Vilja net veðurstöðva um alla höfuðborgina Ari Brynjólfsson skrifar 19. júní 2019 06:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Reykjavík „Við erum að tala um fimmtíu veðurstöðvar sem myndu gefa okkur mjög nákvæma mynd af veðrinu í borginni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tillögu Sjálfstæðismanna um að setja upp stöðvarnar var vísað til áframhaldandi umfjöllunar í umhverfis- og heilbrigðisráði í borgarstjórn í gær. Verði tillagan að veruleika verður kostnaður borgarinnar níu milljónir króna. Þar af fara sjö milljónir í að kaupa stöðvarnar. Tilgangurinn er að kortleggja breytileika veðurs til að meta hvar sé best að gróðursetja tré til að minnka vind og einnig til að nýta við skipulagsvinnu. „Það er mikill vindur í Reykjavík eins og við öll þekkjum. Vindurinn er samt mismunandi milli bæjarhluta. Esjan er hluti af því, hún virkar eins og magnari, svipað og háhýsi nema bara miklu stærri. Það hefur verið lengi talað um að draga úr vindinum með því að gróðursetja tré en það hefur ekki verið gert með markvissum hætti,“ segir Eyþór. „Við höfum séð þetta gert í öðrum borgum, að setja upp mæla, ekki bara einn eða tvo, heldur marga litla mæla til að við getum séð nákvæmlega hvernig veðrið er í öllum bæjarhlutum. Þetta er lífsgæðamál til lengri tíma.“Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við HÍ, hjá veðurstöð. Veðurstöðvarnar sem rætt er um eru nokkuð minni.Veðurstofa ÍslandsÚrvinnsla gagnanna yrði í höndum Haralds Ólafssonar, prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sjálfur unnið með slíkt kerfi í Björgvin í Noregi. „Þar var þetta sett upp í skólum og er hluti af náttúrufræðikennslu. Það var mjög sniðug lausn,“ segir Haraldur. Um er að ræða litlar ódýrar stöðvar sem yrðu tengdar saman þannig að hægt yrði að fylgjast með veðrinu í rauntíma. „Björgvin svipar til Reykjavíkur að því leyti að það er mikill breytileiki innan borgarinnar. Þar er stundum mikill hita- og úrkomumunur, hér er meiri munur á vindi. Það eru mörg hundruð sinnum meiri líkur á að lenda í ofsaveðri á Kjalarnesi en í rólegri hverfum inni í borginni.“ Það á enn eftir að útfæra hvar veðurstöðvarnar yrðu staðsettar, segir Haraldur það koma til greina að setja þær í skóla. „Það þarf að hafa svona stöðvar á ýktum stöðum, þar sem gera má ráð fyrir miklum vindi, það eru ekki alltaf skólar þar,“ segir Haraldur. „Þetta yrði net yfir borginni. Framtíðarsýnin er að hægt sé að fara á netið sjá breytileikann í Reykjavík.“ Haraldur segir litla skóga hafa mikil áhrif á vinda. „Þeir gera það, og í dágóðan spotta frá þar sem þeir eru. Hitafarið hefur líka breyst svo mikið á síðustu áratugum að það er mun auðveldara að planta skógum en áður.“ Eyþór er bjartsýnn á að hægt verði að planta trjám um leið og niðurstöður veðurathugana liggja fyrir. „Ég held að það yrði mjög fljótlega hægt að byrja að planta. Þetta er bæði skammtíma- og langtímaverkefni, það væri hægt að byrja sem fyrst en svo tekur þetta nokkra áratugi að ná þroska,“ segir Eyþór Arnalds. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Veður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Reykjavík „Við erum að tala um fimmtíu veðurstöðvar sem myndu gefa okkur mjög nákvæma mynd af veðrinu í borginni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tillögu Sjálfstæðismanna um að setja upp stöðvarnar var vísað til áframhaldandi umfjöllunar í umhverfis- og heilbrigðisráði í borgarstjórn í gær. Verði tillagan að veruleika verður kostnaður borgarinnar níu milljónir króna. Þar af fara sjö milljónir í að kaupa stöðvarnar. Tilgangurinn er að kortleggja breytileika veðurs til að meta hvar sé best að gróðursetja tré til að minnka vind og einnig til að nýta við skipulagsvinnu. „Það er mikill vindur í Reykjavík eins og við öll þekkjum. Vindurinn er samt mismunandi milli bæjarhluta. Esjan er hluti af því, hún virkar eins og magnari, svipað og háhýsi nema bara miklu stærri. Það hefur verið lengi talað um að draga úr vindinum með því að gróðursetja tré en það hefur ekki verið gert með markvissum hætti,“ segir Eyþór. „Við höfum séð þetta gert í öðrum borgum, að setja upp mæla, ekki bara einn eða tvo, heldur marga litla mæla til að við getum séð nákvæmlega hvernig veðrið er í öllum bæjarhlutum. Þetta er lífsgæðamál til lengri tíma.“Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við HÍ, hjá veðurstöð. Veðurstöðvarnar sem rætt er um eru nokkuð minni.Veðurstofa ÍslandsÚrvinnsla gagnanna yrði í höndum Haralds Ólafssonar, prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sjálfur unnið með slíkt kerfi í Björgvin í Noregi. „Þar var þetta sett upp í skólum og er hluti af náttúrufræðikennslu. Það var mjög sniðug lausn,“ segir Haraldur. Um er að ræða litlar ódýrar stöðvar sem yrðu tengdar saman þannig að hægt yrði að fylgjast með veðrinu í rauntíma. „Björgvin svipar til Reykjavíkur að því leyti að það er mikill breytileiki innan borgarinnar. Þar er stundum mikill hita- og úrkomumunur, hér er meiri munur á vindi. Það eru mörg hundruð sinnum meiri líkur á að lenda í ofsaveðri á Kjalarnesi en í rólegri hverfum inni í borginni.“ Það á enn eftir að útfæra hvar veðurstöðvarnar yrðu staðsettar, segir Haraldur það koma til greina að setja þær í skóla. „Það þarf að hafa svona stöðvar á ýktum stöðum, þar sem gera má ráð fyrir miklum vindi, það eru ekki alltaf skólar þar,“ segir Haraldur. „Þetta yrði net yfir borginni. Framtíðarsýnin er að hægt sé að fara á netið sjá breytileikann í Reykjavík.“ Haraldur segir litla skóga hafa mikil áhrif á vinda. „Þeir gera það, og í dágóðan spotta frá þar sem þeir eru. Hitafarið hefur líka breyst svo mikið á síðustu áratugum að það er mun auðveldara að planta skógum en áður.“ Eyþór er bjartsýnn á að hægt verði að planta trjám um leið og niðurstöður veðurathugana liggja fyrir. „Ég held að það yrði mjög fljótlega hægt að byrja að planta. Þetta er bæði skammtíma- og langtímaverkefni, það væri hægt að byrja sem fyrst en svo tekur þetta nokkra áratugi að ná þroska,“ segir Eyþór Arnalds.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Veður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira