Tyrkland vann 2-0 sigur á Úsbekistan í vináttulandsleik í Tryklandi en 22 ára varnarmaður skoraði bæði mörk leiksins í dag.
Mehmet Zeki Celik skoraði fyrra markið á sautjándu mínútu en Celik leikur með Lille í Frakklandi. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark.
Hann var aftur á ferðinni í síðari hálfleik og tvöfaldaði forystuna á 57. mínútu en það urðu lokatölur leiksins.
Tyrkir spila við Frakka á laugardaginn á meðan Ísland spilar við Albaníu. Þeir heimsækja svo Ísland og spila við íslenska landsliðið þriðjudaginn 11. júní.
