Lloris: „Ég stóð af mér storminn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2019 13:00 Hugo Lloris er fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins vísir/Getty Hugo Lloris mun leiða lið Tottenham út á Wanda Metropolitano völlinn í Madríd í kvöld og inn í fyrsta úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sögu félagsins. Leið Tottenham í úrslitaleikinn var stormasöm, liðið var hársbreidd frá því að detta út úr keppninni eftir aðeins fjóra leiki í riðlakeppninni, myndbandsdómgæsla bjargaði liðinu gegn Manchester City og þrenna Lucas Moura tryggði ótrúlega endurkomu gegn Ajax í undanúrslitunum. „Við fórum í gegnum allan tilfinningaskalann,“ sagði Lloris í ítarlegu viðtali við The Times. „Leikirnir voru mjög villtir því að við vorum ekki við stjórnina, við náðum ekki að stjórna andstæðingunum.“ „En við sýndum mikinn karakter og rétt hugarfar. Við héldum trúnni og það kom okkur í þessa stöðu.“ Lloris byrjaði tímabilið ekki vel en hann var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í lok ágústmánaðar. Hann þurfti að eyða nótt í fangaklefa aðeins 40 dögum eftir að hann lyfti heimsmeistaratitlinum með franska landsliðinu. „Þegar þú gerir mistök þá þarftu að læra frá þeim og halda áfram. Það er ekkert annað í boði. Auðvitað var ég ekki stoltur af þessu og þurfti að vinna úr þessu, ég er enn að gera það.“ „Ég er faðir, ég er 32 ára gamall og það er mikilvægt að ég axli ábyrgð á gjörðum mínum og haldi áfram.“ Tímabilið byrjaði ekki vel fyrir Lloris sem gerði nokkur áberandi mistök í fyrstu leikjum tímabilsins. Hann segir að það hversu stuttur tími leið frá HM og þar til hann þurfti að vera tilbúinn með Tottenham hafi spilað þar inn í. „Það gerðist mikið á þessu tímabili en ég stóð sterkur í gegnum það, í gegnum storminn. Þegar upp var staðið hjálpaði ég liðinu og liðsfélögum mínum.“ „Fólk getur talað um mistök en þetta snýst um það hvernig maður bregst við mistökum. Það er alltaf best að svara þeim á vellinum.“ Lloris getur orðið fimmti maðurinn í sögu fótboltans til þess að lyfta heimismeistaratitli með landsliði og Evrópumeistaratitli með félagsliði sem fyrirliði takist Tottenham að sigra Liverpool í kvöld. Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Upphitun hefst klukkan 18:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Hugo Lloris mun leiða lið Tottenham út á Wanda Metropolitano völlinn í Madríd í kvöld og inn í fyrsta úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sögu félagsins. Leið Tottenham í úrslitaleikinn var stormasöm, liðið var hársbreidd frá því að detta út úr keppninni eftir aðeins fjóra leiki í riðlakeppninni, myndbandsdómgæsla bjargaði liðinu gegn Manchester City og þrenna Lucas Moura tryggði ótrúlega endurkomu gegn Ajax í undanúrslitunum. „Við fórum í gegnum allan tilfinningaskalann,“ sagði Lloris í ítarlegu viðtali við The Times. „Leikirnir voru mjög villtir því að við vorum ekki við stjórnina, við náðum ekki að stjórna andstæðingunum.“ „En við sýndum mikinn karakter og rétt hugarfar. Við héldum trúnni og það kom okkur í þessa stöðu.“ Lloris byrjaði tímabilið ekki vel en hann var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í lok ágústmánaðar. Hann þurfti að eyða nótt í fangaklefa aðeins 40 dögum eftir að hann lyfti heimsmeistaratitlinum með franska landsliðinu. „Þegar þú gerir mistök þá þarftu að læra frá þeim og halda áfram. Það er ekkert annað í boði. Auðvitað var ég ekki stoltur af þessu og þurfti að vinna úr þessu, ég er enn að gera það.“ „Ég er faðir, ég er 32 ára gamall og það er mikilvægt að ég axli ábyrgð á gjörðum mínum og haldi áfram.“ Tímabilið byrjaði ekki vel fyrir Lloris sem gerði nokkur áberandi mistök í fyrstu leikjum tímabilsins. Hann segir að það hversu stuttur tími leið frá HM og þar til hann þurfti að vera tilbúinn með Tottenham hafi spilað þar inn í. „Það gerðist mikið á þessu tímabili en ég stóð sterkur í gegnum það, í gegnum storminn. Þegar upp var staðið hjálpaði ég liðinu og liðsfélögum mínum.“ „Fólk getur talað um mistök en þetta snýst um það hvernig maður bregst við mistökum. Það er alltaf best að svara þeim á vellinum.“ Lloris getur orðið fimmti maðurinn í sögu fótboltans til þess að lyfta heimismeistaratitli með landsliði og Evrópumeistaratitli með félagsliði sem fyrirliði takist Tottenham að sigra Liverpool í kvöld. Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Upphitun hefst klukkan 18:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn