Líf og fjör um allt land yfir helgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2019 11:40 Mynd frá tónlistarhátíðinni á Kótelettunni sem fer fram síðar í kvöld. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Mikil ferðahelgi er framundan, enda hvítasunnuhelgi og margir landsmenn í fríi fram á mánudag. Tvær bæjarhátíðir munu fara fram um helgina en það eru Kótelettan á Selfossi og Skjaldborg Folk Festival á Patreksfirði. Búast má við þungri umferð um allt land yfir helgina og í næstu viku. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hvatt ökumenn til að gæta fyllstu varúðar í umferðinni um helgina og í næstu viku. Ferðamönnum mun fjölga til Vestmannaeyja um helgina en fyrsta Bjórfestival á vegum The Brothers Brewery verður haldið á laugardag, 8. júní. TM mótið verður haldið helgina 13. -15. júní en þar keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu. Kótelettan verður haldin í 10. skiptið á Selfossi um helgina og til að fagna því verður hátíðin þrír dagar en ekki tveir eins og hefur verið síðustu ár. Fjölskyldudagskráin byrjar kl. 13 og verður veltíbíll á svæðinu, Tívolí og margt fleira. Barnaskemmtun mun fara fram kl. 14 en þar munu meðal annars koma fram Íþróttaálfurinn og Solla stirða, Jón Jónsson og Sprite Zero Klan. Ball verður svo haldið í Hvíta húsinu í kvöld en þar munu margir helstu tónlistarmenn Íslands stíga á stokk þar á meðal Eiríkur Hauksson, Herra Hnetusmjör, Á Móti Sól, Sprite Zero Klan og íslenski plötusnúðurinn DJ NOKTO. Tónlistarveislan mun svo halda áfram þar til á mánudags morgun. Búast má við lífi og fjöri á tjaldsvæðum út um allt land um helgina.vísir/ásgeir Skjaldborgarhátíðin í Vesturbyggð verður sett kl. 20:30 í kvöld og verður fram á sunnudagskvöld. Hátíðin heiðrar íslenskar heimildamyndir og verður haldin í þrettánda sinn á Patreksfirði nú um helgina. Ókeypis verður inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar verða í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins. Búist er við að Íslendingar nýti helgina í alls kyns skemmtun, þar á meðal tjald útilegur en í samtali við Vísi sagði Olga Zoega, starfsmaður tjaldsvæðisins í Húsafelli og leiðsögumaður, að mun fleiri Íslendingar væru á ferðinni í ár en í fyrra vegna veðurblíðunnar sem hefur blessað okkur síðustu vikurnar. „Við búum okkur undir stóra helgi, fyrstu góðu helgina enda er rosalega góð veðurspá og Íslendingarnir eru brjálaðir í Húsafell. Hér er góð sundlaug, mikið og gott útivista- og göngusvæði, héðan er farið í jöklaferðir og svo er hraunhellir í næsta nágrenni. Golfvöllurinn er mjög vinsæll og hoppudýnan sem er á svæðinu, krakkarnir eru hoppandi á henni allan sólarhringinn liggur við,“ sagði Olga. Árborg Sumarlífið Vestmannaeyjar Vesturbyggð Kótelettan Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Mikil ferðahelgi er framundan, enda hvítasunnuhelgi og margir landsmenn í fríi fram á mánudag. Tvær bæjarhátíðir munu fara fram um helgina en það eru Kótelettan á Selfossi og Skjaldborg Folk Festival á Patreksfirði. Búast má við þungri umferð um allt land yfir helgina og í næstu viku. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hvatt ökumenn til að gæta fyllstu varúðar í umferðinni um helgina og í næstu viku. Ferðamönnum mun fjölga til Vestmannaeyja um helgina en fyrsta Bjórfestival á vegum The Brothers Brewery verður haldið á laugardag, 8. júní. TM mótið verður haldið helgina 13. -15. júní en þar keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu. Kótelettan verður haldin í 10. skiptið á Selfossi um helgina og til að fagna því verður hátíðin þrír dagar en ekki tveir eins og hefur verið síðustu ár. Fjölskyldudagskráin byrjar kl. 13 og verður veltíbíll á svæðinu, Tívolí og margt fleira. Barnaskemmtun mun fara fram kl. 14 en þar munu meðal annars koma fram Íþróttaálfurinn og Solla stirða, Jón Jónsson og Sprite Zero Klan. Ball verður svo haldið í Hvíta húsinu í kvöld en þar munu margir helstu tónlistarmenn Íslands stíga á stokk þar á meðal Eiríkur Hauksson, Herra Hnetusmjör, Á Móti Sól, Sprite Zero Klan og íslenski plötusnúðurinn DJ NOKTO. Tónlistarveislan mun svo halda áfram þar til á mánudags morgun. Búast má við lífi og fjöri á tjaldsvæðum út um allt land um helgina.vísir/ásgeir Skjaldborgarhátíðin í Vesturbyggð verður sett kl. 20:30 í kvöld og verður fram á sunnudagskvöld. Hátíðin heiðrar íslenskar heimildamyndir og verður haldin í þrettánda sinn á Patreksfirði nú um helgina. Ókeypis verður inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar verða í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins. Búist er við að Íslendingar nýti helgina í alls kyns skemmtun, þar á meðal tjald útilegur en í samtali við Vísi sagði Olga Zoega, starfsmaður tjaldsvæðisins í Húsafelli og leiðsögumaður, að mun fleiri Íslendingar væru á ferðinni í ár en í fyrra vegna veðurblíðunnar sem hefur blessað okkur síðustu vikurnar. „Við búum okkur undir stóra helgi, fyrstu góðu helgina enda er rosalega góð veðurspá og Íslendingarnir eru brjálaðir í Húsafell. Hér er góð sundlaug, mikið og gott útivista- og göngusvæði, héðan er farið í jöklaferðir og svo er hraunhellir í næsta nágrenni. Golfvöllurinn er mjög vinsæll og hoppudýnan sem er á svæðinu, krakkarnir eru hoppandi á henni allan sólarhringinn liggur við,“ sagði Olga.
Árborg Sumarlífið Vestmannaeyjar Vesturbyggð Kótelettan Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira