We Will Rock You á svið í Háskólabíói Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 1. júní 2019 11:29 Björn Jörundur og Ragnhildur Gísladóttir snúa bökum saman í fyrsta sinn þótt þau hafi þekkst lengi. Fréttablaðið/Anton Brink „Tónlistin er kraftmikil og flott og það verður spennandi að flytja hana með þessu flinka fólki sem verður þarna í öllum deildum. Ég hlakka mikið til og það getur ekki orðið annað en gaman þarna,“ segir Ragnhildur Gísladóttir en þau Björn Jörundur Friðbjörnsson munu leika aðalhlutverkin í söngleiknum We will rock you sem settur verður á svið í Háskólabíói. Söngleikurinn er eins og flestir vita gerður úr lögum hljómsveitarinnar Queen sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu misseri eftir sýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody. Listrænir stjórnendur verða þau Vignir Rafn Valþórsson sem mun leikstýra, Karl Olgeirsson er titlaður tónlistarstjóri og Chantelle Carey er danshöfundur. Axel Hallkell Jóhannesson hannar sviðsmynd, Rebekka Jónsdóttir hannar búninga, ljósahönnun er í höndum Freys Vilhjálmssonar og um hljóðhönnun sér Aron Þór Arnarsson. Ragga fer með hlutverk Killer Queen í sýningunni og á móti henni, í hlutverki Kashoggi, verður Björn Jörundur. „Mér var boðið að vera með og tímasetningin hentaði heppilega inn í dagskrána hjá mér. Einnig er hollt fyrir mann að taka svona tarnir til að vinna með fólki sem þú annars færir á mis við inni í eigin ramma,“ segir Björn Jörundur. Síðast stóð hann á leiksviði í Gulleyjunni sem sýnd var í Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. „Það gætu verið fimm á síðan, það er bara enginn að telja,“ segir hann léttur. „Ég hlakka til að vinna með Ragnhildi, hún er húmoristi og kjölfestulistamaður í samfélaginu. Ég eins og aðrir er alinn upp við tónlist Queen en hef ekki skráð mig í neinn aðdáendaklúbb enn þá, best að gera það strax eftir helgi,“ bætir hann við. Ragga segir að þetta sé í fyrsta sinn sem þau vinni saman. „Við Bjössi þekkjumst vel en höfum ekki unnið saman fyrr. Hann er einn skemmtilegasti maður á Íslandi svo mikið er víst. Það hatar enginn að hlæja með honum. Ég hef ekki misst af þessari tónlist frekar en annað fólk í heiminum en hef satt að segja ekki legið yfir henni. Nú er komið að því hjá mér, sem sagt stuð fram undan! Ég verð þessi með Queen-lögin í karókíinu.“ Þá segir hún að söngvarar þurfi að vera í góðu formi til að syngja lögin sem Queen gerði fræg. „Ég held áfram að hlaupa, teygja og æfa tennis, það er gaman. Ég kannski finn einhverja viðbót við það í tilefni þessa verkefnis. Bogfimi? Væri það eitthvað?“ Prufur fyrir kór og dansara fara fram þann 5. júní og fyrir önnur hlutverk 6. júní. Allar frekari upplýsingar um áheyrnarprufurnar verður að finna á Facebook-síðu söngleiksins: „We will rock you – Ísland“.Chantelle Carey danshöfundur, Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri og Karl Olgeirsson tónlistarstjóri eru listrænir stjórnendur sýningarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Tónlistin er kraftmikil og flott og það verður spennandi að flytja hana með þessu flinka fólki sem verður þarna í öllum deildum. Ég hlakka mikið til og það getur ekki orðið annað en gaman þarna,“ segir Ragnhildur Gísladóttir en þau Björn Jörundur Friðbjörnsson munu leika aðalhlutverkin í söngleiknum We will rock you sem settur verður á svið í Háskólabíói. Söngleikurinn er eins og flestir vita gerður úr lögum hljómsveitarinnar Queen sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu misseri eftir sýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody. Listrænir stjórnendur verða þau Vignir Rafn Valþórsson sem mun leikstýra, Karl Olgeirsson er titlaður tónlistarstjóri og Chantelle Carey er danshöfundur. Axel Hallkell Jóhannesson hannar sviðsmynd, Rebekka Jónsdóttir hannar búninga, ljósahönnun er í höndum Freys Vilhjálmssonar og um hljóðhönnun sér Aron Þór Arnarsson. Ragga fer með hlutverk Killer Queen í sýningunni og á móti henni, í hlutverki Kashoggi, verður Björn Jörundur. „Mér var boðið að vera með og tímasetningin hentaði heppilega inn í dagskrána hjá mér. Einnig er hollt fyrir mann að taka svona tarnir til að vinna með fólki sem þú annars færir á mis við inni í eigin ramma,“ segir Björn Jörundur. Síðast stóð hann á leiksviði í Gulleyjunni sem sýnd var í Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. „Það gætu verið fimm á síðan, það er bara enginn að telja,“ segir hann léttur. „Ég hlakka til að vinna með Ragnhildi, hún er húmoristi og kjölfestulistamaður í samfélaginu. Ég eins og aðrir er alinn upp við tónlist Queen en hef ekki skráð mig í neinn aðdáendaklúbb enn þá, best að gera það strax eftir helgi,“ bætir hann við. Ragga segir að þetta sé í fyrsta sinn sem þau vinni saman. „Við Bjössi þekkjumst vel en höfum ekki unnið saman fyrr. Hann er einn skemmtilegasti maður á Íslandi svo mikið er víst. Það hatar enginn að hlæja með honum. Ég hef ekki misst af þessari tónlist frekar en annað fólk í heiminum en hef satt að segja ekki legið yfir henni. Nú er komið að því hjá mér, sem sagt stuð fram undan! Ég verð þessi með Queen-lögin í karókíinu.“ Þá segir hún að söngvarar þurfi að vera í góðu formi til að syngja lögin sem Queen gerði fræg. „Ég held áfram að hlaupa, teygja og æfa tennis, það er gaman. Ég kannski finn einhverja viðbót við það í tilefni þessa verkefnis. Bogfimi? Væri það eitthvað?“ Prufur fyrir kór og dansara fara fram þann 5. júní og fyrir önnur hlutverk 6. júní. Allar frekari upplýsingar um áheyrnarprufurnar verður að finna á Facebook-síðu söngleiksins: „We will rock you – Ísland“.Chantelle Carey danshöfundur, Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri og Karl Olgeirsson tónlistarstjóri eru listrænir stjórnendur sýningarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira