Sama áhætta á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. júní 2019 19:15 Sama áhætta er á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli vegna veðursældar, meiri gróðurs og þurrkatíðar. Aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að huga þurfi að brunahólfum sem koma í veg fyrir að eldur breiðist út. Varlega þurfi að fara með allan opinn eld. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður undanfarið á höfuðborgarsvæðinu fela í sér sömu hættu á gróðureldum og annar staðar á landinu. „Í þessari þurrkatíð og með þennan mikla gróður þá er í rauninni sama hættan hér á höfuðborgarsvæðinu og í strjábýli, þ.e. hér gróður, það blæs aðeins og það er eldhætta,“ segir Birgir. Hann segir hins vegar að yfirleitt sé önnur staða uppi á höfðuborgarsvæðinu þegar kemur að flóttaleiðum en á sumarhúsasvæðum eins og t.d. í Skorradal. Mikilvægt að vakning verði um eldshættu Hann nefnir að víða í borginni séu gróðursæl útivistarsvæði í nálægð við byggð sem umgangast beri af varúð. „Við erum með Elliðaárdalinn sem er innan um byggð, Hellisgerði og Hvaleyrarvatn svo dæmi séu tekinn og svo erum við líka með útivistasvæði sem fela í sér mikil verðmæti en eru ekki í nálægð við byggð,“ segir Birgir. Hann telur mikilvægt að vakning verði um þessi mál. „Þetta er áhætta sem við Íslendingar þurfum að fara að huga meira að þá bæði við þessir opinberu aðilar og almenningur,“ segir Birgir. Íhuga þarf að setja upp brunahólf Birgir segir að eftir þurrkanna á Norðurlöndum síðasta sumar og gróðurelda samfara þeim sé víða verið að undirbúa brunahólf eða varnalínur þar. „Þetta er líka hlutir sem við þurfum að horfa til og kanna vel hvort ekki eigi að setja upp slíkar varnalínur hér á landi. Við megum ekki gera lítið úr því Íslendingar að þetta geti bara ekki gerst hér á landi.“ segir Birgir. Hann brýnir fyrir fólki að fara afar varlega með allan opinn eld og að vera ekki með grill of nálægt íbúðahúsum en heldur ekki of nálægt gróðri. Þá bendir hann á til umhugsunar að síðasta sumar hafi verið bannað að nota einnotagrill í Noregi vegna þurrka. Borgarbyggð Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Sama áhætta er á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli vegna veðursældar, meiri gróðurs og þurrkatíðar. Aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að huga þurfi að brunahólfum sem koma í veg fyrir að eldur breiðist út. Varlega þurfi að fara með allan opinn eld. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður undanfarið á höfuðborgarsvæðinu fela í sér sömu hættu á gróðureldum og annar staðar á landinu. „Í þessari þurrkatíð og með þennan mikla gróður þá er í rauninni sama hættan hér á höfuðborgarsvæðinu og í strjábýli, þ.e. hér gróður, það blæs aðeins og það er eldhætta,“ segir Birgir. Hann segir hins vegar að yfirleitt sé önnur staða uppi á höfðuborgarsvæðinu þegar kemur að flóttaleiðum en á sumarhúsasvæðum eins og t.d. í Skorradal. Mikilvægt að vakning verði um eldshættu Hann nefnir að víða í borginni séu gróðursæl útivistarsvæði í nálægð við byggð sem umgangast beri af varúð. „Við erum með Elliðaárdalinn sem er innan um byggð, Hellisgerði og Hvaleyrarvatn svo dæmi séu tekinn og svo erum við líka með útivistasvæði sem fela í sér mikil verðmæti en eru ekki í nálægð við byggð,“ segir Birgir. Hann telur mikilvægt að vakning verði um þessi mál. „Þetta er áhætta sem við Íslendingar þurfum að fara að huga meira að þá bæði við þessir opinberu aðilar og almenningur,“ segir Birgir. Íhuga þarf að setja upp brunahólf Birgir segir að eftir þurrkanna á Norðurlöndum síðasta sumar og gróðurelda samfara þeim sé víða verið að undirbúa brunahólf eða varnalínur þar. „Þetta er líka hlutir sem við þurfum að horfa til og kanna vel hvort ekki eigi að setja upp slíkar varnalínur hér á landi. Við megum ekki gera lítið úr því Íslendingar að þetta geti bara ekki gerst hér á landi.“ segir Birgir. Hann brýnir fyrir fólki að fara afar varlega með allan opinn eld og að vera ekki með grill of nálægt íbúðahúsum en heldur ekki of nálægt gróðri. Þá bendir hann á til umhugsunar að síðasta sumar hafi verið bannað að nota einnotagrill í Noregi vegna þurrka.
Borgarbyggð Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24
Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49
Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30