Sterling brjálaður vegna tilkynningar um fyrirliðastöðuna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. júní 2019 07:30 Gareth Southgate og Raheem Sterling á blaðamannafundinum í gær vísir/getty Raheem Sterling er bálreiður umboðsfyrirtæki sínu eftir að það sendi frá sér tilkynningu um að hann yrði fyrirliði enska landsliðsins í leiknum við Holland. Colossal Sports Management sendi frá sér tilkynningu seint á þriðjudag þess efnis að hinn 24 ára Sterling yrði með fyrirliðabandið þegar England mætir Hollandi í seinni undanúrslitaleik Þjóðadeildar UEFA. Sterling segist ekki vita hvað hafi staðið að baki tilkynningunni og er búinn að biðja Gareth Southgate landsliðsþjálfara afsökunar. „Ég vaknaði í morgun bálreiður. Ég hef ekki rætt við Gareth um fyrirliðabandið og ekki neinn á umboðsskrifstofunni svo þetta var mjög sérstakt,“ sagði Sterling á blaðamannafundi í gær. „Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég talaði við umboðsmanninn minn var að biðja Gareth afsökunar og sagði honum að ég vissi ekki hvaðan þetta hefði komið.“ Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins og Jordan Henderson varafyrirliði. Þeir voru hins vegar báðir í eldlínunni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðasta laugardag svo Gareth Southgate gæti vel hvílt þá báða í leiknum við Holland í kvöld. Gareth Southgate vildi ekki tjá sig um fyrirliðastöðuna á blaðamannafundinum þar sem hann vildi ekkert gefa upp um hvaða leikmenn spila leikinn. Það eina sem hann gat staðfest var að Sterling myndi spila. Leikur Englands og Hollands hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Raheem Sterling er bálreiður umboðsfyrirtæki sínu eftir að það sendi frá sér tilkynningu um að hann yrði fyrirliði enska landsliðsins í leiknum við Holland. Colossal Sports Management sendi frá sér tilkynningu seint á þriðjudag þess efnis að hinn 24 ára Sterling yrði með fyrirliðabandið þegar England mætir Hollandi í seinni undanúrslitaleik Þjóðadeildar UEFA. Sterling segist ekki vita hvað hafi staðið að baki tilkynningunni og er búinn að biðja Gareth Southgate landsliðsþjálfara afsökunar. „Ég vaknaði í morgun bálreiður. Ég hef ekki rætt við Gareth um fyrirliðabandið og ekki neinn á umboðsskrifstofunni svo þetta var mjög sérstakt,“ sagði Sterling á blaðamannafundi í gær. „Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég talaði við umboðsmanninn minn var að biðja Gareth afsökunar og sagði honum að ég vissi ekki hvaðan þetta hefði komið.“ Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins og Jordan Henderson varafyrirliði. Þeir voru hins vegar báðir í eldlínunni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðasta laugardag svo Gareth Southgate gæti vel hvílt þá báða í leiknum við Holland í kvöld. Gareth Southgate vildi ekki tjá sig um fyrirliðastöðuna á blaðamannafundinum þar sem hann vildi ekkert gefa upp um hvaða leikmenn spila leikinn. Það eina sem hann gat staðfest var að Sterling myndi spila. Leikur Englands og Hollands hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira