Instituto vann fyrstu tvo leikina á heimavelli áður en viðureignin færðist yfir á heimavöll Ægis og félaga þar sem þeir unnu tvo næstu leiki. Því var leikurinn í nótt úrslitaleikur um að komast í undanúrslit.
Instituto byrjaði af fínum krafti og var sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Þeir leiddu einnig eftir annan leikhluta en Ægir og félagar náðu að minnka muninn aðeins í þriðja leikhluta.
#CRC | Final del 1C en Córdoba:
Instituto 23
Regatas 17
(Gallizzi 6, Steinarsson 5)#PlayoffsLaCaja #VamosParque pic.twitter.com/EeK2Ukadk9
— Club de Regatas Ctes (@ClubRegatasCtes) June 6, 2019
Í fjórða og síðasta leikhlutanum var munurinn minnst eitt stig, 70-69, en þá gáfu heimamenn í Institutu aftur í og unnu leikinn með fimm stigum, 78-73.
Ægir Þór skoraði átta stig á þeim tuttugu mínútum sem hann lék en hann er nú kominn í sumarfrí eftir langt og strangt tímabil með tveimur liðum.