilkynning frá Landlæknisembættinu á Íslandi um að konurnar og drengurinn hafi greinst með Chikungunya-sótt eftir að hafa verið í fríi á Alicente í maí síðastliðnum. Chikungunya-veiran smitast aðeins með tveimur tegundum af moskítóflugum en ekki á milli manna. Veiran er nokkuð útbreidd í Afríku og Asíu en fágæt í Evrópu.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurEinkenni veirunnar eru m.a. hiti, vöðvaverkir og útbrot en Íslendingarnir voru öll með slík einkenni, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Þriðja systirin bíður greiningar og þá er verið að kanna hvort fleiri kunni að hafa smitast af veirunni í sömu ferð. Þórólfur vissi ekki um líðan systranna og drengsins en segir lækna þeirra fylgjast með þeim. Veiran sé almennt ekki hættuleg en þó geti sjúklingar fengið langvarandi liðvandamál. Þá er engin meðferð til við veirunni heldur er þess beðið að veikindin líði úr sjúklingunum. „En aðalmálið í þessu er að þetta hafi greinst og það sem er merkilegt er að þetta voru fyrstu tilfellin sem vitað var um að hafi smitast á Spáni,“ segir Þórólfur. Vissulega hafi einstaklingar greinst áður með veiruna þar í landi en þeir hafa hingað til smitast annars staðar, t.d. í Afríku. Þórólfur segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi verið í sambandi við heilbrigðisyfirvöld á Spáni. Þar á bæ þyki smit Íslendinganna stórfréttir. „Þeim finnst þetta stórmerkilegt að þetta hafi greinst, þau héldu að þetta gæti ekki smitast á Spáni.“
Heilbrigðismál Spánn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira