Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið Pálmi Kormákur skrifar 17. júní 2019 09:00 Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við óttast ekki að þurfa sitja í þessum sal í allt sumar. Þinglok eru þó enn ekki ákveðin. Fréttablaðið/Anton Brink Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segist vera lélegur í sumarfríum og að plön hans snúist aðallega um að hafa nóg að gera svo hann verði ekki eirðarlaus. „Í sumar ætla ég að hjálpa vinafólki í Berufirði í júlí, dytta að sumarbústað með fjölskyldunni og undirbúa mig fyrir vinnu að orkustefnu fyrir Ísland og endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum.“ Það eina sem gæti riðlast sé vinnuferð til Svíþjóðar. „Reyndar ætla ég að vera nokkrum dögum lengur þar, dvelja í kofa við eitthvert vatn og ljóstillífa. Ég myndi reyna að finna sjálfan mig, ef ég vissi ekki að lífið snýst ekki um að finna sjálfan sig heldur að skapa sjálfan sig.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vonar að áætlað sumarfrí hennar riðlist ekki vegna þrátta um þinglok og hyggst elta eina dóttur sína sem er að spila með unglingalandsliði Íslands í körfubolta. „Við förum á Norðurlandamót í Finnlandi og svo á Evrópumót strax í kjölfarið í Makedóníu. ÁFRAM ÍSLAND!“ Inga Sæland, varaformaður Flokks fólksins, segist ekki hafa neitt planað með sumarfríið sitt, en að hana langi að hafa það kósý og sinna hlutum sem þarf að gera á heimilinu. Þingmennirnir þrír eru allir sammála um að Miðflokksmenn hafi ekki af þeim sumarfríið og Helga Vala segir þá munu fyrst finna til tevatnsins ef svo skyldi verða. Aðspurð hvernig betur mætti koma í veg fyrir að þinglokum sé frestað nánast hver einustu jól og hvert einasta sumar segir Inga að málum þurfi að koma fljótt og skilmerkilega inn í nefndir. „Það hefur hins vegar borið við að stjórnarfrumvörp eru að berast inn í þinglega meðferð á lokametrum þingsins. Þannig lendum við oft í þessu tímahraki og um leið verður umræðan og meðferð málanna ekki eins vönduð og ella.“ Helga Vala segir mega koma í veg fyrir seinkanirnar með agaðri vinnubrögðum og er að því er virðist sammála Ingu Sæland og segir suma ráðherra demba iðulega inn þingmálum allt of seint, þrátt fyrir skýran tímafrest. „Þetta er ósiður sem mætti vel leggja niður.“ Kolbeinn vill meina að hlutirnir hafi reyndar gengið ágætlega upp að undanförnu en bætir við að aðrir verði að finna út úr því. „Ég mæti bara þegar mér er sagt að mæta.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segist vera lélegur í sumarfríum og að plön hans snúist aðallega um að hafa nóg að gera svo hann verði ekki eirðarlaus. „Í sumar ætla ég að hjálpa vinafólki í Berufirði í júlí, dytta að sumarbústað með fjölskyldunni og undirbúa mig fyrir vinnu að orkustefnu fyrir Ísland og endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum.“ Það eina sem gæti riðlast sé vinnuferð til Svíþjóðar. „Reyndar ætla ég að vera nokkrum dögum lengur þar, dvelja í kofa við eitthvert vatn og ljóstillífa. Ég myndi reyna að finna sjálfan mig, ef ég vissi ekki að lífið snýst ekki um að finna sjálfan sig heldur að skapa sjálfan sig.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vonar að áætlað sumarfrí hennar riðlist ekki vegna þrátta um þinglok og hyggst elta eina dóttur sína sem er að spila með unglingalandsliði Íslands í körfubolta. „Við förum á Norðurlandamót í Finnlandi og svo á Evrópumót strax í kjölfarið í Makedóníu. ÁFRAM ÍSLAND!“ Inga Sæland, varaformaður Flokks fólksins, segist ekki hafa neitt planað með sumarfríið sitt, en að hana langi að hafa það kósý og sinna hlutum sem þarf að gera á heimilinu. Þingmennirnir þrír eru allir sammála um að Miðflokksmenn hafi ekki af þeim sumarfríið og Helga Vala segir þá munu fyrst finna til tevatnsins ef svo skyldi verða. Aðspurð hvernig betur mætti koma í veg fyrir að þinglokum sé frestað nánast hver einustu jól og hvert einasta sumar segir Inga að málum þurfi að koma fljótt og skilmerkilega inn í nefndir. „Það hefur hins vegar borið við að stjórnarfrumvörp eru að berast inn í þinglega meðferð á lokametrum þingsins. Þannig lendum við oft í þessu tímahraki og um leið verður umræðan og meðferð málanna ekki eins vönduð og ella.“ Helga Vala segir mega koma í veg fyrir seinkanirnar með agaðri vinnubrögðum og er að því er virðist sammála Ingu Sæland og segir suma ráðherra demba iðulega inn þingmálum allt of seint, þrátt fyrir skýran tímafrest. „Þetta er ósiður sem mætti vel leggja niður.“ Kolbeinn vill meina að hlutirnir hafi reyndar gengið ágætlega upp að undanförnu en bætir við að aðrir verði að finna út úr því. „Ég mæti bara þegar mér er sagt að mæta.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29