Ekkert hraðaeftirlit í Vaðlaheiðargöngum Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2019 07:15 Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðraganga, segir ökumenn löghlýðna. Fréttablaðið/Auðunn Engar hraðamyndavélar hafa verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en vonir standa til að þær verði settar upp á þessu ári. Göngin hafa verið opin núna í tæp hálft ár án myndavélaeftirlits lögreglunnar. Framkvæmdastjóri ganganna segir hins vegar notendur ganganna einstaklega löghlýðna á þessum fyrstu mánuðum. Lögreglan á Akureyri segir myndavélaeftirlitið ekki á sinni könnu heldur sé það í raun Vegagerðin sem setji upp eftirlitsmyndavélarnar. Síðan sé það lögreglustjórinn á Vesturlandi sem sjái um úrvinnslu gagna úr eftirlitsmyndavélum sem þessum og sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur. Embættið hafi því yfirumsjón með öllum hraðamyndavélum landsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir myndavélarnar verða settar upp fljótlega. „Við höfum ekki verið að ýta á eftir því sérstaklega sökum þess að við höfum fengið af því fréttir að þær séu á leiðinni. Við höfum hins vegar farið í eftirlit inn í göngin en svo munu vélarnar hjálpa til þegar þær verða settar upp,“ segir Halla Bergþóra. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir að þótt eftirlitsmyndavélarnar séu ekki komnar upp séu ökumenn afar löghlýðnir í göngunum. „Við sjáum hraða ökutækja hjá okkur en það er ekki hluti af vegaeftirlitinu. Það sem við höfum séð er að langflestir ökumenn aka á milli 60 og 70 kílómetra hraða á klukkustund. Aðeins sárafáar bifreiðar hafa keyrt göngin á yfir 100 kílómetra hraða en þar er aðeins um forgangsakstur að ræða hjá lögreglu og slökkviliði,“ segir Valgeir. „Við erum afar ánægðir með hvernig umferðarmenningin er í göngunum.“ Valgeir segir að allt sé klárt varðandi uppsetningu hraðamyndavélanna í göngunum og nú þurfi aðeins að koma þeim upp og setja í samband. „Allt er í rauninni tilbúið og tengingar fyrir hendi til þess að búnaðurinn geti virkað. Því verður afar fljótlegt að setja upp þennan búnað um leið og hann kemur í göngin,“ bætir Valgeir við. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Umferðaröryggi Vaðlaheiðargöng Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Engar hraðamyndavélar hafa verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en vonir standa til að þær verði settar upp á þessu ári. Göngin hafa verið opin núna í tæp hálft ár án myndavélaeftirlits lögreglunnar. Framkvæmdastjóri ganganna segir hins vegar notendur ganganna einstaklega löghlýðna á þessum fyrstu mánuðum. Lögreglan á Akureyri segir myndavélaeftirlitið ekki á sinni könnu heldur sé það í raun Vegagerðin sem setji upp eftirlitsmyndavélarnar. Síðan sé það lögreglustjórinn á Vesturlandi sem sjái um úrvinnslu gagna úr eftirlitsmyndavélum sem þessum og sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur. Embættið hafi því yfirumsjón með öllum hraðamyndavélum landsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir myndavélarnar verða settar upp fljótlega. „Við höfum ekki verið að ýta á eftir því sérstaklega sökum þess að við höfum fengið af því fréttir að þær séu á leiðinni. Við höfum hins vegar farið í eftirlit inn í göngin en svo munu vélarnar hjálpa til þegar þær verða settar upp,“ segir Halla Bergþóra. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir að þótt eftirlitsmyndavélarnar séu ekki komnar upp séu ökumenn afar löghlýðnir í göngunum. „Við sjáum hraða ökutækja hjá okkur en það er ekki hluti af vegaeftirlitinu. Það sem við höfum séð er að langflestir ökumenn aka á milli 60 og 70 kílómetra hraða á klukkustund. Aðeins sárafáar bifreiðar hafa keyrt göngin á yfir 100 kílómetra hraða en þar er aðeins um forgangsakstur að ræða hjá lögreglu og slökkviliði,“ segir Valgeir. „Við erum afar ánægðir með hvernig umferðarmenningin er í göngunum.“ Valgeir segir að allt sé klárt varðandi uppsetningu hraðamyndavélanna í göngunum og nú þurfi aðeins að koma þeim upp og setja í samband. „Allt er í rauninni tilbúið og tengingar fyrir hendi til þess að búnaðurinn geti virkað. Því verður afar fljótlegt að setja upp þennan búnað um leið og hann kemur í göngin,“ bætir Valgeir við.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Umferðaröryggi Vaðlaheiðargöng Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira