Íhuga að kæra náttúruspjöll á Helgafelli til lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 18. júní 2019 15:08 Gerðu sér að leik að krafsa nöfn og útlínur getnaðarlima í linan jarðveg Helgafells. Facebook Umhverfisstofnun íhugar að kæra náttúruspjöll á Helgafelli til lögreglu. Þetta staðfestir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, í samtali við Vísi en ófögur sjón blasti við göngufólki sem lagði leið sína upp á þennan 338 metra háa móbergsstapa suðaustur af Hafnarfirði í gær en um er að ræða afar vinsæla gönguleið. Það var tannlæknirinn María Elíasdóttir sem birti myndir af þessum náttúruspjöllum í gær en þar höfðu óprúttnir aðilar gert sér að leika að krafsa nöfn og útlínur getnaðarlima í linan jarðveg Helgafells. Þar má nú sjá nöfnin Badda, Geira, Stebba, Daða og Ara og ókvæðisorð látin fylgja með sem skreytt eru með teikningum af limum og meðfylgjandi. Björn segir Umhverfisstofnun ætla að taka daginn í dag til að bregðast við og munu frekari upplýsingar fást frá stofnuninni á morgun en ljóst sé að um mikinn skaða sé að ræða og það geti tekið umtalsverðan tíma fyrir ummerkin að mást af. María var á göngu upp Helgafellið í gærmorgun þegar hún rakst á þessi skemmdarverk sem hún segir hafa verið frekar nýleg. Hún segir þetta krafs sjást vel úr fjarska og að skemmdarverkin hafi verið unnin um tíu metra frá stígnum upp Helgafellið. Stærstu stafirnir séu á stærð við A4 blað en teikningarnar af getnaðarlimunum mjög líklega þrír metrar að stærð. Hún segist í samtali við Vísi vonast til að þeir sem gerðu þetta finnist og að þeir fái skammir í hattinn svo þeir geri þetta ekki aftur. Allir geti gert mistök sem krakkar en mikilvægt sé að sem flestum sé komið í skilning um að svona gera menn ekki. Hafnarfjörður Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Umhverfisstofnun íhugar að kæra náttúruspjöll á Helgafelli til lögreglu. Þetta staðfestir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, í samtali við Vísi en ófögur sjón blasti við göngufólki sem lagði leið sína upp á þennan 338 metra háa móbergsstapa suðaustur af Hafnarfirði í gær en um er að ræða afar vinsæla gönguleið. Það var tannlæknirinn María Elíasdóttir sem birti myndir af þessum náttúruspjöllum í gær en þar höfðu óprúttnir aðilar gert sér að leika að krafsa nöfn og útlínur getnaðarlima í linan jarðveg Helgafells. Þar má nú sjá nöfnin Badda, Geira, Stebba, Daða og Ara og ókvæðisorð látin fylgja með sem skreytt eru með teikningum af limum og meðfylgjandi. Björn segir Umhverfisstofnun ætla að taka daginn í dag til að bregðast við og munu frekari upplýsingar fást frá stofnuninni á morgun en ljóst sé að um mikinn skaða sé að ræða og það geti tekið umtalsverðan tíma fyrir ummerkin að mást af. María var á göngu upp Helgafellið í gærmorgun þegar hún rakst á þessi skemmdarverk sem hún segir hafa verið frekar nýleg. Hún segir þetta krafs sjást vel úr fjarska og að skemmdarverkin hafi verið unnin um tíu metra frá stígnum upp Helgafellið. Stærstu stafirnir séu á stærð við A4 blað en teikningarnar af getnaðarlimunum mjög líklega þrír metrar að stærð. Hún segist í samtali við Vísi vonast til að þeir sem gerðu þetta finnist og að þeir fái skammir í hattinn svo þeir geri þetta ekki aftur. Allir geti gert mistök sem krakkar en mikilvægt sé að sem flestum sé komið í skilning um að svona gera menn ekki.
Hafnarfjörður Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira