Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2019 18:31 Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. FBL Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Torg efh. útgefandi Fréttablaðsins, hefði brotið í bága við 4 mgr. 37 laga um fjölmiðla með miðlun meintra viðskiptaboða fyrir áfengi í fylgiriti Fréttablaðsins, Brugghús, þann 1. mars. 2019 en Torgi er gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt vegna málsins. Forsvarsmenn Torgs þvertóku fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir kynningarnar en lögðu ekki fram staðfestingu á því þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar. Að mati Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sem kvartaði til fjölmiðlanefndar, var að finna fjölda áfengisauglýsinga í kynningarblaðinu. Foreldrasamtökin óskuðu eftir því að fjölmiðlanefnd myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Eftir að hafa reifað sjónarmið Foreldrasamtakanna og Torgs á fundi sínum þann 5. mars síðastliðinn ákvað fjölmiðlanefnd að taka málið til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða fjölmiðlanefndar er sú að áfengisauglýsing á bls. 8 og kynningarumfjöllun um bjór og brugghús á bls. 1,2,3, og 5 í kynningarblaðinu Brugghús, sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019 hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum fyrir áfengar vörutegundir með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og teljist auglýsingin og kynningarumfjöllunin til viðskiptaboða fyrir áfengi í skilngi 37. greinar fjölmiðalalaga. Forsvarsmenn Torgs þvertaka fyrir að hafa gerst brotleg við fjölmiðlalög. Eitt af skilyrðum þess að um viðskiptaboð sé að ræða væri að þeim væri „miðlað gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi eða til kynningar í eigin þágu“. Torg óskaði eftir því að fjölmiðlanefnd „legðist á árarnar með frelsinu og styddi að komið væri í veg fyrir áframhaldandi afturhald, sem felist í banni á sölu auglýsinga fyrir þessa vöru, þar sem þó væri tekið tillit til sjónarmiða um mögulega skaðsemi og að unglingar eigi ekki að neyta áfengis.“ Með því myndi fjölmiðlanefnd veita hjálparhönd til að reyna að „reyna að tryggja áframhaldandi rekstur einkarekinna fjölmiðla á landinu, sem allt er eins líklegt að lognist út af á komandi misserum vegna vonlauss rekstrarumhverfis, sem stjórnvöld skipta sér lítið sem ekkert af“.Kynningarritið ritstjórnarleg ákvörðun Í bréfi dagsettu 2. maí segjast forsvarsmenn Torgs ekki hafa þegið neinar greiðslur vegna útgáfu fylgiritsins. Umrætt efni hefði verið birt í sérriti Fréttablaðsins vegna þeirra tímamóta að þrjátíu ár voru liðin síðan bann við bjórsölu var aflétt. Ritið hefði verið að frumkvæði ritstjórnarinnar, lesendum til fróðleiks. Þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar lét torg hjá líða að senda nefndinni staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hefði fengist fyrir miðlun efnisins. „Við mat á fjárhæð sektar leit fjölmiðlanefnd til þess að Torg hafi við meðferð málsins hvorki veitt umbeðnar upplýsingar um tekjur útgáfufélagsins vegna viðskiptaboða í kynningarblaðinu Brugghús, né staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hafi komið fyrir miðlun kynninga í blaðinu,“ segir í niðurstöðu fjölmiðlanefndar.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Torg efh. útgefandi Fréttablaðsins, hefði brotið í bága við 4 mgr. 37 laga um fjölmiðla með miðlun meintra viðskiptaboða fyrir áfengi í fylgiriti Fréttablaðsins, Brugghús, þann 1. mars. 2019 en Torgi er gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt vegna málsins. Forsvarsmenn Torgs þvertóku fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir kynningarnar en lögðu ekki fram staðfestingu á því þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar. Að mati Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sem kvartaði til fjölmiðlanefndar, var að finna fjölda áfengisauglýsinga í kynningarblaðinu. Foreldrasamtökin óskuðu eftir því að fjölmiðlanefnd myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Eftir að hafa reifað sjónarmið Foreldrasamtakanna og Torgs á fundi sínum þann 5. mars síðastliðinn ákvað fjölmiðlanefnd að taka málið til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða fjölmiðlanefndar er sú að áfengisauglýsing á bls. 8 og kynningarumfjöllun um bjór og brugghús á bls. 1,2,3, og 5 í kynningarblaðinu Brugghús, sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019 hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum fyrir áfengar vörutegundir með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og teljist auglýsingin og kynningarumfjöllunin til viðskiptaboða fyrir áfengi í skilngi 37. greinar fjölmiðalalaga. Forsvarsmenn Torgs þvertaka fyrir að hafa gerst brotleg við fjölmiðlalög. Eitt af skilyrðum þess að um viðskiptaboð sé að ræða væri að þeim væri „miðlað gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi eða til kynningar í eigin þágu“. Torg óskaði eftir því að fjölmiðlanefnd „legðist á árarnar með frelsinu og styddi að komið væri í veg fyrir áframhaldandi afturhald, sem felist í banni á sölu auglýsinga fyrir þessa vöru, þar sem þó væri tekið tillit til sjónarmiða um mögulega skaðsemi og að unglingar eigi ekki að neyta áfengis.“ Með því myndi fjölmiðlanefnd veita hjálparhönd til að reyna að „reyna að tryggja áframhaldandi rekstur einkarekinna fjölmiðla á landinu, sem allt er eins líklegt að lognist út af á komandi misserum vegna vonlauss rekstrarumhverfis, sem stjórnvöld skipta sér lítið sem ekkert af“.Kynningarritið ritstjórnarleg ákvörðun Í bréfi dagsettu 2. maí segjast forsvarsmenn Torgs ekki hafa þegið neinar greiðslur vegna útgáfu fylgiritsins. Umrætt efni hefði verið birt í sérriti Fréttablaðsins vegna þeirra tímamóta að þrjátíu ár voru liðin síðan bann við bjórsölu var aflétt. Ritið hefði verið að frumkvæði ritstjórnarinnar, lesendum til fróðleiks. Þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar lét torg hjá líða að senda nefndinni staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hefði fengist fyrir miðlun efnisins. „Við mat á fjárhæð sektar leit fjölmiðlanefnd til þess að Torg hafi við meðferð málsins hvorki veitt umbeðnar upplýsingar um tekjur útgáfufélagsins vegna viðskiptaboða í kynningarblaðinu Brugghús, né staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hafi komið fyrir miðlun kynninga í blaðinu,“ segir í niðurstöðu fjölmiðlanefndar.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús
Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira