Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júní 2019 11:13 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, á nú í samningaviðræðum við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins um þinglok. vísir/vilhelm Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. Engin niðurstaða liggur þó fyrir enn sem komið er. „En það er ekki slitnað neitt svoleiðis, þetta tekur bara alltaf sinn tíma,“ segir Bergþór í samtali við Vísi sem kveðst hóflega bjartsýnn á að menn geti náð saman um þau atriði sem út af standa. Aðspurður hvort samkomulag gæti náðst í dag kveðst Bergþór ekki þora að segja til um það. „Menn eru auðvitað í þessu af heilindum og eru að reyna ná saman þannig ætli það sé ekki best að orða það þannig að óskastaðan sé að þetta náist saman sem fyrst. En það getur brugðið til beggja vona,“ segir Bergþór. Fyrir helgi var greint frá því að á meðal þess sem stæði í Sjálfstæðismönnum varðandi samkomulagið væri fimm manna sérfræðingahópur sem skipa á í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann á síðsumarþingi, en eins og kunnugt er hefur Miðflokkurinn barist hart gegn orkupakkanum. Spurður út í það hvort verið sé að ræða nánar um sérfræðingahópinn í samningaviðræðunum nú vill Bergþór ekki tjá sig um það. Þingfundur hefst klukkan 13:30 í dag og eru alls tuttugu mál á dagskrá fundarins. Alþingi Tengdar fréttir Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið Enn er engin niðurstaða komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Þingmenn eru samt bjartsýnir á horfur áætlaðra sumarfría þótt ekki virðist mikill kraftur í samningaviðræðum. 17. júní 2019 09:00 Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. Engin niðurstaða liggur þó fyrir enn sem komið er. „En það er ekki slitnað neitt svoleiðis, þetta tekur bara alltaf sinn tíma,“ segir Bergþór í samtali við Vísi sem kveðst hóflega bjartsýnn á að menn geti náð saman um þau atriði sem út af standa. Aðspurður hvort samkomulag gæti náðst í dag kveðst Bergþór ekki þora að segja til um það. „Menn eru auðvitað í þessu af heilindum og eru að reyna ná saman þannig ætli það sé ekki best að orða það þannig að óskastaðan sé að þetta náist saman sem fyrst. En það getur brugðið til beggja vona,“ segir Bergþór. Fyrir helgi var greint frá því að á meðal þess sem stæði í Sjálfstæðismönnum varðandi samkomulagið væri fimm manna sérfræðingahópur sem skipa á í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann á síðsumarþingi, en eins og kunnugt er hefur Miðflokkurinn barist hart gegn orkupakkanum. Spurður út í það hvort verið sé að ræða nánar um sérfræðingahópinn í samningaviðræðunum nú vill Bergþór ekki tjá sig um það. Þingfundur hefst klukkan 13:30 í dag og eru alls tuttugu mál á dagskrá fundarins.
Alþingi Tengdar fréttir Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið Enn er engin niðurstaða komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Þingmenn eru samt bjartsýnir á horfur áætlaðra sumarfría þótt ekki virðist mikill kraftur í samningaviðræðum. 17. júní 2019 09:00 Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið Enn er engin niðurstaða komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Þingmenn eru samt bjartsýnir á horfur áætlaðra sumarfría þótt ekki virðist mikill kraftur í samningaviðræðum. 17. júní 2019 09:00
Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29