Bjórauglýsingar á golfmóti fyrir börn Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 1. júní 2019 08:45 Egils Gull mótið fór fram á Þorlákshafnarvelli. Bjórauglýsingar voru um allt. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höldum Egils Gull mótið og þessi gagnrýni hefur alveg komið áður. Við auðvitað fylgjum, ásamt Ölgerðinni, þeim lögum og reglum sem gilda um áfengisauglýsingar á Íslandi.“ Þetta segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, aðspurður um gagnrýni sem beinist að sambandinu frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Foreldrasamtökin gagnrýna umgjörð Egils Gull mótsins sem haldið var um síðastliðna helgi. Mótið er ætlað fullorðnum en ungmenni geta unnið sér þar inn þátttökurétt. Mótið er styrkt af Ölgerðinni sem framleiðir meðal annars Egils Gull, bjór og léttbjór. Öll umgjörð mótsins var tileinkuð Egils Gulli og samkvæmt Foreldrasamtökunum var um áfengisauglýsingu að ræða. En samkvæmt lögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar á Íslandi. Foreldrasamtökin segja umgjörðina óboðlega og ekki í takt við uppeldis- og forvarnarmarkmið íþróttahreyfingarinnar. Einnig segja þau Golfsambandið brjóta lög um rétt barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður og vísa til 20. greinar áfengislaga. Haukur segir GSÍ og Ölgerðina fara eftir þeim lögum og reglum sem ríkja á Íslandi og segir auglýsingunum ekki beint að börnum. „Mótið er ekki ætlað börnum og unglingum, þetta er fullorðinsmót. Ungmennum er ekki bönnuð þátttaka í mótinu en auglýsingum er ekki beint að þeim,“ segir Haukur. Sigurvegari mótsins í karlaflokki var sextán ára gamall piltur en í kvennaflokki var það átján ára stúlka. Á heimasíðu GSÍ má sjá ljósmynd af sigurvegurunum með blaktandi Egils Gull fána í baksýn. Á fánanum standa slagorðin „Okkar tími – okkar bjór“. Eins og gefur að skilja er hvorugt sigurvegaranna með aldur til þess að kaupa áfengi og telst pilturinn enn vera barn. Haukur segir ekkert athugavert við það að auglýsa Gull á íþróttamóti þar sem börn eru þátttakendur eða að taka mynd af ungmennunum við fánann. „Þau eru sigurvegarar í mótinu og eðlilegt er að tekin sé mynd af þeim með samstarfsaðilann í baksýn. Uppfylli samstarfsaðilinn skilyrðin sem lögin setja um merkingar í slíkum auglýsingum þá sé ég ekkert athugavert við það. Samkvæmt lögum er ekki um bjór að ræða,“ segir Haukur. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Golf Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höldum Egils Gull mótið og þessi gagnrýni hefur alveg komið áður. Við auðvitað fylgjum, ásamt Ölgerðinni, þeim lögum og reglum sem gilda um áfengisauglýsingar á Íslandi.“ Þetta segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, aðspurður um gagnrýni sem beinist að sambandinu frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Foreldrasamtökin gagnrýna umgjörð Egils Gull mótsins sem haldið var um síðastliðna helgi. Mótið er ætlað fullorðnum en ungmenni geta unnið sér þar inn þátttökurétt. Mótið er styrkt af Ölgerðinni sem framleiðir meðal annars Egils Gull, bjór og léttbjór. Öll umgjörð mótsins var tileinkuð Egils Gulli og samkvæmt Foreldrasamtökunum var um áfengisauglýsingu að ræða. En samkvæmt lögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar á Íslandi. Foreldrasamtökin segja umgjörðina óboðlega og ekki í takt við uppeldis- og forvarnarmarkmið íþróttahreyfingarinnar. Einnig segja þau Golfsambandið brjóta lög um rétt barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður og vísa til 20. greinar áfengislaga. Haukur segir GSÍ og Ölgerðina fara eftir þeim lögum og reglum sem ríkja á Íslandi og segir auglýsingunum ekki beint að börnum. „Mótið er ekki ætlað börnum og unglingum, þetta er fullorðinsmót. Ungmennum er ekki bönnuð þátttaka í mótinu en auglýsingum er ekki beint að þeim,“ segir Haukur. Sigurvegari mótsins í karlaflokki var sextán ára gamall piltur en í kvennaflokki var það átján ára stúlka. Á heimasíðu GSÍ má sjá ljósmynd af sigurvegurunum með blaktandi Egils Gull fána í baksýn. Á fánanum standa slagorðin „Okkar tími – okkar bjór“. Eins og gefur að skilja er hvorugt sigurvegaranna með aldur til þess að kaupa áfengi og telst pilturinn enn vera barn. Haukur segir ekkert athugavert við það að auglýsa Gull á íþróttamóti þar sem börn eru þátttakendur eða að taka mynd af ungmennunum við fánann. „Þau eru sigurvegarar í mótinu og eðlilegt er að tekin sé mynd af þeim með samstarfsaðilann í baksýn. Uppfylli samstarfsaðilinn skilyrðin sem lögin setja um merkingar í slíkum auglýsingum þá sé ég ekkert athugavert við það. Samkvæmt lögum er ekki um bjór að ræða,“ segir Haukur.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Golf Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira