Íslendingum verði kennd ný regla um hvernig aka eigi um hringtorg Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2019 21:55 Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur um umferðaröryggi. Stöð 2/Einar Árnason. Mikið eignatjón í hringtorgum og tilkoma sjálfkeyrandi bíla knýja á um að Íslendingar leggi af þá séríslensku reglu að bílar í innri hring eigi réttinn, að mati sérfræðings um umferðaröryggi. Hann hvetur Alþingi til að lögfesta alþjóðlegar reglur um umferðarrétt í hringtorgum þannig að bílar í ytri hring eigi réttinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Allir sem taka ökupróf á Íslandi læra að þegar ekið er út úr hringtorgi þá eru það þeir sem eru í innri hring sem eiga réttinn, - þeir sem eru í ytri hring þurfa að víkja. Þessari reglu vill Ólafur Kr. Guðmundsson að Alþingi breyti núna við endurskoðun umferðarlaga enda sé hún í mótsögn við aðra grundvallarreglu í umferðinni, svokallaða hægrireglu. Loftmynd af hringtorginu á Vesturlandsvegi við Bauhaus.Stöð 2/Einar Árnason.Ólafur veit ekki til þess að aðrar þjóðir hafi þá reglu að innri hringur eigi réttinn og telur hana séríslenska. „Þetta er öfugt miðað við það sem aðrar þjóðir gera. Þannig að nú er tækifærið, að hafa þetta eins og það er í öðrum löndum og vera ekki að búa til nýtt vandamál á Íslandi. Sem verður út af aukningu ferðamanna, sem eru ekki vanir þessum aðstæðum,“ segir Ólafur. Það gerði kannski ekki mikið til að Íslendingar væru með sína eigin reglu á Íslandi meðan þeir voru nánast einir um að aka um íslenska vegi. En það er aldeilis orðið breytt. „Það er mjög algengt að það verði eignatjón í hringtorgum á Íslandi, og þá mjög oft erlendir ferðamenn,“ segir Ólafur og bendir á hringtorgið á Vesturlandsvegi við Bauhaus. Þar hafi orðið yfir sjötíu árekstrar á einungis fimm árum, megnið af þeim eignatjón þegar menn séu að beygja út úr hringtorginu. Þá verði þessi misskilningur, milli útlendinga og Íslendinga. Þá myndi samræming auðvelda Íslendingum að aka erlendis.Þegar ekið er út úr hringtorgi á Íslandi á sá réttinn sem er í innri hring, - öfugt við að sem tíðkast hjá öðrum þjóðum.Stöð 2/Einar Árnason.Ný tækni knýr líka á um breytingu, að mati Ólafs. Sjálfkeyrandi bílar séu byrjaðir að koma og sjálfur hafi hann reynt það á hálfsjálfkeyrandi Teslu að hún sé í vandræðum með íslensku hringtorgin. Hugbúnaður þeirra bíla sem komi í framtíðinni geri ekki ráð fyrir séríslenskri reglu í hringtorgum. Þótt sumir vilji meina að íslenska reglan sé skynsamlegri telur Ólafur ólíklegt að Íslendingum takist að sannfæra aðrar þjóðir um að taka hana upp. „Ég held að það sé miklu einfaldara að kenna 300 þúsund manns nýja reglu heldur en að ætla að umbreyta öllum heiminum. Ég myndi byrja á þessum 300 þúsund,“ segir Ólafur. Hér má sjá viðtalið við Ólaf: Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir löngu tímabært að setja lög um akstur í hringtorgum "Treysti þjóðinni til að skipta yfir í forgang á hægri hring hringtorga.“ 24. júlí 2018 20:15 Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Mikið eignatjón í hringtorgum og tilkoma sjálfkeyrandi bíla knýja á um að Íslendingar leggi af þá séríslensku reglu að bílar í innri hring eigi réttinn, að mati sérfræðings um umferðaröryggi. Hann hvetur Alþingi til að lögfesta alþjóðlegar reglur um umferðarrétt í hringtorgum þannig að bílar í ytri hring eigi réttinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Allir sem taka ökupróf á Íslandi læra að þegar ekið er út úr hringtorgi þá eru það þeir sem eru í innri hring sem eiga réttinn, - þeir sem eru í ytri hring þurfa að víkja. Þessari reglu vill Ólafur Kr. Guðmundsson að Alþingi breyti núna við endurskoðun umferðarlaga enda sé hún í mótsögn við aðra grundvallarreglu í umferðinni, svokallaða hægrireglu. Loftmynd af hringtorginu á Vesturlandsvegi við Bauhaus.Stöð 2/Einar Árnason.Ólafur veit ekki til þess að aðrar þjóðir hafi þá reglu að innri hringur eigi réttinn og telur hana séríslenska. „Þetta er öfugt miðað við það sem aðrar þjóðir gera. Þannig að nú er tækifærið, að hafa þetta eins og það er í öðrum löndum og vera ekki að búa til nýtt vandamál á Íslandi. Sem verður út af aukningu ferðamanna, sem eru ekki vanir þessum aðstæðum,“ segir Ólafur. Það gerði kannski ekki mikið til að Íslendingar væru með sína eigin reglu á Íslandi meðan þeir voru nánast einir um að aka um íslenska vegi. En það er aldeilis orðið breytt. „Það er mjög algengt að það verði eignatjón í hringtorgum á Íslandi, og þá mjög oft erlendir ferðamenn,“ segir Ólafur og bendir á hringtorgið á Vesturlandsvegi við Bauhaus. Þar hafi orðið yfir sjötíu árekstrar á einungis fimm árum, megnið af þeim eignatjón þegar menn séu að beygja út úr hringtorginu. Þá verði þessi misskilningur, milli útlendinga og Íslendinga. Þá myndi samræming auðvelda Íslendingum að aka erlendis.Þegar ekið er út úr hringtorgi á Íslandi á sá réttinn sem er í innri hring, - öfugt við að sem tíðkast hjá öðrum þjóðum.Stöð 2/Einar Árnason.Ný tækni knýr líka á um breytingu, að mati Ólafs. Sjálfkeyrandi bílar séu byrjaðir að koma og sjálfur hafi hann reynt það á hálfsjálfkeyrandi Teslu að hún sé í vandræðum með íslensku hringtorgin. Hugbúnaður þeirra bíla sem komi í framtíðinni geri ekki ráð fyrir séríslenskri reglu í hringtorgum. Þótt sumir vilji meina að íslenska reglan sé skynsamlegri telur Ólafur ólíklegt að Íslendingum takist að sannfæra aðrar þjóðir um að taka hana upp. „Ég held að það sé miklu einfaldara að kenna 300 þúsund manns nýja reglu heldur en að ætla að umbreyta öllum heiminum. Ég myndi byrja á þessum 300 þúsund,“ segir Ólafur. Hér má sjá viðtalið við Ólaf:
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir löngu tímabært að setja lög um akstur í hringtorgum "Treysti þjóðinni til að skipta yfir í forgang á hægri hring hringtorga.“ 24. júlí 2018 20:15 Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Segir löngu tímabært að setja lög um akstur í hringtorgum "Treysti þjóðinni til að skipta yfir í forgang á hægri hring hringtorga.“ 24. júlí 2018 20:15
Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00
Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00