Búið að semja um þinglok Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 18:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/vilhelm Samkomulag um þinglok og afgreiðslu mála á Alþingi náðist nú fyrir skömmu. Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna en samið hefur verið um að fresta þriðja orkupakkanum fram á síðsumarþing í byrjun september og einnig verður gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað til áramóta. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Fundað hefur verið um þinglok á Alþingi í dag en í síðustu viku virtist sem samkomulag væri í höfn. Það strandaði hins vegar á Miðflokknum og var þingfundi frestað á föstudag án samninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að niðurstaðan feli í sér að umræða um 3. Orkupakkann muni bíða fram í lok ágúst eða byrjun september. Í millitíðinni muni Miðflokknum, og öðrum flokkum hafi þeir áhuga, tækifæri til að láta vinna sérfræðiálit um málið. Þá verði gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað fram að áramótum og tíminn notaður til að meta áhrif af boðuðum mótvægisaðgerðum stjórnvalda. „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu vegna þess að hún býr til þetta tækifæri til að menn geti sest betur yfir málin, skoðað allt sem hefur verið að koma fram varðandi orkupakkann, og svo vonandi tekið afstöðu sem byggist á bestu fáanlegum upplýsingum,“ segir Sigmundur. Hann segir að framhaldið velti á því hvað þingið vinni hratt næstu daga. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur til dæmis ekki fyrir enn. Þinglok gætu þó orðið á morgun eða hinn, að sögn Sigmundar.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í kvöldfréttum að samkomulagið væri í takt við það sem hún lagði sjálf til fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég [vil] minna á að hér náðist samkomulag í síðustu viku við fjóra aðra flokka í stjórnarandstöðunni um tilteknar breytingar á tilteknum málum og að einu máli yrði frestað. Eðli þess samkomulags sem náði hér í dag er algjörlega sambærilegt því sem ég lagði til fyrir nokkrum vikum.“ Samkomulagið feli m.a. í sér að þriðji orkupakkinn verði afgreiddur á stuttu síðsumarþingi í lok ágúst og byrjun september, svokölluðum „stubbi“ á þinginu sem nú er að ljúka. Enginn sérfræðingahópur um málið verði hins vegar skipaður, líkt og Miðflokksmenn fóru fram á í síðustu viku, en á það hafi ekki verið fallist. Þá hafi miðflokkurinn lagt áherslu á eitt þingmannamál eins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar. „Það sem að ég tel stóra málið í þessu samkomulagi er að aðilar gangast undir þá grundvallarreglu að vilji meirihlutans í þessu máli verði leiddur fram og þá tel ég það ekki öllu skipta nákvæmlega hvenær það verður gert,“ sagði Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Samkomulag um þinglok og afgreiðslu mála á Alþingi náðist nú fyrir skömmu. Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna en samið hefur verið um að fresta þriðja orkupakkanum fram á síðsumarþing í byrjun september og einnig verður gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað til áramóta. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Fundað hefur verið um þinglok á Alþingi í dag en í síðustu viku virtist sem samkomulag væri í höfn. Það strandaði hins vegar á Miðflokknum og var þingfundi frestað á föstudag án samninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að niðurstaðan feli í sér að umræða um 3. Orkupakkann muni bíða fram í lok ágúst eða byrjun september. Í millitíðinni muni Miðflokknum, og öðrum flokkum hafi þeir áhuga, tækifæri til að láta vinna sérfræðiálit um málið. Þá verði gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað fram að áramótum og tíminn notaður til að meta áhrif af boðuðum mótvægisaðgerðum stjórnvalda. „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu vegna þess að hún býr til þetta tækifæri til að menn geti sest betur yfir málin, skoðað allt sem hefur verið að koma fram varðandi orkupakkann, og svo vonandi tekið afstöðu sem byggist á bestu fáanlegum upplýsingum,“ segir Sigmundur. Hann segir að framhaldið velti á því hvað þingið vinni hratt næstu daga. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur til dæmis ekki fyrir enn. Þinglok gætu þó orðið á morgun eða hinn, að sögn Sigmundar.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í kvöldfréttum að samkomulagið væri í takt við það sem hún lagði sjálf til fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég [vil] minna á að hér náðist samkomulag í síðustu viku við fjóra aðra flokka í stjórnarandstöðunni um tilteknar breytingar á tilteknum málum og að einu máli yrði frestað. Eðli þess samkomulags sem náði hér í dag er algjörlega sambærilegt því sem ég lagði til fyrir nokkrum vikum.“ Samkomulagið feli m.a. í sér að þriðji orkupakkinn verði afgreiddur á stuttu síðsumarþingi í lok ágúst og byrjun september, svokölluðum „stubbi“ á þinginu sem nú er að ljúka. Enginn sérfræðingahópur um málið verði hins vegar skipaður, líkt og Miðflokksmenn fóru fram á í síðustu viku, en á það hafi ekki verið fallist. Þá hafi miðflokkurinn lagt áherslu á eitt þingmannamál eins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar. „Það sem að ég tel stóra málið í þessu samkomulagi er að aðilar gangast undir þá grundvallarreglu að vilji meirihlutans í þessu máli verði leiddur fram og þá tel ég það ekki öllu skipta nákvæmlega hvenær það verður gert,“ sagði Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12
Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13
Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50