Kanna nýtingu jarðhita við Bolaöldu Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. júní 2019 06:00 Frá Hellisheiðarvirkjun. „Þetta er algjörlega á frumstigi en við værum náttúrulega ekki að sækja um svæðið nema vegna þess að við teldum það áhugavert,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri jarðhitafyrirtækisins Reykjavík Geothermal, um fyrirhugaðar rannsóknir á háhita við Bolaöldu á Hellisheiði. Fyrirtækið fékk úthlutað rannsóknarleyfi frá Orkustofnun í byrjun desember með fyrirhugaða virkjun í huga með allt að 100 MW uppsettu afli. „Það er stefnan og við teljum það hugsanlegt að þetta svæði standi undir 100 MW án þess að hafa rannsakað það,“ segir Gunnar Örn. Reykjavík Geothermal, sem var stofnað árið 2008 af Guðmundi Þóroddssyni, fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, hefur að undanförnu einbeitt sér að verkefnum erlendis. Gunnar Örn segir að stefnt sé að því að hefja rannsóknir á árinu en leyfið gildir til ársloka 2021. „Við stefnum á að vera komnir með einhverjar niðurstöður innan þess tíma um hvort svæðið sé áhugavert eða ekki. Ef það reynist áhugavert er auðvitað langt ferli fram undan.“ Eldri rannsóknir á svæðinu sem unnar voru af Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) hafi gefið einhverjar vísbendingar. Svæðið sem um ræðir liggur að hluta til við hliðina á Hellisheiðarvirkjunarsvæðinu. „Við myndum fara í þessar rannsóknir í einhverju samstarfi við ÍSOR.“ Aðspurður segir Gunnar að það sé of snemmt að tala um hvernig möguleg raforka á svæðinu yrði nýtt. „Við erum ekki í samstarfi við neinn. Þetta er algjörlega að okkar frumkvæði. Við ætlum bara að taka eitt skref í einu en teljum að það sé alveg rúm fyrir meiri orkuframleiðslu á Íslandi. Hvað hún verður notuð í verður tíminn bara að leiða í ljós.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Þetta er algjörlega á frumstigi en við værum náttúrulega ekki að sækja um svæðið nema vegna þess að við teldum það áhugavert,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri jarðhitafyrirtækisins Reykjavík Geothermal, um fyrirhugaðar rannsóknir á háhita við Bolaöldu á Hellisheiði. Fyrirtækið fékk úthlutað rannsóknarleyfi frá Orkustofnun í byrjun desember með fyrirhugaða virkjun í huga með allt að 100 MW uppsettu afli. „Það er stefnan og við teljum það hugsanlegt að þetta svæði standi undir 100 MW án þess að hafa rannsakað það,“ segir Gunnar Örn. Reykjavík Geothermal, sem var stofnað árið 2008 af Guðmundi Þóroddssyni, fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, hefur að undanförnu einbeitt sér að verkefnum erlendis. Gunnar Örn segir að stefnt sé að því að hefja rannsóknir á árinu en leyfið gildir til ársloka 2021. „Við stefnum á að vera komnir með einhverjar niðurstöður innan þess tíma um hvort svæðið sé áhugavert eða ekki. Ef það reynist áhugavert er auðvitað langt ferli fram undan.“ Eldri rannsóknir á svæðinu sem unnar voru af Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) hafi gefið einhverjar vísbendingar. Svæðið sem um ræðir liggur að hluta til við hliðina á Hellisheiðarvirkjunarsvæðinu. „Við myndum fara í þessar rannsóknir í einhverju samstarfi við ÍSOR.“ Aðspurður segir Gunnar að það sé of snemmt að tala um hvernig möguleg raforka á svæðinu yrði nýtt. „Við erum ekki í samstarfi við neinn. Þetta er algjörlega að okkar frumkvæði. Við ætlum bara að taka eitt skref í einu en teljum að það sé alveg rúm fyrir meiri orkuframleiðslu á Íslandi. Hvað hún verður notuð í verður tíminn bara að leiða í ljós.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira