Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Birgir Olgeirsson skrifar 18. júní 2019 12:51 Frá mótmælum við lögreglustöðina á Hverfisgötu í nóvember árið 2015. Vísir Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í morgun dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða. Þetta staðfestir lögmaður Oddnýjar og Hildar, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi. MBl.is greinir frá því að Oddný þurfi að greiða mönnunum tveimur 220 þúsund krónur hvorum um sig í bætur vegna ummælanna en Hildur þarf að greiða þeim tveimur 150 þúsund krónur. Sigrún Ingibjörg var að kynna sér niðurstöðu dómsins þegar Vísir náði í hana en hún sagðist reikna með að eiga eftir að mæla með því við Oddnýju og Hildi að niðurstöðunni verði áfrýjað. Dómarnir hafa ekki verið birtir á vef dómstóla þegar þetta er ritað. Voru ummæli þeirra Hildar og Oddnýjar dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. FBL/STEFánMálið má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins í nóvember árið 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Fréttin birtist 9. nóvember en boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Í júní í fyrra voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna málsins. Oddný var ein þeirra sem stóð fyrir mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu en hún lét eftirfarandi ummæli falla sem hafa verið dæmd dauð og ómerk: 1. Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum.2. Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.3. Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna.4. Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.5. Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir. Fóru mennirnir hvort um sig fram á tvær milljónir í miskabætur frá Oddnýju.Mennirnir fóru fram á Hildur yrði dæmd til að greiða þeim 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir eftirfarandi ummæli sem hafa verið dæmd dauð og ómerk:„... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“ Dómsmál Hlíðamálið Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í morgun dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða. Þetta staðfestir lögmaður Oddnýjar og Hildar, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi. MBl.is greinir frá því að Oddný þurfi að greiða mönnunum tveimur 220 þúsund krónur hvorum um sig í bætur vegna ummælanna en Hildur þarf að greiða þeim tveimur 150 þúsund krónur. Sigrún Ingibjörg var að kynna sér niðurstöðu dómsins þegar Vísir náði í hana en hún sagðist reikna með að eiga eftir að mæla með því við Oddnýju og Hildi að niðurstöðunni verði áfrýjað. Dómarnir hafa ekki verið birtir á vef dómstóla þegar þetta er ritað. Voru ummæli þeirra Hildar og Oddnýjar dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. FBL/STEFánMálið má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins í nóvember árið 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Fréttin birtist 9. nóvember en boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Í júní í fyrra voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna málsins. Oddný var ein þeirra sem stóð fyrir mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu en hún lét eftirfarandi ummæli falla sem hafa verið dæmd dauð og ómerk: 1. Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum.2. Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.3. Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna.4. Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.5. Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir. Fóru mennirnir hvort um sig fram á tvær milljónir í miskabætur frá Oddnýju.Mennirnir fóru fram á Hildur yrði dæmd til að greiða þeim 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir eftirfarandi ummæli sem hafa verið dæmd dauð og ómerk:„... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“
Dómsmál Hlíðamálið Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira