Landsliðsfólk þarf að borga fyrir að vera valið í landsliðið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. júní 2019 09:30 Blaklandslið Íslands þurfti að standa straum af kostnaði að hluta sjálft til að komast á Smáþjóðaleikana. Mynd/ÍSÍ „Afrekssjóðurinn hefur breytt miklu, og okkar landslagi, en staðan er enn þannig að landsliðsfólk okkar þarf að greiða hluta af kostnaði við landsliðsferðir,“ segir Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, en landsliðsfólk sambandsins þurfti að standa í fjáröflun fyrir Smáþjóðaleikana sem er nýlokið í Svartfjallalandi. Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar teldi nauðsynlegt að hækka styrki til efnilegasta íþróttafólks á Suðurnesjum sem tekur þátt í landsliðsverkefnum. Kostnaður leikmanna liðanna sem taka þátt í verkefnum yngri landsliðanna í körfubolta erlendis hleypur á milljónum. En það eru ekki aðeins yngri landsliðsmenn sem þurfa að standa straum af kostnaði sem fylgir því að vera í landsliði. Landsliðsmenn og -konur í blaki þurftu að sinna fjáröflun til að komast á Smáþjóðaleikana. „Ég þekki ekki hvernig þetta er hjá öllum hinum sérsamböndunum. En staðan hjá BLÍ er þannig að landsliðsfólk stendur undir hluta af kostnaði. Við komum til móts við okkar landsliðsfólk en auðvitað er bagalegt að A-landsliðsfólk þurfi að greiða fyrir ferðir sínar,“ segir Grétar. Ekki er búið að gera upp hvað hver landsliðsmaður þurfti að greiða. „Styrkjaleit og fjáröflun, það er töluverð vinna og tími sem fer í það, sem maður vildi að fólkið okkar nýtti frekar í að æfa íþróttina,“ bætir hann við. Afreksíþróttasjóður úthlutaði um 350 milljónum fyrir árið 2018 og hækkaði um 100 milljónir milli ára. KSÍ fékk 0 krónur fyrir síðasta ár en flestir formenn sérsambanda sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að það sé eina sérsambandið sem þurfi ekki að láta sína iðkendur borga einhvern hluta. Rekstrartekjur KSÍ námu 2,4 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi og nam rekstrarhagnaður 502 milljónum króna. Heildarkostnaður við öll landslið Íslands í fótbolta nam 1,2 milljörðum króna árið 2018. „Hjá okkur í Blaksambandinu, þá eru búin að vera mörg stór verkefni að undanförnu og sambandið hefur ekki djúpa vasa. En afreksstyrkurinn hefur breytt töluvert miklu í kringum allt starfið líka,“ segir Grétar en Blaksambandið fékk 10,5 milljónir á síðasta ári úr sjóðnum. Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, segir formið vera einfalt þar á bæ. Hver iðkandi borgi 45 þúsund krónur fyrir að taka þátt í erlendum mótum. Íþróttamaðurinn fær ekki reikninginn heldur félagið. „Það er svo undir íþróttafélaginu sjálfu komið hvað það gerir við reikninginn. Til dæmis í Reykjavík þá borgar ÍBR fyrir fólk í landsliðsverkefni. Það eru því 15 þúsund sem eftir standa á iðkanda. Þetta er viðráðanlegt í frjálsíþróttabransanum en auðvitað vildi maður óska að landsliðsfólk þyrfti ekki að borga.“ Birtist í Fréttablaðinu Blak Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
„Afrekssjóðurinn hefur breytt miklu, og okkar landslagi, en staðan er enn þannig að landsliðsfólk okkar þarf að greiða hluta af kostnaði við landsliðsferðir,“ segir Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, en landsliðsfólk sambandsins þurfti að standa í fjáröflun fyrir Smáþjóðaleikana sem er nýlokið í Svartfjallalandi. Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar teldi nauðsynlegt að hækka styrki til efnilegasta íþróttafólks á Suðurnesjum sem tekur þátt í landsliðsverkefnum. Kostnaður leikmanna liðanna sem taka þátt í verkefnum yngri landsliðanna í körfubolta erlendis hleypur á milljónum. En það eru ekki aðeins yngri landsliðsmenn sem þurfa að standa straum af kostnaði sem fylgir því að vera í landsliði. Landsliðsmenn og -konur í blaki þurftu að sinna fjáröflun til að komast á Smáþjóðaleikana. „Ég þekki ekki hvernig þetta er hjá öllum hinum sérsamböndunum. En staðan hjá BLÍ er þannig að landsliðsfólk stendur undir hluta af kostnaði. Við komum til móts við okkar landsliðsfólk en auðvitað er bagalegt að A-landsliðsfólk þurfi að greiða fyrir ferðir sínar,“ segir Grétar. Ekki er búið að gera upp hvað hver landsliðsmaður þurfti að greiða. „Styrkjaleit og fjáröflun, það er töluverð vinna og tími sem fer í það, sem maður vildi að fólkið okkar nýtti frekar í að æfa íþróttina,“ bætir hann við. Afreksíþróttasjóður úthlutaði um 350 milljónum fyrir árið 2018 og hækkaði um 100 milljónir milli ára. KSÍ fékk 0 krónur fyrir síðasta ár en flestir formenn sérsambanda sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að það sé eina sérsambandið sem þurfi ekki að láta sína iðkendur borga einhvern hluta. Rekstrartekjur KSÍ námu 2,4 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi og nam rekstrarhagnaður 502 milljónum króna. Heildarkostnaður við öll landslið Íslands í fótbolta nam 1,2 milljörðum króna árið 2018. „Hjá okkur í Blaksambandinu, þá eru búin að vera mörg stór verkefni að undanförnu og sambandið hefur ekki djúpa vasa. En afreksstyrkurinn hefur breytt töluvert miklu í kringum allt starfið líka,“ segir Grétar en Blaksambandið fékk 10,5 milljónir á síðasta ári úr sjóðnum. Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, segir formið vera einfalt þar á bæ. Hver iðkandi borgi 45 þúsund krónur fyrir að taka þátt í erlendum mótum. Íþróttamaðurinn fær ekki reikninginn heldur félagið. „Það er svo undir íþróttafélaginu sjálfu komið hvað það gerir við reikninginn. Til dæmis í Reykjavík þá borgar ÍBR fyrir fólk í landsliðsverkefni. Það eru því 15 þúsund sem eftir standa á iðkanda. Þetta er viðráðanlegt í frjálsíþróttabransanum en auðvitað vildi maður óska að landsliðsfólk þyrfti ekki að borga.“
Birtist í Fréttablaðinu Blak Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti