Íslenska karlalandsliðið í blaki tapaði öllum leikjum sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi eftir tap í síðasta leiknum á móti Kýpur.
Íslenska liðið hafði unnið eina hrinu í öllum leikjum sínum á leikunum til þessa en Kýpverjar reyndust of stór biti fyrir íslenska liðið og þeir tóku allar hrinurnar þrjár og leikinn 3-0.
Kýpur vann fyrstu hrinu með yfirburðum 25-15, önnur hrina fór 25-13 og sú þriðja 25-16. Gríðarlega öruggur sigur hjá Kýpur.
Alexander Arnar Þórisson var stigahæstur í íslenska liðinu með átta stig.
Tap gegn Kýpur í síðasta leik
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti




