Totti hættur hjá Roma: „Þetta er eins og að deyja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 16:30 Totti og Danielle De Rossi. Þeir eru báðir farnir frá Roma. vísir/getty Francesco Totti, leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma, er hættur hjá félaginu sem hann hefur verið hjá í þrjá áratugi. Totti tók við stjórnendastöðu hjá Roma eftir að hann lagði skóna á hilluna vorið 2017. Totti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann gagnrýndi eigendur Roma harðlega og sagði að hann hafi ekki fengið að koma nálægt neinum ákvörðun sem voru teknar hjá félaginu. „Ég fékk aldrei tækifæri til að tjá mig. Þeir héldu mér á hliðarlínunni. Fyrsta árið mitt í starfi var það kannski skiljanlegt en í ár skildi ég hvað þeir vildu. Þeir héldu mér utan við allt,“ sagði Totti. Hann segir að sé erfitt að yfirgefa Roma, miklu erfiðara en þegar hann hætti að spila. „Þetta er miklu verra en að hætta að spila. Að yfirgefa Roma er eins og að deyja. Og það væri örugglega betri ef ég myndi deyja,“ sagði Totti. Hann segir að bandarískir eigendur Roma, sem keyptu félagið 2011, hafi unnið leynt og ljóst að því að losa sig við heimamennina, Rómverjana. „Síðan þeir keyptu félagið hafa þeir gert allt til að ýta okkur til hliðar,“ sagði Totti og bætti við að Roma væri hálf stjórnlaust, enda kæmi aðaleigandinn, James Pallotta, sjaldan til Rómar. „Þegar hann er ekki hérna gera allir það sem þeim sýnist.“ Brotthvarf Totti kemur mánuði eftir að önnur Roma-goðsögn Danielle De Rossi lék sinn síðasta leik fyrir félagið. Samningur hans var ekki endurnýjaður. Roma endaði í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Að því loknu var Paulo Fonseca ráðinn knattspyrnustjóri Roma. Ítalía Ítalski boltinn Tengdar fréttir De Rossi kvaddi Roma með mikilli viðhöfn Einn af bestu sonum Roma lék kveðjuleik sinn fyrir félagið í gær. 27. maí 2019 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Francesco Totti, leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma, er hættur hjá félaginu sem hann hefur verið hjá í þrjá áratugi. Totti tók við stjórnendastöðu hjá Roma eftir að hann lagði skóna á hilluna vorið 2017. Totti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann gagnrýndi eigendur Roma harðlega og sagði að hann hafi ekki fengið að koma nálægt neinum ákvörðun sem voru teknar hjá félaginu. „Ég fékk aldrei tækifæri til að tjá mig. Þeir héldu mér á hliðarlínunni. Fyrsta árið mitt í starfi var það kannski skiljanlegt en í ár skildi ég hvað þeir vildu. Þeir héldu mér utan við allt,“ sagði Totti. Hann segir að sé erfitt að yfirgefa Roma, miklu erfiðara en þegar hann hætti að spila. „Þetta er miklu verra en að hætta að spila. Að yfirgefa Roma er eins og að deyja. Og það væri örugglega betri ef ég myndi deyja,“ sagði Totti. Hann segir að bandarískir eigendur Roma, sem keyptu félagið 2011, hafi unnið leynt og ljóst að því að losa sig við heimamennina, Rómverjana. „Síðan þeir keyptu félagið hafa þeir gert allt til að ýta okkur til hliðar,“ sagði Totti og bætti við að Roma væri hálf stjórnlaust, enda kæmi aðaleigandinn, James Pallotta, sjaldan til Rómar. „Þegar hann er ekki hérna gera allir það sem þeim sýnist.“ Brotthvarf Totti kemur mánuði eftir að önnur Roma-goðsögn Danielle De Rossi lék sinn síðasta leik fyrir félagið. Samningur hans var ekki endurnýjaður. Roma endaði í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Að því loknu var Paulo Fonseca ráðinn knattspyrnustjóri Roma.
Ítalía Ítalski boltinn Tengdar fréttir De Rossi kvaddi Roma með mikilli viðhöfn Einn af bestu sonum Roma lék kveðjuleik sinn fyrir félagið í gær. 27. maí 2019 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
De Rossi kvaddi Roma með mikilli viðhöfn Einn af bestu sonum Roma lék kveðjuleik sinn fyrir félagið í gær. 27. maí 2019 10:00