Guðmundur: „Misnotuðum allt of mörg dauðafæri“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2019 20:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Vísir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tyrkjum í Laugardalshöll á morgun og þarf sigur til þess að tryggja sig inn á EM. Íslenska liðið mætti Grikkjum á miðvikudag ytra og var heppið að sleppa með jafntefli. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er búinn að fara vel yfir þann leik. „Mér fannst í sjálfu sér fyrri hálfleikurinn nokkuð vel leikinn. Það komu auðvitað einhver mistök í vörn en eftir 21 mínútu voru þeir búnir að gera sex mörk á okkur svo vörnin var að halda vel,“ sagði Guðmundur við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu landsliðsins. „Við byrjum síðari hálfleik bara afspyrnu illa. Þeir gera þrjú mörk á tveimur og hálfri mínútu. Það var mjög dýrt að hleypa þeim þannig lagað inn í leikinn og alls ekki það sem við ætluðum okkur.“ „Svo getum við sagt sem svo að það eiga sér stað einstaklingsmistök í vörninni þar sem við töpum maður á móti manni, þeir eru mjög erfiðir þar og mjög hraðir. Við misnotum allt of mörg dauðafæri, ein átta dauðafæri í seinni hálfleik, og það er bara of mikið.“ Var það eitthvað einbeitingarleysi sem var ástæðan á baki frammistöðunnar, eða hver er skýringin að mati Guðmunds? „Í fyrsta lagi, ekki það að ég ætli að fara að afsaka mig eitthvað gagnvart svona hlutum, en ferðalagið í kringum þennan leik þegar allt er talið er 50 klukkutímar. Það tók okkur 36 klukkutíma að koma okkur á þennan stað, fellt niður flug og þetta var mjög erfitt. Það er eitt.“ „Við töluðum um það mjög gaumgæfilega í hálfleik að við ætluðum að mæta á fullu í seinni hálfleikinn, við áttuðum okkur á því að þetta var erfiður útivöllur, þess vegna var ég mjög ósáttur með einbeitinguna í síðari hálfleik að þessu leiti,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur: Þurfum að koma báðum fótum á EM EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00 Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00 Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tyrkjum í Laugardalshöll á morgun og þarf sigur til þess að tryggja sig inn á EM. Íslenska liðið mætti Grikkjum á miðvikudag ytra og var heppið að sleppa með jafntefli. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er búinn að fara vel yfir þann leik. „Mér fannst í sjálfu sér fyrri hálfleikurinn nokkuð vel leikinn. Það komu auðvitað einhver mistök í vörn en eftir 21 mínútu voru þeir búnir að gera sex mörk á okkur svo vörnin var að halda vel,“ sagði Guðmundur við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu landsliðsins. „Við byrjum síðari hálfleik bara afspyrnu illa. Þeir gera þrjú mörk á tveimur og hálfri mínútu. Það var mjög dýrt að hleypa þeim þannig lagað inn í leikinn og alls ekki það sem við ætluðum okkur.“ „Svo getum við sagt sem svo að það eiga sér stað einstaklingsmistök í vörninni þar sem við töpum maður á móti manni, þeir eru mjög erfiðir þar og mjög hraðir. Við misnotum allt of mörg dauðafæri, ein átta dauðafæri í seinni hálfleik, og það er bara of mikið.“ Var það eitthvað einbeitingarleysi sem var ástæðan á baki frammistöðunnar, eða hver er skýringin að mati Guðmunds? „Í fyrsta lagi, ekki það að ég ætli að fara að afsaka mig eitthvað gagnvart svona hlutum, en ferðalagið í kringum þennan leik þegar allt er talið er 50 klukkutímar. Það tók okkur 36 klukkutíma að koma okkur á þennan stað, fellt niður flug og þetta var mjög erfitt. Það er eitt.“ „Við töluðum um það mjög gaumgæfilega í hálfleik að við ætluðum að mæta á fullu í seinni hálfleikinn, við áttuðum okkur á því að þetta var erfiður útivöllur, þess vegna var ég mjög ósáttur með einbeitinguna í síðari hálfleik að þessu leiti,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur: Þurfum að koma báðum fótum á EM
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00 Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00 Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00
Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00
Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn