Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2019 16:04 Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, er viss um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar og Öryrkjabandalags Íslands hafi skilað þeim árangri að í stað þess að endurskoðun fjármálaáætlunar feli í sér 43 milljarða króna niðurskurð á næstu fimm árum verði hann 28 milljarðar samanlagt næstu fimm árin. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis kynnti í morgun tillögur sínar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á fundi nefndarinnar. Önnur umræða um endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er á dagskrá þingfundarins á morgun. Breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þykja nauðsynlegar til að bregðast við ófyrirséðum samdrætti í stað hagvaxtarins sem var gert ráð fyrir.Tillögurnar slæm tíðindi þrátt fyrir að vera þolanlegri en þær fyrri „Mismunurinn eru 15 milljarða kr. minni niðurskurður sem öryrkjar, sjúkrahús, framhaldsskólar, löggæsla, húsnæðisstuðningur ungs fólks og fleiri stoðir velferðarkerfisins njóta góðs af á erfiðum tímum. Ég ætla að leyfa mér að segja að okkar gagnrýni, ÖBÍ og Þroskahjálpar hafi skipt sköpum hér (sérstaklega í ljósi hraðans sem átti að afgreiða málið) og að við höfum verið á ágætis tímakaupi undanfarna daga með því að benda á þetta og hamast í þessu,“ segir Ágúst Ólafur á Facebook-síðu sinni. Ágúst segir að þrátt fyrir að breytingartillögurnar séu þolanlegri en í byrjun júní feli þær engu að síður í sér slæm tíðindi.Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel.Of mikill hraði í veigamiklu máli Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi látið hjá líða að útskýra hvað breytingartillögurnar fela í sér í grunninn, burtséð frá öllum plúsum og mínusum. Hann sé engu nær um hvaða þýðingu breytingartillögurnar hafa í reynd því þær hafi ekki verið kynntar nægilega vel. Fjárlaganefnd fékk klukkutíma kynningu á breytingartillögunum í morgun. Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel. Ekki náðist í Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, við gerð fréttarinnar en í samtali við RÚV í hádeginu sagði hann að engin áform séu um að skerða bætur og bendir á að útgjöldin til málaflokksins á tímabilinu 2018-2024 aukist um 22%. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45 Búið að semja um þinglok Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna. 18. júní 2019 18:31 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, er viss um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar og Öryrkjabandalags Íslands hafi skilað þeim árangri að í stað þess að endurskoðun fjármálaáætlunar feli í sér 43 milljarða króna niðurskurð á næstu fimm árum verði hann 28 milljarðar samanlagt næstu fimm árin. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis kynnti í morgun tillögur sínar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á fundi nefndarinnar. Önnur umræða um endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er á dagskrá þingfundarins á morgun. Breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þykja nauðsynlegar til að bregðast við ófyrirséðum samdrætti í stað hagvaxtarins sem var gert ráð fyrir.Tillögurnar slæm tíðindi þrátt fyrir að vera þolanlegri en þær fyrri „Mismunurinn eru 15 milljarða kr. minni niðurskurður sem öryrkjar, sjúkrahús, framhaldsskólar, löggæsla, húsnæðisstuðningur ungs fólks og fleiri stoðir velferðarkerfisins njóta góðs af á erfiðum tímum. Ég ætla að leyfa mér að segja að okkar gagnrýni, ÖBÍ og Þroskahjálpar hafi skipt sköpum hér (sérstaklega í ljósi hraðans sem átti að afgreiða málið) og að við höfum verið á ágætis tímakaupi undanfarna daga með því að benda á þetta og hamast í þessu,“ segir Ágúst Ólafur á Facebook-síðu sinni. Ágúst segir að þrátt fyrir að breytingartillögurnar séu þolanlegri en í byrjun júní feli þær engu að síður í sér slæm tíðindi.Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel.Of mikill hraði í veigamiklu máli Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi látið hjá líða að útskýra hvað breytingartillögurnar fela í sér í grunninn, burtséð frá öllum plúsum og mínusum. Hann sé engu nær um hvaða þýðingu breytingartillögurnar hafa í reynd því þær hafi ekki verið kynntar nægilega vel. Fjárlaganefnd fékk klukkutíma kynningu á breytingartillögunum í morgun. Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel. Ekki náðist í Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, við gerð fréttarinnar en í samtali við RÚV í hádeginu sagði hann að engin áform séu um að skerða bætur og bendir á að útgjöldin til málaflokksins á tímabilinu 2018-2024 aukist um 22%.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45 Búið að semja um þinglok Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna. 18. júní 2019 18:31 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48
Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45
Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45
Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50