Þrír nýir stjórnendur hjá Orku náttúrunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 13:37 Hildigunnur, Guðrún og Kristján. Vísir Guðrún Einarsdóttir, Hildigunnur Jónsdóttir og Kristján Már Atlason eru nýir stjórnendur hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Hildigunnur verður stjórnandi í tækniþróun, Guðrún í einstaklingsmörkuðum og Kristján Már í fyrirtækjamörkuðum. Munu þau taka þátt í að þróa eitt stærsta orkufyrirtæki landsins í takti við síbreytilegar þarfir og áskoranir segir í tilkynningu frá ON. Hildigunnur Jónsdóttir gekk til liðs við ON fyrir rúmu ári sem verkefnisstjóri. Hún hafði þá sjö ára reynslu sem slíkur hjá danska orkufyrirtækinu Örsted þar sem hún vann að vindorku-verkefnum víða um heim. Hildigunnur er með M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Columbia University í New York, diplómu í stjórnun (EBA) frá DTU í Danmörku og B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Guðrún Einarsdóttir réði sig til fjarskipta-fyrirtækisins Nova við stofnun þess og gegndi ýmsum stjórnunarstörfum á uppvaxtarárum þess, 2007-2013. Þá gerðist hún starfsmannastjóri hjá WOW en fór aftur til Nova 2014 þar sem hún stýrði verkefna- og vörustjórnun þar til fyrr á þessu ári. Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Kristján Már Atlason hefur áratuga reynslu af sölu- og markaðsmálum á fyrirtækjamarkaði. Hann starfaði hjá Olís þar sem hann var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs félagsins frá árinu 2014. Þar áður starfaði Kristján hjá Samskipum í um 15 ár sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála, hvorttveggja í Reykjavík og Rotterdam. Kristján er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá sama skóla.Berglind Rán Ólafsdóttir.ON„Við munum áfram verða í forystu í okkar nauðsynlegu og skynsamlegu orkuskiptum í samgöngum,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, en ON hefur beint sjónum sínum fyrst og fremst að rafbílum.Berglind var ráðin framkvæmdastjóri ON í febrúar í stað Bjarna Más Júlíussonar sem sagt var upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar. „Í þeim eykst hraðinn stöðugt og við ætlum að vera leiðandi á fleiri sviðum orkumála,“ bætir hún við. „Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu jarðhitans. Það kallar á ferska nálgun þar sem tvinnast saman betri nýting orkunnar sem við sækjum í jarðhitasvæðin og nýtingu á öðrum straumum sem koma upp með orkunni.“ Þar vísar Berglind meðal annars til þróunarverkefna við Hellisheiðarvirkjun þar sem hvert sprotafyrirtækið á fætur öðru hefur verið að halda sér völl til að nýta afurðir jarðhitavinnslunnar. „Við bindum miklar vonir við nýja stjórnendur sem bætast nú við öflugt teymi okkar hjá ON og sem fyrr tökumst við einbeitt á við þessi verkefni,“ segir Berglind Rán. Vistaskipti Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR. 26. nóvember 2018 15:39 Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ON hafi ávallt gætt þess að halda vatnshæð undir leyfilegum mörkum. 21. apríl 2019 17:13 Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. 19. febrúar 2019 11:15 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Guðrún Einarsdóttir, Hildigunnur Jónsdóttir og Kristján Már Atlason eru nýir stjórnendur hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Hildigunnur verður stjórnandi í tækniþróun, Guðrún í einstaklingsmörkuðum og Kristján Már í fyrirtækjamörkuðum. Munu þau taka þátt í að þróa eitt stærsta orkufyrirtæki landsins í takti við síbreytilegar þarfir og áskoranir segir í tilkynningu frá ON. Hildigunnur Jónsdóttir gekk til liðs við ON fyrir rúmu ári sem verkefnisstjóri. Hún hafði þá sjö ára reynslu sem slíkur hjá danska orkufyrirtækinu Örsted þar sem hún vann að vindorku-verkefnum víða um heim. Hildigunnur er með M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Columbia University í New York, diplómu í stjórnun (EBA) frá DTU í Danmörku og B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Guðrún Einarsdóttir réði sig til fjarskipta-fyrirtækisins Nova við stofnun þess og gegndi ýmsum stjórnunarstörfum á uppvaxtarárum þess, 2007-2013. Þá gerðist hún starfsmannastjóri hjá WOW en fór aftur til Nova 2014 þar sem hún stýrði verkefna- og vörustjórnun þar til fyrr á þessu ári. Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Kristján Már Atlason hefur áratuga reynslu af sölu- og markaðsmálum á fyrirtækjamarkaði. Hann starfaði hjá Olís þar sem hann var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs félagsins frá árinu 2014. Þar áður starfaði Kristján hjá Samskipum í um 15 ár sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála, hvorttveggja í Reykjavík og Rotterdam. Kristján er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá sama skóla.Berglind Rán Ólafsdóttir.ON„Við munum áfram verða í forystu í okkar nauðsynlegu og skynsamlegu orkuskiptum í samgöngum,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, en ON hefur beint sjónum sínum fyrst og fremst að rafbílum.Berglind var ráðin framkvæmdastjóri ON í febrúar í stað Bjarna Más Júlíussonar sem sagt var upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar. „Í þeim eykst hraðinn stöðugt og við ætlum að vera leiðandi á fleiri sviðum orkumála,“ bætir hún við. „Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu jarðhitans. Það kallar á ferska nálgun þar sem tvinnast saman betri nýting orkunnar sem við sækjum í jarðhitasvæðin og nýtingu á öðrum straumum sem koma upp með orkunni.“ Þar vísar Berglind meðal annars til þróunarverkefna við Hellisheiðarvirkjun þar sem hvert sprotafyrirtækið á fætur öðru hefur verið að halda sér völl til að nýta afurðir jarðhitavinnslunnar. „Við bindum miklar vonir við nýja stjórnendur sem bætast nú við öflugt teymi okkar hjá ON og sem fyrr tökumst við einbeitt á við þessi verkefni,“ segir Berglind Rán.
Vistaskipti Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR. 26. nóvember 2018 15:39 Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ON hafi ávallt gætt þess að halda vatnshæð undir leyfilegum mörkum. 21. apríl 2019 17:13 Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. 19. febrúar 2019 11:15 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57
Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR. 26. nóvember 2018 15:39
Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ON hafi ávallt gætt þess að halda vatnshæð undir leyfilegum mörkum. 21. apríl 2019 17:13
Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. 19. febrúar 2019 11:15