Arnór: „Svöruðum síðasta leik vel“ Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. júní 2019 18:19 Arnór Þór Gunnarsson vísir/andri marinó Íslenska karla landsliðið í handbolta vann 32-22 gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM í handbolta. Sigurinn tryggði liðinu á EM en þetta var síðasti leikurinn í undankeppninni. Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður Íslands skilaði fínu dagsverki í dag en hann skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum. „Ég er mjög ánægður. Við svöruðum síðasta leik vel. Við komum einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik. Við hefðum getað tapað leiknum með 10 mörkum en samt komist á EM. Við hugsuðum samt bara um að vinna leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,” sagði Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður íslenska landsliðsins eftir leik dagsins. Ísland endaði í öðru sæti í riðlinum. En þeir töpuðu einungis einum leik sem var heimaleikurinn gegn Norður-Makedóníu. Ísland gerði síðan jafntefli gegn Grikkjum og Norður-Makedóníu á útivelli. „Við töpum bara einum leik í allri undankeppnininni. Ég er auðvitað bara sáttur með það. Það er kannski bara heimaleikurinn hérna á móti Norður-Makedóníu sem svíður aðeins. Ef við hefðum unnið þann leik hefðum við verið efstir í riðlinum. Við verðum bara að halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera og læra af mistökunum.” Einungis þrjú mörk skildu liðin að í hálfleik en síðan setti Ísland í fluggírinn í seinni hálfleik. Arnór var þó ekkert óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik enda gerast góðir hlutir oft hægt. „Nútímahandbolti er bara orðinn þannig að það tekur tíma að brjóta upp varnir andstæðingsins. Það tók okkur 30 mínútur og svo gengum við bara á lagið í síðari hálfleik. “ Bjarki Már Elísson var stórkostlegur í seinni hálfleik, hann skoraði 11 mörk úr 13 skotum þrátt fyrir að spila bara þessar 30 mínútur. Flest mörk Bjarka komu úr hraðaupphlaupum eins og Arnór orðar síðan skemmtilega. „Við spiluðum frábæra vörn eiginlega allan leikinn og svo komu þessi hraðaupphlaup. Bjarki var á sníkjunni og skoraði sín 11 mörk þarna í seinni hálfleik. Sem er bara frábært hjá honum en svona er að vera á sníkjunni.” EM 2020 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira
Íslenska karla landsliðið í handbolta vann 32-22 gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM í handbolta. Sigurinn tryggði liðinu á EM en þetta var síðasti leikurinn í undankeppninni. Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður Íslands skilaði fínu dagsverki í dag en hann skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum. „Ég er mjög ánægður. Við svöruðum síðasta leik vel. Við komum einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik. Við hefðum getað tapað leiknum með 10 mörkum en samt komist á EM. Við hugsuðum samt bara um að vinna leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,” sagði Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður íslenska landsliðsins eftir leik dagsins. Ísland endaði í öðru sæti í riðlinum. En þeir töpuðu einungis einum leik sem var heimaleikurinn gegn Norður-Makedóníu. Ísland gerði síðan jafntefli gegn Grikkjum og Norður-Makedóníu á útivelli. „Við töpum bara einum leik í allri undankeppnininni. Ég er auðvitað bara sáttur með það. Það er kannski bara heimaleikurinn hérna á móti Norður-Makedóníu sem svíður aðeins. Ef við hefðum unnið þann leik hefðum við verið efstir í riðlinum. Við verðum bara að halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera og læra af mistökunum.” Einungis þrjú mörk skildu liðin að í hálfleik en síðan setti Ísland í fluggírinn í seinni hálfleik. Arnór var þó ekkert óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik enda gerast góðir hlutir oft hægt. „Nútímahandbolti er bara orðinn þannig að það tekur tíma að brjóta upp varnir andstæðingsins. Það tók okkur 30 mínútur og svo gengum við bara á lagið í síðari hálfleik. “ Bjarki Már Elísson var stórkostlegur í seinni hálfleik, hann skoraði 11 mörk úr 13 skotum þrátt fyrir að spila bara þessar 30 mínútur. Flest mörk Bjarka komu úr hraðaupphlaupum eins og Arnór orðar síðan skemmtilega. „Við spiluðum frábæra vörn eiginlega allan leikinn og svo komu þessi hraðaupphlaup. Bjarki var á sníkjunni og skoraði sín 11 mörk þarna í seinni hálfleik. Sem er bara frábært hjá honum en svona er að vera á sníkjunni.”
EM 2020 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira