Brad Pitt reynir að leysa ráðgátu um hvarf föður síns í geimnum í Ad Astra Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2019 16:47 Myndarinnar beðið með mikilli eftirvæntingu. Disney Kvikmyndaver Disney hefur sent frá sér fyrstu stikluna úr nýjustu mynd Brad Pitt sem verður frumsýnd í haust. Myndin ber heitið Ad Astra og segir frá manni sem samþykkir að leggja á sig langt og strangt ferðalag út í geim til að reyna að leysa ráðgátuna að baki hvarfi föður hans sem hafði farið út í geim í leit að framandi lífi en sneri aldrei til baka. Tommy Lee Jones leikur föður persónu Brad Pitt í þessari mynd en önnur hlutverk eru í höndum Ruth Negga, Donald Sutherland, Jamie Kennedy og Liv Tyler. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en Disney hefur ítrekað frestað útgáfu hennar, síðast vegna þeirrar mikillar vinnu sem beið kvikmyndagerðarmönnum við eftirvinnslu hennar. Það að hún sé frumsýnd í september gæti gefið til kynna að Disney sjái fyrir sér að þessi mynd sé líkleg til að hreppa tilnefningar til Óskarsverðlauna. Leikstjóri myndarinnar er James Gray en síðasta mynd hans var The Lost City of Z sem Brad Pitt framleiddi. Myndin verður frumsýnd 20. september næstkomandi. Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndaver Disney hefur sent frá sér fyrstu stikluna úr nýjustu mynd Brad Pitt sem verður frumsýnd í haust. Myndin ber heitið Ad Astra og segir frá manni sem samþykkir að leggja á sig langt og strangt ferðalag út í geim til að reyna að leysa ráðgátuna að baki hvarfi föður hans sem hafði farið út í geim í leit að framandi lífi en sneri aldrei til baka. Tommy Lee Jones leikur föður persónu Brad Pitt í þessari mynd en önnur hlutverk eru í höndum Ruth Negga, Donald Sutherland, Jamie Kennedy og Liv Tyler. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en Disney hefur ítrekað frestað útgáfu hennar, síðast vegna þeirrar mikillar vinnu sem beið kvikmyndagerðarmönnum við eftirvinnslu hennar. Það að hún sé frumsýnd í september gæti gefið til kynna að Disney sjái fyrir sér að þessi mynd sé líkleg til að hreppa tilnefningar til Óskarsverðlauna. Leikstjóri myndarinnar er James Gray en síðasta mynd hans var The Lost City of Z sem Brad Pitt framleiddi. Myndin verður frumsýnd 20. september næstkomandi.
Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein