O Fortuna spilað þegar Bára eyddi upptökunum Sylvía Hall skrifar 4. júní 2019 21:41 Bára á Gauknum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Báramótabrennan“ fór fram í kvöld á Gauknum en þar eyddi Bára Halldórsdóttir hinum frægu Klaustursupptökum. Báru var gert að eyða upptökunum eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið lög um persónuvernd með upptökunni. Viðburðurinn hófst klukkan 21 í kvöld og var þétt dagskrá. Lögfræðingar Báru sáu um að skrásetja viðburðinn og flutti Halldór Auðar Svansson, fyrrum borgarfulltrúi, opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. „Þetta snýst ekki bara um Báru á móti Miðflokksmönnum eða bara Miðflokksmenn eða Báru, sagan er hið stóra samhengi,“ sagði Halldór Auðar í ávarpi sínu. Hann bað gesti að hafa í huga hver saga upptakanna væri. Valdir kaflar upptökunnar voru kvaddir sérstaklega áður en þeim var eytt með viðhöfn. Fólki var svo frjálst að grípa í míkrófóninn og segja eitthvað uppbyggilegt og voru gestir hvattir til þess að vera „meira sexý enn í fyrra“ sem er tilvísun í orð Bergþórs Ólasonar sem heyrðust á upptökunni.Bára ávarpaði viðstadda.Vísir/VilhelmLoks steig Bára sjálf á svið ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, lögmanni sínum, og Margréti Erlu Maack þar sem hún eyddi upptökunum á meðan lagið O Fortuna var spilað en viðburðinum var streymt í beinni á Facebook. „Ég tek ábyrgð, hvað með þau?“ skrifaði Bára við streymið. Frítt var inn á viðburðinn og voru „óminnismjöður“ og „samviskuskot“ á tilboði. Þá bar kokteill kvöldsins hið skemmtilega nafn „Blackout36“. Menning Næturlíf Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Báramótabrennan“ fór fram í kvöld á Gauknum en þar eyddi Bára Halldórsdóttir hinum frægu Klaustursupptökum. Báru var gert að eyða upptökunum eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið lög um persónuvernd með upptökunni. Viðburðurinn hófst klukkan 21 í kvöld og var þétt dagskrá. Lögfræðingar Báru sáu um að skrásetja viðburðinn og flutti Halldór Auðar Svansson, fyrrum borgarfulltrúi, opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. „Þetta snýst ekki bara um Báru á móti Miðflokksmönnum eða bara Miðflokksmenn eða Báru, sagan er hið stóra samhengi,“ sagði Halldór Auðar í ávarpi sínu. Hann bað gesti að hafa í huga hver saga upptakanna væri. Valdir kaflar upptökunnar voru kvaddir sérstaklega áður en þeim var eytt með viðhöfn. Fólki var svo frjálst að grípa í míkrófóninn og segja eitthvað uppbyggilegt og voru gestir hvattir til þess að vera „meira sexý enn í fyrra“ sem er tilvísun í orð Bergþórs Ólasonar sem heyrðust á upptökunni.Bára ávarpaði viðstadda.Vísir/VilhelmLoks steig Bára sjálf á svið ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, lögmanni sínum, og Margréti Erlu Maack þar sem hún eyddi upptökunum á meðan lagið O Fortuna var spilað en viðburðinum var streymt í beinni á Facebook. „Ég tek ábyrgð, hvað með þau?“ skrifaði Bára við streymið. Frítt var inn á viðburðinn og voru „óminnismjöður“ og „samviskuskot“ á tilboði. Þá bar kokteill kvöldsins hið skemmtilega nafn „Blackout36“.
Menning Næturlíf Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59
Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13