Krónan tekur upp sykurreyrpoka og hættir með smápoka úr plasti Sylvía Hall skrifar 1. júní 2019 18:34 Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdarstjóri Krónunnar. Frá og með 1. júní munu allar verslanir Krónunnar hætta að selja hefðbundna plastburðarpoka í verslunum sínum og í þeirra stað er nú boðið upp á burðarpoka úr sykurreyr. Þá munu smápokar sem hafa fengist gefins við kassa verða teknir úr umferð. Í fréttatilkynningu segir að Krónan vilji sýna frumkvæði í þessum efnum. Ný löggjöf sem bannar verslunum að afhenda plastpoka án endurgjalds tekur gildi síðar í sumar en Krónan vill sýna frumkvæði og taka hefðbundið plast strax úr umferð. „Það er markmið Krónunnar að setja umhverfismálin í forgang í allri okkar starfsemi og því lögðumst við í talsverða rannsóknarvinnu í samráði við sérfræðinga í umhverfisvernd til að tryggja að við myndum velja bestu leiðina í vali á burðarpokum,“ er haft eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdarstjóra Krónunnar í fréttatilkynningu. Þá kemur fram að Krónan hafi valið sykurreyrpokana eftir að hafa litið til þátta á borð við kolefnisfótspors, framleiðsluaðferða, burðarþols, fjölnotaeiginleika og hversu auðvelt sé að endurvinna þá. Sykurreyrpokarnir eru úr svokölluðu „grænu plasti“ sem er gætt sömu eiginleikum og hefðbundið plast. Pokarnir eru framleiddir í Brasilíu og er nánast eingöngu rigningarvatn notað til vökvunar á sykurreyrnum. Þá er hliðarafurð úr sykurreyrsvinnslunni notuð sem áburður við ræktun og því um sjálfbæra framleiðslu að ræða. Neytendur Umhverfismál Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Frá og með 1. júní munu allar verslanir Krónunnar hætta að selja hefðbundna plastburðarpoka í verslunum sínum og í þeirra stað er nú boðið upp á burðarpoka úr sykurreyr. Þá munu smápokar sem hafa fengist gefins við kassa verða teknir úr umferð. Í fréttatilkynningu segir að Krónan vilji sýna frumkvæði í þessum efnum. Ný löggjöf sem bannar verslunum að afhenda plastpoka án endurgjalds tekur gildi síðar í sumar en Krónan vill sýna frumkvæði og taka hefðbundið plast strax úr umferð. „Það er markmið Krónunnar að setja umhverfismálin í forgang í allri okkar starfsemi og því lögðumst við í talsverða rannsóknarvinnu í samráði við sérfræðinga í umhverfisvernd til að tryggja að við myndum velja bestu leiðina í vali á burðarpokum,“ er haft eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdarstjóra Krónunnar í fréttatilkynningu. Þá kemur fram að Krónan hafi valið sykurreyrpokana eftir að hafa litið til þátta á borð við kolefnisfótspors, framleiðsluaðferða, burðarþols, fjölnotaeiginleika og hversu auðvelt sé að endurvinna þá. Sykurreyrpokarnir eru úr svokölluðu „grænu plasti“ sem er gætt sömu eiginleikum og hefðbundið plast. Pokarnir eru framleiddir í Brasilíu og er nánast eingöngu rigningarvatn notað til vökvunar á sykurreyrnum. Þá er hliðarafurð úr sykurreyrsvinnslunni notuð sem áburður við ræktun og því um sjálfbæra framleiðslu að ræða.
Neytendur Umhverfismál Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira